Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1949, Side 32

Freyr - 01.07.1949, Side 32
238 FREYR að vera samstiltur aSili og þróttmikill á al- þjóðavettvangi, en það tekst smáþjóðum ef þær vinna í félagi og mæta þar í fé- lagi, sem virkur aðili. Á fyrr nefndum fundum, að Hindsgavl í fyrra, voru ýmiss þessara mála rædd all rækilega en þar voru þátttakendur í um- ræðum m. a. aðilar úr miðstjórn Bænda- sambandsins og ýmsir stjórnmálamenn. Þátttaka undirritaðs í fundarhöldum þeim og umræðum var að því leyti sérstæð, að þar mætti ég sem einstaklingur en ekki sem fulltrúi neins félagsskapar og hlaut að segja sem var, þegar að íslenzkum bænd- um var hallað, sem utangáttarmönnum í norrænni samvinnu, að ég vissi ekki hvort þeir yrðu nokkurn tíma aðilar þar, ennþá hefði engin tilhneiging í þá átt sýnt sig, enda var því þar yfir lýst, að fyrir stríð hefði verið spurst fyrir um það hvort ís- lendingar vildu vera aðili í Bændasam- bandinu en svör því viðvíkjandi munu al- drei hafa borizt, hvorki jákvæð né nei- kvæð. Um það gat ég ekkert sagt því að á þeim árum var ég erlendis og fylgdist lítt með því er þá gerðist hér. Á eitt gat ég þó með réttu bent, sem sönn- un fyrir samstarfi vissra ræktenda á ís- landi við bræðraþjóðirnar, en það er þátt- taka garðyrkj umanna í sýningunum. Fyrir- huguð þátttaka Garöyrkjufélagsins, í sýn- ingu og móti í Finnlandi á komandi hausti, styður málstaðinn, en hjáræna búnaðar- félagsskaparins, og um leið bændanna, verður hvorki meiri né minni fyrir því. Það má vel vera að við, og búnaðarfélags- skapur okkar, getum staðið jafn föstum fótum hvort sem við eru aðilar að þessu bandalagi eða ekki. Hitt er víst, að bænda- samtök hinna fjögurra norrænu þjóðanna telja styrk sinn meiri með nefndu sam- starfi. Og þegar sá þáttur samvinnustarfs- ins, sem snýst um kaup framleiðsluvar- anna, er tengdur við þessi samtök, þá má það undarlegt teljast ef ekki gæti okkur af hlotnast gagn nokkurt að vera aðili í þörfum féiagsskap af þessu tagi. G. Béistaður vor Indverzki skáldspekingurinn B. N. Tagore segir einhvers staðar: „Það er grasið sem gerir jörðina góða heim að sækja.“ Merkilegt að hann skyldi ekki heldur nefna gullið, gimsteina eða perlur, eða aðra málma, kolin, olíuna eða skóginn, sem svo margt og mikilsvert byggist á, sem hæst ber uppi nútíöarmenninguna og mennirnir geta ekki án verið. Nei, ekkert af þessu, heldur einmitt gras- ið — grasið, sem sprettur svo hljóðlega að aöeins guðirnir heyra það. En grasið er líka yndislegt og mjúkt. Það lætur lítið yfir sér, en er þó ýtið og kemur sér víða fyrir. Ætli margir, sem skipt hafa á grasi og grjóti, hafi i raun og veru veitt því athygli, hve munurinn er mikill og gagnger? En við lifum ekki á brauði einu saman, og ekki á tómu grasi. Ætli mannkynið hafi þó ekki lengst ævi sinnar lifað mestmegnis á grasi, bæði beint og óbeint? Lengi vel var fæði og klæði mannkynsins eingöngu grasætur, grasið lagði þannig til efni í mat mannsbarnsins, og húðir og ull grasætanna urðu efni í klæði og jafnvel þak yfir höfuðið: tjöldin, flókatjöld og skinntjöld. Bein og horn urðu verkfæri ýms. vopn og áhöld. Svona er grasið þýðingarmikið, og svona margt eigum við því að þakka. Og enn í dag er grasið mikilsverður milli- liður milli hinnar svokölluðu dauðu náttúru og mannsins, og jafnvel eru mennirnir nú að komast á það stig að neyta grassins

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.