Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 7

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 7
FREYR 213 d) Árgjöldum frá ýmsum afurðasölu- og hagsmunafélögum landbúnaðarins. Um upphæð allra ofannefndra árgjalda fer eftir ákvörðun ársfundar, eða stjórnar Norges Bondelag. 7. spurning: Hefir sambandið margt starfsmanna í sinni þjónustu? Þessari spurningu var ekki svarað. 8. spurning: Hver eru aðalstörf sam- bandsins og hvernig eru starfshættir þess í aðalatriðum? Svar: Að vera málsvari bændastéttarinn- ar í hagsmunamálum hennar, og fulltrúi landbúnaðarins gagnvart ríkisvaldinu í flestum þeim málum, er snerta hag bænda. Með starfsemi sinni, baráttu og samning- um, hefir Norges Bondelag öðlast viður- kenningu ríkisvaldsins og bændanna á því, að vera réttur samningsaðili um hags- munamál bændastéttarinnar. Of langt mál yrði hér að telja upp öll þau mörgu verk- efni, sem Norges Bondelag hefir unnið að og barist fyrir á síðastliðnum 50 árum, og ó- tal verkefni, sem það hefir sett sér að vinna að í framtíðinni. Eitt af þvi þýðing- armesta er barátta sambandsins fyrir fullri viðurkenningu ríkisvaldsins á jafnrétti bændastéttarinnar um launa- og lífskjör við aðrar stéttir þjóðfélagsins. 9. spurning: Hvaða aðferð hafa samtökin einkum til að undirbyggja verðhækkunar- kröfur og koma fram nauðsynlegum verð- hækkunum á landbúnaðarafurðum? Svar: Um langt árabil hefir Norges Bondelag með hagfræðilegri vinnu og upp- lýsingum reynt að hafa áhrif á verðlag landbúnaðarafurða til hækkunar. viðurkenningu ríkisvaldsins hliðstætt við verkalýðsfélög? Svar: Já. Árið 1948 samþykkti ríkisvald- ið að Norges Bondelag og Norsk Bonde- og Smábrukerlag væru réttir samningsaðilar um verðlag landbúnaðarvara. 11. spurning: Veitir ríkið fé til verðlækk- unar á landbúnaðarvörum, sein seldar eru á innlendum markaði, hvaða vörutegundir, hversu mikið pr. einingu, hverrar vöruteg- undar? Svar: Árið 1948 var veitt úr ríkissjóði 226 milljónir króna í þessu skyni og á árinu 1949 hefir upphæðin verið hækkuð í 248 milljónir. Niðurgreiðslur á einingu hverrar vöru- tegundar er sem hér segir: Pr. kg. Bændur fá*) kr. pr. kg. kr. Nautakjöt 1.60 4.10 Kálfakjöt 0.95 3,25 Kindakjöt 1.20 4.50 Geitakjöt 0.95 3.15 Hrossakjöt 0.75 2.90 Svínakjöt 1.40 4.15 Heimasmjör án strjálbýlisstyrkjar .. 3.77 9.06 Heimasmjör með strjálbýlisstyrk 4.42 9.71 Ekta geitamysuostur heimatilbúinn 3.50 8.00 Blandaður geitamysuost- ur 1.85 4.42 Mjólk (innvegin í mjólkurbú) 0.14.8 pr. Itr. Til mjólkurframleiðenda, sem heima eiga í Norður-Noregi og fjalla- og fjarða- héruðum Suður-Noregs, er greiddur auka- styrkur. Sá styrkur er 3 aurar pr. lítra á selda mjólk. *) Til skýringar og samanburðar þessi tölu- röð samkv. „Norsk Landbruk" í maí 1949. Ritst j. 10. spurning: Hefir sambandið fengið

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.