Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 10

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 10
216 FRE YR Svar: RíkiS veitir styrk til þess að komið verði upp vélastöðvum, til kaupa á vélum, sem notaðar eru af fleirum en einum bónda. 1948—1949 var á fjárlögum áætlað að veita 2 milljónir króna í styrk bennan. Hins vegar greiðir ríkið ekki styrk til ein- staklinga á vélar, sem eingöngu eru not- aðar á býli eigandans. 17. spurning: Hvaða stefna er helzt uppi í ýmsum búnaðarmálum, s. s. ræktunar- málum, byggingarmálum sveitanna o. fl? Hvaða viðhorf er til dreifbýlisins? Eru lík- ur til þess, að því verði viðhaldið, eða byggðin færð saman? Er unnið að fjölgun nýbýla og á hvern hátt? Svar: a) Norges Bondelag hefir ávalt beitt sér fyrir aukinni ræktun. Land vort er ekki sjálfbjarga með landbúnaðarvörur, en verður jafnvel á „eðlilegum tímum“ að flytja mikið inn af kornvörum og kjarn- fóðri. Sjónarmið félagsins er, að stefna beri að því, að landbúnaðurinn og landið í heild verði sjálfbjarga í þessum efnum, að því marki, sem slíkt getur verið réttmætt þjóðhagslega séð. Þegar dæma skal um það, hvað réttmætt er þjóðhagslega séð, ber ekki eingöngu að taka tillit til fjárhags- hliðar málsins, heldur ber einnig að hafa í huga þau atriði, er snúa að matfangaöflun þjóðarinnar, ef landið yrði á einhvern hátt einangrað. Eitt er það atriði, sem þungt er á met- unum í þessu sambandi og það er að yfir- leitt eru býlin of lítil til þess að geta verið lífsbjörg heillar fjölskyldu, ef gengið er útfrá nútímatækni og sæmilegum lífs- kjörum. Þess vegna er það mjög þýðingar- mikið verkefni, að geta stækkað býiin. Bezta leiðin til þess er nýræktun. N. B. hefir um árabil haft mikinn á- huga fyrir byggingamálum sveitanna. M. a. stofnaði það árið 1922, „Byggingaskrif- stofu bændanna" (Böndernes Byggnings- kontor). Hýsing jarðanna er svo þýðingar- mikill þáttur í lífskjörunum, að nauðsyn- legt er að fórna henni jafn mikilli athygli eins og t. d. baráttunni um jafnrétti bænd- anna við aðrar stéttir, á öðrum sviðum. Eins og nú háttar er mikið unnið til þess, að bæta og auka húsnæði vinnufólksins í landbúnaðinum, m. a. með því, að fá rýmri skammt af byggingarefni. b) N. B. berst af öllum mætti fyrir því, að viðhalda og treysta landbúnaðinn í fjalla- og fjarðahéruðum. Vér erum þeirr- ar skoðunar, að verði landbúnaði hætt í þessum sveitum (myndi slíkt oftast koma fram þannig að fólkið flytti í burtu) yrði slíkt óbætanlegt tjón fyrir landið allt, bæði fjárhagslega og menningarlega séð. Héruð þessi hafa mikla framleiðslumöguleika, sem með réttu rekstursformi og aðstoð, er hægt að nota til hagnaðar, bæði fyrir hvern ein- stakling og þjóðina í heild. í þessu sam- bandi er nóg að minna á heiðalöndin. Verkefnið er því fyrst og fremst að finna þær framleiðslugreinar og þá framleiðslu- háttu, sem hagkvæmust eru þssum héruð- um. Samtímis ber að ýta undir smáiðnað til þess að gera hinn fjárhagslega grund- völl, í þessum byggðarlögum, fjölbreyttari og traustari. Þetta almenna sjónarmið á landbúnaðinum í fjalla- og fjarðahéruð- unum stangast engan veginn við þá skoð- un vora, að eitt og eitt býli geti verið þann- ig sett, að erfitt er að koma þar við nú- tíma búskap. Það eru ávallt einhverjar jarðir, sem af einni eða annari ástæðu eru þannig settar, t. d. vegna vegasambands, að naumast er forsvaranlegt að halda þeim byggðum. Slíkar jarðir hafa því ávallt verið að fara í eyði og munu sjálfsagt halda á- fram að verða eyðijarðir. En N. B. berst

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.