Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1949, Page 20

Freyr - 01.07.1949, Page 20
226 FRE YR nautpenings, sem hefir þvi nær 4-faldast á aldarfjórðungi. Vitanlega á skólinn sinn þátt í því, aS framförin hefir orðið stór- stíg, en án hugvits og handafls þeirra, sem landið yrkja og búin reisa, hefði auðvitað ekkert gert verið .Og ekki er endi bundinn á þá þróun, sem hér er gróandi. Eins og hér hefir landnámsfólk að verki verið svo mun áfram haldið. „Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“, segir hin forna bók og helga. Af ávöxtunum — af afrekunum — má sjá hvaða fólk býr hér eða þar, þegar ferðast er um sveitir þessa lands. Sum- staðar ríkir framtakssamt fólk, annars- staðar ber margt, eða flest, vott um kyrr- stöðu og takmarkaðar dáðir. Á Svalbai’ðsströndinni, sem áður var á minnst, og í landi Lauga í Reykjadal, er athafnafólk búsett og afköst þess einkenn- andi fyrir það, sem telja verður órækan vott um búsetu landnámsmanna og kvenna á þessum stöðum. Á hinum síðarnefnda stað hefi ég heim- sótt leiksystur mína og skólasystur frá æskuárunum, og komizt að raun um, að hún leggur þar sinn skerf af mörkum til þess að efla og bæta, — að rækta landið sitt og kenna börnum sínum að gera hið sama. Ég hafði orð á því, að mér virtist sem hún gerði sveitinni okkar gömlu heið- ur nokkurn með því að yrkja sinn reit og ávaxta sitt pund svo að sómi er að, með Landnámsfólk er ekki frábrugðió öðru fólki að útliti, en athafnir eru aérkenni þese. — Myndin sýnir Ás- kel bónda og Dagbjörtu kúsfreyju á Laugafelli ásamt bömum þeirra. Ljósm.: G. Þórxfarson.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.