Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 22

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 22
228 FRE YR fyrir því, að á komandi árum verði neyzlu- mjólkin í Reykjavík góð fæða og ómenguð, þegar lögð er samtímis alúð við, að fram- leiðsla hennar úti í sveitinni sé fram- kvæmd við svo fullkomin skilyrði sem kostur er á. Um undanfarin ár hafa íbúar Reykja- víkur átt þess einn kost að kaupa mjólk- ina í lausu máli, mælda upp úr stórum brúsum, af ýmsum höndum og við misjöfn skilyrði, og hefir þeirri aðferð, bæði í riti og manna í milli, verið margt til foráttu fundið. En hvað sem um þá aðferð mátti segja, til foráttu eða til málsbóta, þá er það víst, að með þeim fullkomna útbúnaði sem fenginn er, þegar þessi nýja stöð nú er tekin til starfa, er stórt skref stigið á sviði þróunar í mjólkurmálum höfuðstað- arins. Lengi þurfti að bíða þess, að fyrir- tæki þetta yrði fullgert, svo að hægt væri að flytja frá þröngum húsakosti og ófull- nægjandi á ýmsa lund, til þessara víðu sal- arkynna og fullkomnu tækja. Munu engir hafa beðið þess með meiri óþreyju en þeir, sem forystu hafa, og dagleg störf þurfa að inna af hendi, við meðferð mjólkurinnar. En nú er til bóta ráðið. Nú hverfa brús- arnir — ef fólkið þá vill skipta á flösku- mjólk í stað brúsamjólkur þegar til kem- ur — en flöskurnar leysa þá af hólmi. Flaskan fer lokuð og loftþétt úr Mjólkur- stöðinni nýju, með greinilegum stimpli á loki, sem getur þess hvenær mjólkin í henni var gerilsneydd, og hún er ekki opn- uð fyrri en húsmóðirin hellir úr henni 1 bolla barnsins eða í mjólkurkönnuna, sem borin er á borð við máltíðir. Á leiðinni frá stöðinni til heimilisins snerta óhreinar hendur engan dropa, og engar af þeim smit- hættum, sem dagblöðin hafa lýst svo á- Mjóllcurstöðin nýja — séð úr lojti. Ljósm.: Guðni Þórðarson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.