Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 25

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 25
FRE YR 231 ans, að þá gleymist tími og fyrirhöfn við byggingu hennar furðu fljótt, eins og flest- ir erfiðleikar og óþægindi, sem að baki eru, og að hún reynist mikilsvert tæki til að tryggja og létta þá atvinnugrein, sem hún er tengd og til að umbæta og fullkomna gæði þeirra afurða, sem í gegnum hana eiga að fara. Þegar gamla mjólkurstöðin var reist var henni ætlað afkastamagn, sem svaraði ca. 3—4 millj. lítra mjólkur, eða þar um bil á ári, en þó með nokkrum aukninga-mögu- leikum. Þegar ákveðið var með afurðasölu- iögunum, að gerilsneyða hér alla mjólk, sem í bæinn færi til neyzlu, og fólksfjöldi og neyzla mjólkur fór mjög ört vaxandi, og það, svo að nú er mjólkurneyzlan orðin á 12. millj. lítrar á ári, þá var það augljóst að mæta yrði þessum auknu kröfum til af- kasta og til fullkomnunar vöruvöndunar, eftir því sem frekast væri unnt. Voru þá tvær leiðir fyrir hendi að velja um í þessum efnum. Önnur var sú, að endurbæta og stækka gömlu stöðina og hin að byggja nýja. Um þetta var nokkur á- greiningur í upphafi, — en varð síðan að samkomulagi, í samráði við þáverandi landbúnaðarráðherra, að fengnir skyldu erlendir sérfræðingar til að skera úr um þetta efni. Og meðfram fyrir milligöngu þáverandi sendiherra í Kaupmannahöfn, herra Sveins Björnssonar, núverandi for- seta, var fenginn hingað, sumarið 1938, Erik Lund, húsameistari frá Kaupmanna- höfn, sem var aðalhúsameistari mjólkur- búanna í Danmörku. Og sumarið 1939 kom hann aftur ásamt prófessor Kjærgárd Jensen, forstöðumanni danska tilrauna- mjólkurbúsins og Telvad verkfræðingi frá „Silkeborg Maskinfabrik,“ en frá því firma voru vélar gömlu mjólkurstöðvarinnar. Um haustið sendu þeir svo samhljóða á- litsgjörð um, að hagkvæmara og betra væri að byggja nýja mjólkurstöð, — bæði vegna þrengsla til viðbygginga á gömlu lóðinni, svo og erfiðleika að koma þar fyrir öllum vélum af nýjustu og fullkomnustu gerö, og þyrfti til þess geysibreytingar og umbygg- ingu á gömlu stöðinni sjálfri. Eftir að álitsgjörð þessi kom var ein- rórna samþykkt, af þáverandi stjórnar- nefnd, að hefjast handa sem fyrst um byggingu nýrrar stöðvar. Var það sam- þykkt á fundi nefndarinnar hinn 30. júlí 1939 og voru þá í stjórnarnefndinni þessir menn: Egill Thorarensen, kaupfélagsstjóri. Guðmundur Oddsson, framkvæmdastj. Hannes Jónsson, dýralæknir. Jakob Möller, núv. sendih. í Kaupm.h. Jón Hannesson, bóndi í Deildartungu. Magnús Þorláksson á Blikastöðum og Sveinbjörn Högnason á Breiðabólsstað. Upphaflega var ákveðið að byggja stöð- ina, og fengin lóð undir hana hjá ríkinu, við Skúlagötu, hjá Fiskifélagshúsinu og voru teikningar gerðar fyrir hana þar, af þeim Erik Lund og Þóri Baldvinssyni húsa- meisturum, en síðar var horfið frá því ráði vegna þrengsla og annars óhagræðis, sem þar var talið vera. Var þá leitað til borgar- stjóra þáverandi, Bjarna Benediktssonar, og bæjarstjórnar, um hentugri og rýmri lóð undir hana. Og eftir allnánar athuganir, bæði af yfirvöldum bæjarins og skipulags- nefnd, var góðfúslega látin í té þessi leigu- lóð bæjarins, sem stöðin hefir nú verið á reist, með bréfi borgarstjórans frá 18. júlí 1942. Hafði einnig verið gefinn kostur á annarri lóð, en við töldum þessa henta betur. Þegar lóðin var fengin var þegar hafizt handa um bygginguna, er teikning-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.