Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 30

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 30
236 PtfÉYti áður en hún fer til geymslu í mj ólkurgeym- unum. Mjólk, sem flutt er til stöðvarinnar í tankbílum, er látin renna úr tönkum bíl- anna við suðurgafl stöðvarinnar, í ker í kjallaranum. Þaðan er henni dælt í áður- nefnda mjólkurgeyma. Úr mjólkurgeymunum liggur leið mjólk- urinnar í gegnum skilvindur, sem skilja úr henni óhreinindi, og frá þeim í gerilsneyð- ingarvélina, sem afkastar átta þúsund lítr- um á klukkustund. Mjólkin er hituð þar upp í 73° C í 15 sek. og kæld í sömu vél niður í ca. 4° C. Frá gerilsneyðingarvélinni rennur mjólkin í þrjá mjólkurgeyma, af sömu stærð og gerð og þá, sem áður er um getið. Úr þessum geymum fer mjólkin svo loks í átöppunarvélarnar. f norðvestur horni stöðvarinnar, á neðri hæðinni, er allstór salur, þar sem tekið er á móti óhreinum umbúðum — flöskum og brúsum — úr búðum og frá viðskiptavin- um, og þær þvegnar. Þar eru tvær flösku- þvottavélar, sem saman þvo tíu þúsund lítersflöskur eða tólf þúsund minni flöskur á klukkustund. Á milli þeirra er kassa- þvottavél, sem þvær flöskukassana, um leið og þeir renna á færibrautum inn til átöpp- unarvélanna. Þarna er einnig brúsaþvotta- vél, sem í eru þvegnir brúsar undan mjólk, sem seld er í lausu máli. Frá þvottavélunum berast flöskurnar eft- ir færibrautum inn í annan sal í átöppun- arvélarnar. Til hliðar við þvottavélarnar renna flöskurnar fram hjá sterku rafljósi. Þar eru þær skyggðar og teknar frá þær flöskur, sem eitthvað kann að vera athuga- vert við. Átöppunarvélarnar eru tvær og af- kasta sama magni af flöskum og þvottavél- arnar. Þær fylla flöskurnar með mjólk, klippa á þær lok úr aluminíumborðum og loka þeim. Flöskurnar halda áfram á færi- braut fram á lítið borð. Þar eru þær teknar og látnar í kassana, sem mæta þeim þar. Kassarnir berast eftir færibraut inn í kæli- geymslu, þar sem þeim er staflað upp til geymslu, þar til mjólkin er afgreidd til sölu á næsta morgni. Afgreiðslan fer fram í miðri vesturhlíð stöðvarinnar. Þar, sem tekið er á móti óhreinum um- búðum, eru mj ólkurleifar tæmdar úr flösk- um og brúsum í ker. Þaðan rennur þessi mjólk niður í kjallara, en þar er hún skilin. Undanrennan er gerilsneydd og gert úr henni skyr og rjóminn gerilsneyddur og strokkaður. Á sama stað í kjallaranum er framleidd sýrð mjólk. Þarna eru tvær kæli- geymslur, önnur fyrir skyr og hin fyrir smjör. Vörulyfta flytur þessar vörur upp í afgreiðsluherbergið á hæðinni fyrir ofan. Rjómi, smjör og skyr, sem flutt er til stöðvarinnar frá mjólkurbúunum í grennd- inni, er tekið inn í stöðina um suðurgaflinn. Þar í forstofunni er vörulyfta, sem flytur rjómann og smjörið upp á efri hæðina. Þar er rjóminn vigtaður, gerilsneyddur og kæld- ur, og að því búnu er honum safnað þar í tank. Úr tanknum rennur hann niður á neðri hæðina í átöppunarvél, sem stendur við hlið mj ólkurátöppunarvélanna. Þar er hann settur í flöskur og komið fyrir í kæligeymsl- unni hjá mjólkinni. Þar sem rjóminn er vigtaður og geril- sneyddur, er smjörið pakkað í sjálfvirkri vél. Síðan er það flutt í lyftunni niður í kjallara í kæligeymsluna þar. Skyrið er flutt niður í kjallara í sömu lyftu og geymt þar í kæligeymslu. Þrjár kælivélar eru í stöðinni. Ein þeirra kælir mjólk og rjóma eftir að gerilsneytt hefir verið, en tvær kæla kæligeymslurnar. Rör og vélafletir, sem mjólk snertir, eru úr riðfrýj u stáli, einnig ker og geymar. Gólf

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.