Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 9
FREyR
flestar afurSirnar. Þess vegna er ekki eins
brýn þörf á aðstoð þess opinbera á þessu
sviði, eins og var fyrir stríð, umfram það,
sem ákveðið er í afurðalöggjöfinni frá
1930.
15. spurning: Per fram verðjöfnun á af-
urðaverðinu til bænda? Ef svo er, hvernig
er þá aflaö fjár til hennar? Er innheimt
gjald af söluverði því, sem bændum ber að
fá, eða er heimilt að bæta því við verðið
líkt og dreifingarkostnaði, eða leggur rík-
ið fram fé til verðjöfnunar?
Æskilegt væri að fá vitneskju um það,
eftir hvaða reglum verðjöfnun meðal bænda
fer fram, sé um hana að ræða.
Svar: Hér fer á eítir yfirlit um hverja
afurðategund fyrir sig. Fyrírkomulagið er
vitanlega mismunandi íyrir hinar ýmsu
framleiðslugreinar.
Mjólk: (Hér fylgdi all löng og ítarleg
ritgerð um verðjöfnun mjólkur og eru
engin tök á að birta þá ritgerð í heilu lagi
að sinni, en aðeiils gerður stuttur útdrátt-
ur).
Verðjöfnun mjólkur er tvennskonar, þ. e.
verðjö'fnun innan einstakra mjólkursölu-
svæða og landsútjöfnun. Hin fyrrnefnda er
framkvæmd af mjólkursamsölu hvers
mjólkursölusvæðis og er fullkomin útjöfn-
un, þ. e. a. s. að öll mjólkursamlögin innan
eins og sama mjólkursölusvæðis fá sama
verð fyrir mjólkina, hvort sem hún er
unnin, eða seld ný, miðað við mjólkurbús-
dyr. Þó getur eitt mjólkurbú verið hærra í
útborgun en annað, ef rekstur þess er hag-
kvæmari. — Landsútjöfnun er fram-
kvæmd af Landssambandi norskra mjólk-
urframleiðenda, en greidd af ríkissjóði og
byggist á því, að sama útborgunarverð
skuli vera frá öllum mjólkursamlögunum í
2Í5
landinu, svo framarlega sem rekstur
þeirra er jafn hagstæður.
Kjöt og flesk: Fyrir kjöt og flesk er á-
kveðið verð til framleiðenda. Er það verð
miðað við, að veran sé komin á næstu
járnbrautarstöð. Þetta orsakar, að enga
verðjöfnun þarf á þessar vörur.
Hins vegar fer hér fram verðjöfnun á
dreifingarkostnaöinum. Slíkt er nauðsyn-
iegt til þess að kaupveröið verði sem lík-
ast um land allt, fyrir neytendur. Fyrir-
komulag þeirrar verðjöfnunar er þannig:
Þeir sem verzla með kjötið eru skuldaðir
fyrir vissri upphæð, 20 aurum pr. kg., en fá
hins vegar greiddan flutningskostnað og
umboðslaun. Upphæð flutningskostnaðar
og umboðslauna er ákveðin eftir sérstökum
reglum. Ef sú upphæð er lægri en 20 aurar,
verða verzlanirnar að greiða mismuninn
til „Omsetningsrádet“, ef upphæðin er
hærri fá þær mismuninn greiddann.
Þannig er jafnað dreifingar- og flutn-
ingskostnaði á um það bil 80% af öllu
kjöti og fleski, en vissum landshlutum er
haldið utan við þetta fyrirkomulag. Ástæð-
an til þess er, að þau héruð eru að mestu
sjálfbjarga um þessar vörur. Fyrir ávexti,
ber, hey og hálm, korn og baunir, var 1
síðustu uppskerutíð ákveðið verðiö til
bændanna. Var verðið miðað við, að fram-
leiðandi kæmi vörunni á næstu járnbraut-
arstöð. Hér var því verðjöfnun til bænda
ekki nauðsynleg. Þó skal þss getið að rík-
issjóður greiðir sérstakan flutningsstyrk
fyrir korn, til þess að mæta óeðlilega mikl-
um flutningskostnaði á korninu frá bænd-
um til næstu járnbrautarstöðvar.
16. spurning: Veitir ríkið bændum styrk
eða aðstoð til kaupa á landbúnaðarvélum
og verkfærum?