Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1949, Síða 18

Freyr - 01.07.1949, Síða 18
224 FRE YR Um uppskeruna er þaS að segja, að töðu- fallið hefir 5-faldast, útheysöflun er að hverfa úr sögunni en kartöfluuppskeran var nákvæmlega 25 sinnum meiri 1948 heldur en 1928, og eyðilagðist þó talsvert á ökrunum sökum illviðra og frosta á síð- asta hausti. Ég veit ekki hvar á íslandi er heil sveit, sem getur sýnt stærri skref þró- unar í þessum efnum, heldur en hér getur. Væri viðeigandi að lesendurnir hugleiddu þetta og segðu til, ef fremra dæmi mætti finna, en aðrir mættu taka þetta sér til fyrirmyndar. Hér hefir sannkallað land- námsfólk verið að verki. Og enn er það að störíum. Skurðgrafa kom þangað fyrst í fyrra og hefir hún nú skapað möguleika til áframhaldandi ræktunar þar sem áður var of votlent. Þá er von á tveim beltis- dráttarvélum til sambandsins nú og drátt- arvélar eru á 12 jörðum í hreppnum. Allar jarðir hafa verið hýstar, að einni undanskilinni; bæði íbúðar- og peningshús eru í góðu lagi. Kartöfluræktina er fyrir- hugað að auka enn, en áburðarskortur hefir hindrað vöxt hennar á síðustu ár- um. Auk töðu er ræktað grænfóður handa kúnum. Bændur líta yfirleitt björtum augum á framtíðina, því að mikið hefir unnizt en miklu meira er hægt að gera með hjálp Skurðgrafa að starfi á Svalbarðsströnd. Ljósm.: O. Þ.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.