Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1949, Page 29

Freyr - 01.07.1949, Page 29
FRE YR 235 að farsælli og myndarlegri lausn þessa máls, í orði og verki, nærstöddum og fjar- verandi. Við þökkum ríkisstjórnum þessara ára fyrir skilning, aðstoð og margvíslega fyrir- greiðslu og háttv. Alþingi fyrir styrk og vel- vilja til þessa máls. Við þökkum stjórn bæjarins fyrir lóð og annan stuðning, sem hún hefir veitt i þessu efni. Við þökkum sendiráðum okkar erlendis fyrir margvislegar fyrirgreiðslur, er til þeirra hefir verið leitað, og við þökkum öllum verktökum og starfsmönnum fyrir vel unnin störf, fyrir áhuga og vandvirkni við, að allt mætti sem bezt úr hendi fara. Og nú er það einlæg ósk okkar allra, að landbúnaði vorum megi verða bæði sómi og styrkur um ókomna tíð, að þessari stór- felldu framkvæmd, sem sennilega er ein sú mesta er framkvæmd hefir verið á vegum hans, — og jafnframt vonumst vér til, að þeim tilgangi þessarar framkvæmdar verði náð, að bæjarbúar megi betur una hag sínum í þessum efnum, að hún verði þeim bæði til hagræðis og tryggingar um góðar og hollar neyzluvörur. Ef báðir þessir aðilar una betur hag sin- um og telja hann betur tryggðan, þá er tilganginum náð, í bráð að minnsta kosti. Stefán Björnsson: Vélar og starfshættir Mjólkurstöðvarinnar Hér verður lýst, i stuttu máli, starfshátt- um i nýju mjólkurstöðinni í Reykjavík. Mjólk, sem flutt er til stöðvarinnar í brús- um, er vigtuð í innvigtunarherberginu, sem er sunnarlega í vesturhliðinni á neðri hæð hússins. Þegar mjólkinni hefir verið hellt í vogina eru tekin af henni sýnishorn, ýmist til að mæla feitiinnihald hennar eða afla upplýsínga um gerlainnihaldið. Þessi sýnis- horn eru rannsökuð í rannsóknarstofu, sem er við hliðina á innvigtunarherberginu. Þegar brúsarnir hafa verið tæmdir eru þeir þvegnir í brúsaþvottavél, áður en þeim er skilað út á bílinn. Vél þessi getur þvegið 360 brúsa á klukkustund. Mjólkin er tæmd úr voginni í safnker — innvigtunarkerið, — en þaðan er henni strax dælt með dælu, sem afkastar tíu þús- und lítrum á klukkustund, inn í þrjá ein- angraða mjólkurgeyma, sem hver rúmar fimm þúsund litra. Mjólkurgeymarnir standa á gólfi í kjallaranum, en stinga toppunum lágt upp í gegnum loftið fyrir ofan — upp yfir gólfið á neðri hæöinni. Ef ekki hentar að gerilsneyða mjólkina strax, svo að segja um leið' og hún er vigtuð, og ef hún er ekki nógu köld til að geymast um stund, er hún lcæld í mjólkurkælivél,

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.