Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 40

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 40
246 FRE YR Gleðilegt og gott sumar bjóða menn hverjir öðrum fyrstu dagana eftir sumar- komu, en ekki er alltaf víst, að þær kveðj- ur verði að áhrínsorðum. Sumardagurinn fyrsti var bitur, sumstaðar næstum ömur- legur, í þetta sinn, og svo fór versnandi er á leið — stórhríð víða um land hálfan mán- uð af sumri — stórhríð við Norðurland á krossmessu. Það var svalt og ekki vænlegt búendum, enda munu að mörgum hafa stjórn og heimilisannir kæfa allt það sem kvenlegu eðli er samgrónast og miðar að því að fegra og bæta, þá er illa farið. Það má með sanni segja, að starf kvenhand- arinnar við allt heimilishald í sveitinni, sé önnur hönd landbúnaðarins, svo hér sem ann- arsstaðar. Og þá er von að ýmislegt fari mið- ur, þegar aðra höndina vantar. Væri það nú úr vegi að reyna að skapa metnað meyjanna til þess að gerast bænda- konur í sveit? Kemur ekki senn sá tími, að það verði metnaðarmál ungra stúlkna að stýra sveitaheimili, fögru og veglegu, sem þær sjálf- ar skapa? Bændur þurfa metnað, en ungu stúlkurnar þurfa líka að öðlast metnað til þess að standa við hlið bændanna í baráttu lífsins úti í sveit. Geta skólarnir vakið hann, eða vaknar metnaður íslenzkra meyja þegar þær þýzku koma? 4. janúar 1949. Brynjúlfur Melsteð. hvarflað daprir þankar þessar fyrstu vik- ur sumarsins, og sveitabóndinn, sem sendi Frey lýsingu á sumarmálum 1949, segir í bundnu máli frá staðreyndum, meðal ann- ars á þessa leið: Svarrandi hríð á „sumardaginn fyrsta“, sólelskur lýður hímir innan gátta. Þekjuna hýðir höndin Norðra byrsta —, höndina býður aldrei fram til sátta. Illt er til fanga, líf í heljar höftum. Hestarnir svangir, naga svörðinn freðin. Svartnættið langa svarf að hinztu kröftum, sárköld er ganga stóðs, — mín krónugleðin. Hvar ertu vor? Ég finn ei fylgju þína, finn ekki þorið ylja mér í barmi. Léttast þó spor, er sólin geisla sína sendir til vor, gegn „kalda dauðans armi!“ ★ Lægð í nánd við Færeyjar. Hæð yfir Norðaustur-Grænlandi. Norðaustan-átt. — Þannig hafa veðurfregnir verið svo að segja allan maímánnuð í ár og allt fram til 8. júní. Óvenjulega stöðug vetrarveðr- átta um þetta leyti árs, enda hafa ástæð- ur allar farið eftir því. Maímánuður var hinn kaldasti, sem komið hefir á þessari

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.