Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2005, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2005, Qupperneq 25
Fjölskyldan DV ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST2005 25 Heimagert minnisspil Efnl: Karton-pappír eöa miðlungsþykkur pappír, til dæmis umbúðir af morgun- korni. Skemmtilegar myndir úr pöntun- arlistum, eigin teikningar, kort, gamall gjafapappír, útprentanir úr tölvu osfrv. Límstifti, bókaplast og skæri. Aðferð: Byrjið i þvf að klippa út jafnstóra fer- hyrninga úr karton-pappfrnum, ca. 40 ferhyrninga fyrir 20 samstæður, sfðan er að finna hentugar myndir til að nota á spjöldin. Finna þarf tvær eins myndir af hverjum hlut til að hægt sé að mynda samstæðu, t.d. tvo þrfhyrninga af sama lit osfrv. Eða finna tvær myndir sem passa saman, eins og disk og hnífapör, skó og fót, osfrv. Það er hægt að gera þetta á allan mögulegan máta. Þegar búið er að klippa út myndirnar og Ifma þær á karton-ferhyrningana er mjög Finna þarf tvær samstæður Einnig mega það vera tvær andstæður en það er frekar fyrir eldri börn. gott að plasta þá með bókaplasti til að þeir endist betur. Spilið er svo spilað þannig að öll spjöldin eru lögð á hvolf á borð og þátttakendur skiptast á að snúa við tveimur spjöidum og reyna að fá samstæðu. Mikilvægt er að barnið nefni þá hluti sem eru á myndinni til að örva málþroska og hugtakaskilning. Sá vinn- ur sem fær flestar samstæður. Hægt er að gera þetta með börnum eldri en tveggja ára. BARNAVÖRUVERSLUN - GLÆSIBÆ sfmi 553 3366 - www.oo.is Dottandi Ungtingar viljagjarnan vaka lengi og það bitnar á lidaninni daginn eftir. 6ráð fyrir foreldra þreyttra unglinga Margir foreldrar ungiinga kannast við að erfitt er að draga þá á lappir á morgnana. Unglingar þurfa að sofa um 8,5 til 9,25 tíma á nóttu en algengt er að nátthrafninn í þeim taki völdin og þau séu geispandi daginn út og inn. 1. Best er að koma upp venju Skikkaðu unglinginn tilað fara alltafá sama tíma að sofa og á fæt- ur á morgnana og passa verður að halda reglunni líka um helgar og f fríum. Auövitað er eríitt að fara al- veg eftir þessu en best er efvenjan fer úrskeiðis að laga hana strax. 2. Lýstu upp tilveruna Um leið og unglingurinn vaknarer gott að koma honum í birtu eins fljótt og auðið er. Birtan hjálpar til við að láta heilann vita hvenær á að vakna. Á kvöldin á ekki að vera í björtu Ijósi rétt fy'rir háttatíma. 3. Kynntu þér málið Lærðu að þekkja einkenni oflítils svefns og þreytu. Efunglingurinn þarfmargar vekjaraklukkur til að vakna og er dottandi á daginn fær hann ekki nægan svefn. Spurðu kennarann hversu vakandi hann er í tímum. Hafðu í huga að mörg þreytueinkenni, eins og einbeiting- arskortur og skert minni, líkjast ein- kennum ofvirkni. 4. Deildu vitneskjunni Fræddu unglinginn um mikilvægi svefns og hve oflítið afhonum get- urhaft áhrif. Ónógur svefn getur valdið pirringi, depurð og getur bitnað á einkunnum. Einnig getur oflítill svefn valdið skertri getu í íþróttum og tölvuleikjum. 5. Blundur Það er ekkert aö því að leggja sig, á réttum stað og á rétturh tíma. Blundurinn þarfað vera milli klukkan eitt og fjögur og má ekki vera lengri en klukkustund. Það er áriðandi að unglingurinn sé ekki nýbúinn að borða stóra máltíð þvf erfítt er að vakna eftir blund á full- an maga. 6. Rólegheit Best er að síðasta klukkustundin fyrir háttatíma sé róleg og ekki er ráðlegt að læra, vera í tölvunni eða lesa mikið á þessum tíma. Það er einnig slæmt fyrir unglinginn að sofna með sjónvarpið í gangi. Spilað á spil Gott er að gefa sér tíma daglega til að sinna einungis barninu. Gæðatími nauðsynlegiir fyrir börnin f nútímaþjóðfélagi er oft naumur tími til samvista með fjölskyldunni. Foreldrar þurfa að sinna vinnu, bömin eru í skóla og sinna tómstundum og það virðist oft sem of fáar klukku- stundir séu í sólarhringnum. Það getur verið góð hugmynd að samræma tíma fjölskyldunnar svo að allir geti borðað saman máltíð ailavega einu sinni á dag og oftast er best að það sé kvöldverður þar sem fólk borð- ar hádegismat í vinnu eða skóla og hætta er á að morgunverður sé borð- aðuríhasti. Bömunum er mikilvægt að hafa ákveðið skiptilag og sameiginlegar máltíðir gefa þeim kost á að segja frá viðburðum dagsins. Böm kunna að meta að sérstakir dagar séu fráteknir fyrir samveru með þeim. Gott er að skipuleggja þetta með bömunmn og hafa þá kannski fasta sundferð með mömmu á sunnudög- um eða gönguferð með pabba á mið- vikudögum. Þegar bömin spyrja ykkur spum- inga eða vilja ræða um eitthvað er áríðandi að gefa þeim nægan tíma. Ef þau fá alltaf að heyra „ekki núna" eða „ég hef ekki tíma" missa þau áhugann á að deila hugsunum sínum með ykkur. Það er líka hollt íyrir fjölskyld- una að vera meira saman. Það er hægt að gera allt mögulegt, fara í leiki, spila, fara f bíó eða á tónleika. Lengd tímans er ekki aðalatriðið heldur gæðin. Fyrir þá sem vinna langan vinnudag, að ekki sé talað um þegar eitt foreldri sér fyrir heimili, er sniðugt að taka frá tíma á hverjum degi til að sinna einungis baminu og sá tími þarf ekki að vera lengri en hálftími. Það er þekkt að ef bami er vel sinnt um stund og því jafnvel kenndir leikir, þá er auðveldara fyrir það að hafa ofan af fyrir sér sjálft á meðan foreldrar sinna eldamennsku eða öðm. þeirra aldri stundi frekar aðra vinnu. Stefnt á framhaldsnám Magnús, Maren og Þóra stefna öll á menntaskólanám í haust, Magnús og Þóra fara í MR og Maren í MFI, og þau telja öruggt að þau muni fara í háskóla að menntaskólanum lokn- um. Krakkamir em allir á móti því að menntaskólanám sé stytt í þrjú ár. Þau telja að þessi ár eigi að vera þau bestu, þar sem eigi að njóta þess að vera í námi, kynnast öðrum og stunda félagsh'f af krafti. Þau telja að 19 ára gamalt fólk sé ekki endilega tilbúið að fara í há- skólanám og eigi jafnvel erfitt með að velja námsleið. Auk þess vilja þau meina að val skerðist þegar náms- tíminn styttist og em ekki ánægð með það og telja að það gæti haft þau áhrif að færri sæki í menntaskóla. Þóra segir að ef gera eigi breyt- ingar í þessa átt eigi þróunin að vera hægari og þau benda öll á að það þurfi ekki alltaf að apa allt eftir öðr- um þjóðum, „þetta er ísland, við emm ekki eins og neinir aðrir". Margir nota eiturlyf „Það er ótrúlegt hvað það em margir sem nota eiturlyf, fleiri en maður hélt," segir Maren og Þóra og Magnús em sammála því. Þau segja stóran hóp unglinga drekka en finnst oft ótrúlegustu krakkar vera famir að nota eimrlyf. Hvað varðar umræðuna um að krakkar og ung- lingar hangi mest inni að horfa á sjónvarp og leika sér í tölvunni segja þau að það sé alger minnihluti sem það geri. Krakkarnir em á því að það skipti ekki öllu þótt áfengi væri selt í búð- um. „Krakkarmunu alitaf geta nálg- ast það á einhvem máta," segir Þóra en Maren er samt skeptísk á hug- myndina. Þau em á móti því að lög- leiða kannabisefni og finnst að verði það einhvem tímann gert sé verið að gefa grænt ljós á neyslu þeirra og draga athyglina frá því hve skaðleg þessi efni em. Þeim finnst fáranlegt að fólk þurfi að vera tvítugt til að geta farið í Ríkið, sérstaklega í ljósi þess að við átján ára aldur getur fólk nokkum veginn gert það sem því sýnist, gift sig, það er fjárráða og getur tekið bíl- próf. Þeim finnst eins og það muni ekki gera mikið gagn að hækka bíl- prófsaldur í átján ár en finnst heldur að það mætti fara betur yfir reglurn- ar og hafa prófin erfiðari. Fordómar frekar hjá eldra fólki Krakkarnir taka eftir því að inn- flytjendur em margir í skólum og taka eftir fordómum gegn þeim. Þeir vilja þó meina að fordómarnir séu ekki einhliða og margir innflytj- endur grúppi sig saman og sýni ekki áhuga á að kynnast íslending- um. Krakkamir em ekki á móti því að hleypa fólki frá öðmm menningarsvæðum inn í landið en finnst mjög áríðandi að það byrji á því að læra íslensku. Maren nefnir að sérstakur ung- lingavinnuhópur sé fyrir krakka af erlendum uppruna og Magnús og Þóra em sammála henni um að það sé slæm hugmynd. Þeim finnst það ýta undir að krakkamir einangri sig og haldi sig saman og finnst mun sniðugra að fólki sé blandað saman því það ýti frekar undir að allir kynn- ist. f sambandi við kynþáttafordóma segir Magnús að eldra fólk sé haldið meiri fordómum en unglingar og stelpurnar taka í sama streng. En þau taka líka eftir fordómum í garð unglinga. „Unglingar em ágæt- ir en þeir em dæmdir eftir fáum," segir Magnús. Þau em sammála því að unglingar séu eins misjafnir og þeir em margir og það eigi ekki að dæma þá alla sem einn frekar en nokkurn annan aldurshóp. „Flestir em góðir og fólk verður að muna að unglingar em ffamtíð landsins," segir Þóra. ragga@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.