Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 33

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 33
PRE YR 239 miililiðalaust. Hver veit hve langt við kom- umst á þeirri braut? Blaðgræna grassins og annarra jurta, bindur sólarljósið, og ílytur nokkuð af þeirri óhemju orku, sem sólin býr yfir, til jarðarinnar. Sólin er móðir lífsins á jörð- inni, og græna blaðfruman er tengiliðurinn, nafiastrengurinn. Einn mikilsverðasti milliliðurinn milli grassins og mannsins er sauðkindin. Kýrin er að vísu fóstran, sem ekki má gleyma, en ekki hafa not eða samskipti manna og nautkindarinnar verið svo marg- þætt hér á landi, að veruleg spor hafi skiíið eftir í skaphöfn og þjóðarsái. Hesturinn var að vísu þarfasti þjónninn á vissan hátt, og þjóðinni nátengdur og ó- missandi. Og víst er um það, að þeir sem voru fæddir til að skilja og meta hesta, áttu þar konungsríki og konungdóm, sem ekki varð af þeim tekinn. En þetta varð ekki allra. Margir voru utan við þennan unaðsheim. Þeir létu hestinn að vísu þræla fyrir sig, en leyniþráðinn, sem tengdi mann og hest, vantaði. Nokkru öðru máli gegndi um sauðkindina. Hún var að vissu leyti allra. Lömbin voru öllum yndi og eftirlæti. Þau og vorið sjálft, voru uppistaðan í fagn- aði þjóðarinnar, sem þýddi ham vetrarins, er hlaðist hafði utan um muna mannsins í skammdeginu. Einn góður höfuðstaðarbúi, sagði við mig fyrir skömmu: „Ef íslendingar slíta samband sitt við sauðkindina, held ég að þeir bíði tjón á sálu sinni.“ Eftirtektarverð orð, fannst mér. En ég hefi nú ævinlega haft svo mikið yndi af sauðfé. En eru nú þetta staðlausir stafir? Kaj Munk segir: „Allir, sem eitthvað hef- ir orðið úr, hér í Danmörku, hafa byrjað sem smalar á Jótlandsheiðum." í heilagri ritningu, er mikið talað um hjörð og hirða. Þeir voru margir merkilegir menn, og eflaust hafa margir þeir, sem lengst komust meðal Gyðinga, verið hjarð- menn eða smalar í æsku, fleiri en Davíð konungur. Margir fegurstu staðir í Nýjatestament- inu víkja að hjarðmennsku, og hinar dá- samlegustu líkingar og áhrifamestu siða- prédikanir þaðan runnar. Hugtakið Guðslamb er alheimstákn hins saklausa og góða, þess góða máttar, sem að lokum veröur þess megnugur að útrýma hinu illa úr mannlífinu, gera jörðina að paradís og mennina hamingjusama. En hverfum nú heim til okkar eiginlands og þjóðar. Hvað hefir mjúka og græna gras- ið og sauðkindin verið fyrir þessa þjóð? Ég segi: snarasti þátturinn í líftaug okk- ar, sbr. orðtakið: sveltur sauðlaust bú. Frá sauðkindinni höfum við þegið hin kostamestu næringarefni og hið mesta linossgæti vort, sauðakjötið og sauðamjólk- ina, og hinn „hvíta mat“ sem úr henni var unninn: smjör, skyr og osta, sem allt er þrungið orkugefandi lífefnum. Ekki má gleyma ullinni, sem hefir skjól- fatað þjóðina. Fataefni, sem er svo ágætt og hentugt í íslenzku veðráttufari, að betra verður ekki kosið. Og ullin hefir í tvennum skilningi vermt þjóðina, bæði þegar hún var orðin að klæð- um, og rneðan hún var unnin, og er það ekki síður mikilsvert. Starf og vinna og starfs- og vinnugleöin er enn hin sannasta og drýgsta auðs- og hamingjuuppspretta, sem þekkist í mann- heimum. Sú gleði, er starfið veitir, er ósvik- ul og bregst ekki, og öllum tiltæk, sem heil- an hafa huga og hönd og verkefni. Það er ósannað ennþá, að nokkurt gerfi- efni geti leyst vinnuna af hólmi, og fært mönnum sanna lífshamingju eða þroska. Hversu mörg kerfi íþrótta, lista eða skemmtana, sem upp verða fundin, þá er ég sannfærður um, að þau eru aðeins góð til uppfyllingar og tilbreytni, en ekki sem aðaluppistaða athafnalífs vors. Og þess vegna er það háskaleg villukenning, að vinnan, eða efnislegt starf, sé böl og þrælk- un, sem mannkyniö þurfi að losna við, en láta í þess stað dauðar vélar vinna allt fyrir sig. Merkur enskur vísindamaður hefir ný- lega sagt, að líkamleg vinna sé hverjum manni nauðsynleg til menntunar og and- legs þroska. Þetta er skiljanlegt. Maðurinn hefir bæði líkama og sál, hann verður því

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.