Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1949, Page 41

Freyr - 01.07.1949, Page 41
FREYR 247 öld, að því er Veðurstofan hermir, að minnsta kosti á Norðurlandi. Meðalhiti maímánaðar var á Akureyri aðeins 0,2 stig. Manni verður á að álykta: Er ísöld að renna upp? En hafís var ekki landfast- ur, sást aðeins við og við á reki fyrir ströndum úti. í Reykjavík var meðal-hiti maímánaðar 3,6 stig, en meðal-hitastig þessa mánaðar 6,1 stig á því tímabili, sem veðurathuganinr hafa farið fram. Ekkert hefir áhrif á afkomu landbúnað- arins eins og veðráttan og löngum hafa vorin verið'viðsjálust í baráttu bóndans og björgun búpeningsins. í þetta sinn var almennt talið, að hey- birgðir væru góðar og mikið til af kraft- fóðri í landinu. Þess var heldur ekki van- þörf, því að þegar sauðfé er á húsi um allt land þangað til 5—6 vikur af sumri — já, víða þangað til í fardögum og sums staðar þangað til 7 vikur af sumri, þá er von að orðið sé snautt um birgðir bænda. Enda hefir sú raun á orðið í þetta sinn, að hey hefir um allt land verið flutt milli býla innan sveita, hver hefir þar hjálpað öðr- um eftir getu. Þar að auki hefir verið flutt fóður milli héraða og meira að segja á milli landshluta. í maímánuði var aðalflutn- ingur strandferðaskipanna fóður — kraft- fóður, til þeirra sem þurfandi voru, og að lokum urðu allir þurfandi þess. Þegar þetta er ritað er 8. vika sumarins að byrja, en þar sem bezt er sézt aðeins litur á túnum, mörg tún eru enn ekki farin að litkast og í útkjálkasveitum norðanlands og vestan er allt hulið snjó — vetrargaddurinn er þar enn í algleymingi. Það er víst ekki fjarstæða ein er menn segja: „Annað eins man enginn núlifandi." Það gildir ef til vill ekki um allt land, en það mun vera sannmæli sums staðar. Eig- inlega hefir samefldur vetur ríkt síðan með septemberkomu í fyrra, en eins og áð- ur hefir verið um getið, urðu hey úti í Þingeyj arsýslu, og ef til vill víðar, af þeim ástæðum. En svo er fyrir að þakka, að vel tókst til um útvegun kraftfóðurs, svo að ekki varð fellir. En harðindi hafa verið — ósýnt er hvernig farið hefði ef hafísinn hefði lokað siglingaleiðinni til Norðurlands í maíbyrj- un. — Eitthvað hefir týnzt af lömbum, meira en venja er til, en vonandi er að ekki hafi fjárskaðar eða missir orðið, sem neinu nemur, þó þröngt hafi verið í ári. Um það eru engar fregnir. Reynslan er dýrkeypt, en reynsla þessa árs segir okkur, að góð- æri undanfarins tímabils þýði ekki að loku sé skotið fyrir heimsókn harðinda á ís- landi. ★ Loksins — loksins — 15.—20. júní, þegar blaðið var að fara í prentun, hefir veðr- áttan skipt skapi. í stað norðaustan strekkings, élja og frosta, koma þýðindi með sól og regni af suðri. Ekki mátti síðar vera en vel hefði fyrr þegin sumarkoma. Hey voru þrotin, en tún tæpast græn og í útsveitum, á vissum stöð- um landsins, var jörð að mestu snævi þak- in um miðjan júní. Kýr voru víðast látnar út um þetta leyti, en litlu munu þær hafa safnað þar öðru en sinustráum. Sunnanlands var víðast búið að setja kartöflur í jörð um miðjan júní, en óvíða vestan, norðan lands og austan. Vorstörf öll voru í þetta sinn 4—6 vikum á eftir á- ætlun. Þess vegna mun lítt verða unnið að byggingum í sveitum á þessu sumri, en á því sviði var mikið fyrirhugað.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.