Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 17

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 17
FRÉYÍÍ 223 Þegar ofangreind staðhæfing hefir ver- ið á pappír fest, þá er von að einhverjir óski eftir því að dæmi sé nefnt um heila sveit, sem skipuð sé landnámsfólki. Dæmi þessi má finna á vissum stöðum, og hér skal eitt valið — af því að ég hefi sjálfur séð það og fengið tölulegar staðreyndir um nokkrar niðurstöður búskaparins á um- ræddum stað. Austanmegin Eyjafjarðar er landsvæði undir Vaðlaheiði, sem Svalbarðsströnd heitir. Fyrir 20 árum síðan fór ég einatt um /egi vestan fjarðarins og dvaldi á þeim slóðum. Þegar horft var yfir fjörðinn gat þar að líta torfbæi, fjárhúskofa og önnur lágreist hús, rétt eins og víðast gerðist á þeim árum. Þar mun búsæld sízt hafa verið meiri en almennt gerðist, en framar öðrum þar á ströndinni stóð þá Svalbarðsbúið, eign Björns heitins Líndals, sem reist mun hafa verið og rekið með hjálp fjármagns, er fengið var af vettvangi utan landbúnaðar- ins. Það þarf ekki nema 20 ár til þess aö umbreyta landi eða einni sveit og er þvi ekki að undra þó að á 1000 árum geti bylt- ingar orðið. Ég fer um sömu slóðir vestan Eyjafjarð- ar, þær, er ég tróð fyrir 20 árum. Mér verð- ur litið yfir á Svalbarðsströndina. Þar sé ég engin hreysi, enga torfkofa, holtin og börðin eru horfin, en í stað þeirrar sýnar, sem auganu mætti á árunum fyrir 1930, er nú þar að líta veglegar byggingar, þar er þéU sett byggð, og þar eru samvaxin rækt- uð lönd, hvanngræn tún, dökkgrænir kar- töflugarðar og blágrænar hafralendur. Hér sé ég í fyrsta sinn á íslandi mynd, sem mig svo oft hefir dreymt um, þegar ég hefi íerðast um framandi lönd og litið þar reisuleg býli hlið við hlið og akra samfellda, án mela eða moldarbarða. Ég verð hug- fanginn af sýninni, og hún togar hug minn allan austur yfir fjörðinn. Síðar komst ég á þessa slóð og leit í nær- sýn það, sem hér hefir verið gert, og komst að raun um, að verkin tala þar á viðeig- andi hátt. Og þau gera meira. Þau skila rentum og rentu-rentum. Ég hitti að máli bónda einn, sem hefir verið þátttakandi í framkvæmdum um þessi 20 ár. Hann tjáir mér, að 1928 hafi eiginlega hafizt fram- kvæmdir þær, sem sleitulaust hefir verið að unnið síðan. Þá kom dráttarvél á ströndina og „um sama leyti hóf mjólkur- samlag KEA störf sín og opnaöi möguleika til nýrra átaka í búnaðarframkvæmdum", með því að daglegur markaður fékkst fyrir framleiðsluna. í hreppnum eru 30 bændur og auk þess 10 búlausir menn, sem eiga örfáar kindur og rækta ofurlítið af kartöflum. Ég hirði ekki að geta um húsakost né stærð hins ræktaða lands, en afurðanna og búskapar- ins ber að geta, og eftirfarandi tölur sýna hver þróun hefir orðið á 20 árum í þess- um efnum: Ár Ár Ár Á fóðrum var: 1928 1938 1948 Kýr og geldneyti . . 113 223 368 Ær og gemlingar . . 1.761 1.376 755 Hross 91 64 105 Uppskera: Taða, hestburðir . . 2.213 6.867 10.472 Grænfóður, hestb.. . 0 228 75 Úthey, hstb 2.177 2.766 893 Kartöflur tunnur. . 113 839 2.829 Tölurnar tala sínu máli. Nautgripir eru meira en þrefalt fieiri nú en fyrir 20 ár- um síðan. Sauðfé hefir fækkað (niður- skurðurinn). Hross eru litlu fleiri nú en þá.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.