Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2005, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2005, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST2005 Fréttir DV - Svarthofði Svarthöfði hefur alltaf verið mað- ur einkaframtaksins og dáðst að frumkvöðlum hvers konar. Þess vegna hafði Svarthöfði sérstaklega gaman af því að lesa um viðskiptafé- lagana Sigurð Bollason og Magnús Ármann í Helgarblaði DV. Þeir félag- ar hafa, þrátt fyrir ungan aldur, auðgast mikið á undanförnum árum og setjast nær vikulega í stjómir stórfyrirtækja. Svarthöfði tekur ofan fyrir Sig- urði og Magnúsi sem hafa nýtt sín tækifæri í viðskiptalífinu vel. Báðir eru þeir af viðskiptafólki komnir en heita má að foreldrar þeirra séu orðnir hálfgerðir fátæklingar miðað við synina. Svarthöfði naut þeirrar gæfu að vera samskóla Sigurði Bollasyni. Svarthöfði hefur alltaf verið með gleggri mönnum og sá fljótt í hvað stefndi. Smjör draup af hverju strái hjá Sigurði, velgengnin og hann virt- ust ganga hönd í hönd allan skóla- tímann og óhætt er að segja sú sé enn raunin í dag. Lítil vandræði á Akureyri Hátíðin „Ein með öllu" sem haldin var á Akureyri um helgina fór vel fram. Að sögn lögreglu komu upp rúmlega tuttugu fíknieftia- mál sem öll vom smá í sniðum. Engar alvarlegar líkamsárásir voru kærðar en eitthvað var um að lög- regla þyrfti að hafa afskipti af minniháttar ryskingum. Talsmaður Lögreglunnar á Akureyri segir að hátíðin hafl gengið vel fyrir sig án allra slysa og meiriháttar leiðinda og þótti honum gestir hátíðarinnar almennt prúðir. Svarthöfði þekkir hvorki haus né sporð á viðskiptafélaga Sigurðar, Magnúsi Ármann. Svarthöfði segir þó við Magnús að ber sé hver að baki nema bróður eigi. Magnús er í flottum málum með Sigurð sér við hlið. Þessir tveir ungu menn hafa tekið íslenskt viðskiptalff með trompi og kaupa nú fyrirtæki eins og aðrir kaupa sér einn lítra af mjólk. Svarthöfði gleðst með Sigurði og Magnúsi. öfundarmenn hafa spunnið upp sögur um þá félaga eins og gengur og gerist en Svart- höfði fellur ekki fyrir þeim. Svart- höfði þekkir sitt heimafólk og veit úr hverju það er gert. Sigurður Bolla- son er kominn þangað sem hann er kominn af eigin rammleik og visku, engu öðru. Svarthöföi Blásið í blöðr- urá Bakka Að sögn Birgis Guðjóns- sonar, eins mótshaldara í Vestmannaeyjum, var dál- urinn ennþá fullur af fólki snemma á mánudagsmorg- un en þeir fyrstu voru fam- ir að taka saman dót sitt. Birgir giskar á að um tíu þúsund manns hafi verið á Þjóðhátíð. Flogið var frá Vestmannaeyjum með þjóðhátíðargesti í allan gærdag, bæði til Reykjavík- ur og á Bakka. Ingólfur Waage í lögreglunni á Hvolsvelli sagði að Bakka- eftirlitið hefði verið virkt um helgina. Þetta þýddi að allir sem komu með flugi ffá Eyjum að Bakka voru látnir blása í blöðmr áður en þeir fóm upp í bfla sína. Millar af eiqin rammleik í kjölfar birtingar álagningarseðla hafa laun yfirmanna stórfyrirtækjanna hér á landi vakið mikla athygli. Laun þeirra hafa hækkað upp úr öllu valdi á meðan laun almennings standa meira eða minna í stað. Pétur H. Blöndal alþingismaður segir almenningi ekki koma við hvað ofurforstjórar eru með í laun nema að það skaði ímynd fyrirtækjanna. Ingihjöpg segir „ofurlein" kemin úr öllu samhengi Á meðan laun ofurforstjóra hækka um allt að 300% hækka laun almennings aðeins um þrjú prósentustig á ári samkvæmt kjara- samningum. Mörgum þykir þetta óeðlileg þróun. Alþingis- mennirnir Pétur H. Blöndal og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eru á öndverðum meiði varðandi málið. „Það er ljóst að íslensk fyrirtæki eru farin að starfa erlendis og laun stjómenda taka mið af aðstæðum þar,“ segir Pétur H. Blöndal, al- þingismaður Sjálfstæðis- flokksins. Hann segir þó yfir- menn ekki njóta sama starfsöryggis og aðrir. „Þeir sem em í starfi þar sem launin em svona há ættu að vera valtir í sessi. Þetta sýnir ákveðið mat á gildi góðrar stjórnunar sem er áberandi er- flendis. Hér á landi hefur stjórnun ekki | verið metin eins mik- I ils en virðist vera að breytast," segir Pétur. Gliðnun í samfélag- inu Samstarfsmaður Péturs á þingi, Ingibjörg Sólrún Gísla- / dóttir formaður Samfylkingar- innar, hefur áhyggjur af þróun- inni. „Launabilið er að verða alltof mikið. Það er að verða ákveðin gliðnun í samfélaginu," segir hún. Ingibjörg Sólrún segir þetta hafa verið þróunina erlendis en hún sé samt ekki af hinu góða. „Þetta sem er að gerast .. hér á „Ég hefekkert á móti þvíað fólk hafí há og góð laun en þessi „ofurlaun" eru komin úr öliu samhengi." landi hefur gerst annars staðar. Það em að verða til það sem ég vil kalla „ofurlaun" og þau em komin úr öllu samræmi við önnur laun. Þetta gengur þvert á það jafnræði sem hefur einkennt íslenskt samfélag. Ég hef ekkert á móti því að fólk hafi há og góð laun en þessi „ofurlaun" em komin úr öllu samhengi." Hefur einnig áhyggjur Pétur setur einnig spurn- ingarmerki við þróunina er- lendis. „Það má spyrja sig að því hvort þessi háu laun erlend- is fari ekki stundum út í öfgar," segir Pétur. Hann er þó ekki sátt- ur við að álagningarseðlar séu birtir og laun fólks gerð opinber. „Þetta er orðið úrelt fyrirbæri. Það em ógeðfelldar aðferðir að láta borgarana hafa eftirlit hver með öðrum og óþarfi þar sem að við höfum opin- bert skatta- eftirlit. Það ætti ekki síð- að birta hverjir fá bætur frá rfldnu. Mér þykir alvarlegra að stunda bóta- svik en skattsvik, þótt hvort tveggja sé alvarlegt. Það ætti engum að koma við há laun stjómenda nema hluthöfum." kjartan@idv.is K V Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Segirhæstu launin vera komin úr samhengi við íslenskt samfélag. Sjá umfjöllun DV á síðu 10-13 Helgin á Vík og Kirkju- bæjarklaustri Unglinga- landsmót UMFÍ var haldið á Vflc í Mýrdal um versl- unarmannahelg- ina. Ómar Stef- ánsson, starfs- maður UMFÍ, sagði mótið hafa gengið vel og að um 7- 8 þúsund manns hefðu ver- ið á svæðinu. Fullt var á tjaldstæði staðarins. Á móti sól og fleiri hljómsveitir spiluðu en engin nætur- dagská var á svæðinu. Ómar segir að fundað hafi verið með lögreglu á hverj- um morgni, en allt fór vel fram og engin mál komu upp. Á Kirkjubæjarklaustri var ekki skipulögð dagskrá en alls voru um 3000 manns á tjaldstæði staðar- ins. Pétur H. Blöndal Segir að þeir sem eru hátt launaðir ættu að vera valtir I sessi. Hvernig hefur þú þaö? „Ég hefþað mjög gott. Gæti ekki haftþað betra, “ segir Sigurður Þ. Ragnarsson jarð- og veöur- fræðingur.„Ég var að vísu að vinna um helgina og komst þvi ekki í útilegu til að njóta þess sem Island hefur upp á aö bjóða. Ég ersamt mjög sáttur við að veðurspárnar rættust i megin- atriðum. Þeir sem voru svo heppnir að vera á Austurlandi fengu þó besta veðrið. Þar var fólk kannski ekki í sól og brakandi blíðu en slapp þó að mestu við rigninguna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.