Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 14

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 14
220 FRE YR Og ennfremur: „Þið takið ykkur nú fyrir hendur að leið- beina bændum þessa lands. Það er gott starf og göfugt. í því starfi eigið þið ekki einungis að vera leiðbeinendur, þið eigið líka að vera móttakendur, þiggjendur.... Bændur eru hraðir í framförum sínum hin síðari ár, og við, sem viljum leiðbeina þeim og eigum að gera það stöðu okkar vegna, megum hafa okkur alla við til þess að standa þeim ekki að baki og vera helzt feti framar í framkvæmdum og búnaðarhátt- um.“ ★ Að viðstöddum allt að 100 manns að Hvanneyri þennan dag, sem fyrstu íslenzk- menntuðu búfræðikandídatarnir brott- skráðuzt þaðan, var viðhöfn þar virðuleg og margar ræður haldnar, með árnaðar- óskum til hinna ungu kandídata, um vel- farnað þeim til handa og atvinnuveginum, sem þeir nú hyggja að styðja með aðstoð þekkingar sinnar, með ráðum og dáðum. ★ Bændaskólinn á Hvanneyri útskrifar bú- fræðikandídata í fyrsta sinn á sextugasta starfsári sínu. í tilefni þessa hafði skóla- stjóri boðið heim fyrsta nemenda skólans, en hann er ern og við góða heilsu, búsett- ur á Grjóteyri i Andakílshreppi. Nemandi þessi, Hjörtur Hansson, kom að Hvanneyri vorið 1889 og var þá eini nemandinn þar. Hjörtur var brautryðjandinn þá, um sókn að skólanum eins og kandíatarnir 8 voru í framhaldsdeild, mælti skólastjóri. Sá er munurinn, að þá var að hefjast hér alda hinna búfræðilegu vakningar, er síð- an hefir risið ok lækkað á víxl eftir atvik- um, en þeir sem nú útskrifast til þátttöku í leiðbeiningastarfseminni koma þar inn í, sem iða upplýsingarstarfseminnar grípur þá. Þeirra verður að styrkja og efla, hlaða ofan á það, sem þegar er byggt og bæta um og byggja nýtt í stað þess, er fyrnist og fellur. Reynslan verður úr að skera um það hvernig til tekst. ★ Flestir munu hinir ungu kandídatar verða að vinna sj álfstætt strax er frá próf- borði er komið. Að því leyti standa þeir höllum fæti samanborið við starfsbræður í öðrum löndum, því að þar fara kandídat- arnir frá prófborðinu sem aðstoðarmenn til ráðunauta og vísindastofnana, eða til- raunastöðva og öðlast þar reynslu og þekk- ingu hinna hagnýtu þátta, sem hvorki verður fengin í kennslustofu né vinnustofu menntastofnananna. Þannig vinnur yfir- gnæfandi meiri hluti kandídata árum sam- an áður en þeir fá sjálfstæð verkefni með fullri ábyrgð, og það hefir jafnan verið viðkvæðið, ér talað hefir verið um að lengja námið við menntastofnanir landbúnaðar- ins í grannlöndum okkar, að háskóla- námið væri aðeins áfangi á leiðinni að sjálfstæðu starfi, en starfið, sem aðstoðar- maður að fengnu prófi, væri hinn eiginlegi þjálfunartími og þann tíma telja margir náminu fremri. Hér er stærsta veilan, að undirbúnings- menntun eða hliðstæð þjálfun, og að ofan getur, er ekki léð hinum ungu kandídötum, og eiginlega engin skilyrði búin til þess að þeir geti öðlast hana undir annarra leið- sögn. Má vera að vel fari samt, en til bóta mundi ef hægt væri úr að bæta á þessu sviði vegna þeirra er næstir koma og fylla hópinn. G.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.