Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 31

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 31
FREYR 237 í vinnslusölum eru lögð gólfhellum, en vegg- ir lagðir veggflísum 1 180 cm hæð. Flestar hurðir eru klæddar riðfrýju stáli. Gufan, sem notuð er við mjólkurvinnsl- una, er framleidd í rafkatli, sem framleiðir tæp 2000 kg af gufu á klst. Nokkur hluti gufunnar er framleiddur að nóttunni og er henni þá safnað á tvo gufugeyma, og er samanlagt rúmtak þeirra 60 rúmmetrar. Þegar geymarnir eru fullir er þrýstingur gufunnar um 8 kg á cm2. Þessi gufa er svo notuð að deginum, þegar hennar er mest þörf. Olíuhitaður ketill er hafður til vara. Hann er um það bil helmingi afkasta minni en aðalketillinn. Á efri hæðinni í stöðinni er rannsóknar- stofa, og verða þar rannsakaðar hverskonar mjólkurvörur og mjólk, sem stöðin afgreið- ir til sölu. í suðaustur horni stöðvarinnar er um þessar mundir verið að ganga frá vélum til niðursuðu á mjólk. Vélar þessar standa á efri og neðri hæðinni, og að nokkru leyti einnig í kjallaranum. í sambandi við þær er á efri hæðinni stór geymsla fyrir niður- soðna mjólk. r-------------------------------------\ Tek að mér RAFLAGNATEIKNINGAR í íbúðarhús og peningshús í sveitum. Verklýsing og efnisskrá getur fylgt teikningunum. STEFÁN BJARNASON, rafmagnsverkfrœðingur, Sogamýrarbl. 55, Reykjavík. Sími 6611. > Bændasamband Norðurlanda Nordens Bondeorganisation, sem stofn- að var árið 1934, en starfað hefir af mestu kappi síðan styrjöldinni lauk, vinnur að eflingu norrænnar samvinnu á ýmsum sviðum búnaðarmála. Miðstjórn þess mun halda fund 29—30 ágúst n. k. Verður hann haldinn í Uppsala í þetta sinn, en formað- ur miðstjórnarinnar er sænskur í ár — Ein- ar Sjörgen. Á fundi þessum verða, meðal annars, til umræðu mál, sem hafa félagslega og hag- færðilega þýðingu, svo sem félagsskap um kaup á korni og fóðurv., vélum og verksm,- tækjum o. fl. Aðalmálið í þetta sinn verður þó tollasamband Norðurlanda, en það var einnig til umræðu á fundi norrænna bú- fræðimanna, er haldinn var að Hindsgavl 1 fyrra sumar á vegum Norræna félagsins. Á umræddum miðstjórnarfundum mæta fulltrúar frá Norðurlöndunum fjórum, sendimenn frá búnaðarfélögum, smá- bændafélögum og samvinnufélögum. ís- lendingar eru ekki í þessum félagsskap bændanna hjá bræðraþjóðum okkar og hef- ir sú utanvelta af ýmsum á Norðurlöndum verið túlkuð sem sönnun þess, að íslending- ar kæri sig ekki um að tilheyra Skandi- navíu heldur leiti vestur á bóginn í athöfn- um og viðhorfum. Þessi skoðun mun eflaust styrkjast ef úr því verður, að íslenzk bændasamtök leita upptöku í I. F. A. P. (Alþjóðasamtök bú- vöruframleiðenda) án þess að vera með- limir í þessu norræna sambandi bænda- félaga. — Það er á meðal annars eitt af hlutverkum Bændasambands Norðurlanda

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.