Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST2005
Fréttir DV
Öllu var til kostað til að draga eins mikla athygli að mælingu Hvannadalshnjúks og
hægt var. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra virðist hafa notað tækifærið til að
láta ljós sitt skína. Að sögn sérfræðinga fæst alltaf mismunandi niðurstaða úr mæl-
ingunum, enda toppurinn snjóskafl sem stækkar og minnkar með árferði.
Halldór Ásgrimsson
kynnir niðurstöð-
urnar Framsókn hefur
alltaf lagt grlðarlega
mikið / Imynd slna.
Forsetinn
pegn menn-
ingarhúsi
Hætt hefur verið við að
reisa menningar- og nátt-
úrusetur á Álftanesi. Hug-
myndin gerði ráð fyrir að
safhið yrði reist vestan
Bessastaða. Það hefur nú
verið tekið út af aðalskipu-
lagi. Ástæðan er sú að emb-
ætti forseta íslands, forsæt-
isráðuneytið og ríkislög-
reglustjóri lögðust ein-
dregið gegn þessum áform-
um. Bæjaryfirvöldum á
Álftanesi var ekki stætt á
öðru en að verða við þess-
um athugasemdum, enda
erfitt að taka slaginn við
dóms-, framkvæmda- og
löggjafarvaidið öll í einu.
200 barna-
verndarmál í
Reykjanesbæ
Bamavemdarmál kost-
uðu Reykjanesbæ rúmlega
26 milijónir á síðasta ári.
AUs komu 213 barnavemd-
armál upp í bænum en að-
eins 22 þeirra voru lögð
fyrir bamavemdamefnd.
Helstu ástæður fyrir af-
skiptum barnaverndar-
nefndar vom vegna van-
rækslu eða vangetu foreldra
og unglingamáfa. Mikil
áhersla er lögð á að vinna
öll mál í sem bestri sam-
vinnu við foreldra. Náist
það ekki em málin lögð fyr-
ir barnavemdarnefnd.
Óduglecjir að
endurvinna
Hafnarfjarðarbær hefur
ákveðið að fjarlægja
grenndargáma fyrir dag-
blöð og drykkjarfernur sem
staðsettir em í íbúðarhverf-
um í bænum. Ástæðan er
að gámarnir þar hafa litlu
skilað. Hins vegar hafa þeir
sem em við verslanir skUað
miklu og því er hugað að
því að koma gámum fyrir
við slíka staði. Það lítur því
út fyrir að Hafnfirðingar
vUji frekar keyra með
femur og dagblöð með í
verslunarleiðangur ffekar
en að losna við það í sfnu
hverfi.
Umstangið í kringum mælinguna á Hvannadalshnjúki í vikunni
var pólitískur farsi. Miklum fjármunum var eytt í þyrlu sem
ferjaði menn og tæki á tindinn í þriggja daga fjölmiðlaleik sem
endaði á tröppum Stjórnarráðsins. Þar kynnti Halldór Ásgríms-
son forsætisráðherra brosandi nýja hæð hnjúksins.
Hægt hefði verið að nota mun
einfaldari aðferðir tU að mæla hæð
Hvannadalshnjúks heldur en Land-
mælingar íslands notuðu í vikunni. í
fyrra fór hópur frá Jöklarannsóknar-
félagi íslands, undir stjóm Magnús-
ar Tuma Guðmundssonar, á
Hvannadalshnjúk og mældi tindinn.
Engar þyrlur vom notaðar og tók
mælingin aðeins þrjá tíma,
samanborið við þrjá sóiarhringa
Landmælinga íslands. Tæpum
metra munar á mælingunum;
nokkuð sem aUir em sammála um
að sé eðlilegt, enda er toppurinn á
Hvannadalshnjúki snjóskafl sem
minnkar og stækkar eftir veðri.
Farsi
Arnar Sigurðsson starfar hjá Loft-
mælingum. Hann segir það aígjöran
farsa að leggja jafn mikið í að mæla
snjóskafl og Landmælingar íslands
gerðu. „Það er margsinnis búið að
mæla þennan tind og skiptir litlu
hvort hann er 2011 metrar eða 2012.
Það mun aldrei fást endanleg mæl-
ing á tindinn því hann hækkar og
lækkar um nokkra metra á hverju
„Það er flogið með
menn íþyrlum, for-
sætísráðherran tíl-
kynnir um hæðina,
það virðistsem ríkis-
stofnanir séu að
sólunda skattféi í ein-
hvers konar fjölmiðla-
leik
ári,“ segir Arnar og bætir við. ,Ætli
Hvannadalshnjúkur sé ekki orðinn
dýrasti snjóskafl í heimi. Það er flog-
ið með menn í þyrlum, forsætisráð-
herran tUkynnir um hæðina, það
virðist sem rxkisstofnanir séu að
sólunda skattféi í einhvers konar
fjölmiðlaleik."
Aðrar aðferðir
Eitt af því sem gerir mælinguna í
ár athyglisverða er að notuð voru
GPS-tæki sem voru heUan sólar-
hring að mæla út hæð hnjúksins.
Einn sólarhringur fór því í að ferja
blaðamenn, tæki og rannsóknarað-
Ua upp á hnjúldnn. Sá næsti í að
mæla og á þeim þriðja voru niður-
stöðurnar kynntar með pompi og
prakt fyrir utan Stjórnarráðið.
Sem fyrr segir mældi Magnús
Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræð-
ingur HvannadaJshnjúk í fýrra. Hans
mæling tók þrjá klukkutíma.
Mikið umstang
„Þessi mæling olckar var gerð
fyrri partinn í júlí á síðasta ári,“ seg-
ir Magnús Tumi sem fékk engar
þyrlur undir hóp sinn. í staðinn
keyrði hann frá Grímsvötnum. Með í
för var Siv Friðleifsdóttir. Magnús
segir að einum metra muni á
hnjúknum frá hans mælingu tU
þeirrar nýju. „Það hefur bráðnað að-
eins af hnjúknum í sumar."
Eins og aðrir viðmælendur DV
staðfesti Magnús að enga endanlega
niðurstöðu væri hægt að fá á hæð
Hvannadalshnjúk. „Mér finnst samt
gaman að umstanginu í kringum
þetta í ár,“ segir Magnús í léttum
dúr.
Dýrmæt athygli
Landhelgisgæsla íslands er ein af
þeim stofnunum sem kom að verk-
efninu. DagmarSigurðardóttir, upp-
Uppi á Hvannadalshnjúki Toppurinn er
snjóskafl sem ekki er hægt að mæla endan-
lega.
lýsingafuUtrúi Landhelgisgæslunn-
ar, sagðist eklci geta gefið upp kostn-
aðinn við þyrluflugið. Hún segir
Landmælingar fslands hafa pantað
þyrlurnar og því verði reikningur
upp á útlagðan kostnað sendur tU
þeirra.
Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðar-
maður HaUdórs Ásgrímssonar,
bendir einnig á Landmælingar ís-
lands. Hann segir einu aðkomu for-
sætisráðherrans þá að hafa farið
upp á hnjúkinn og staðið svo á
tröppum stjómarráðsins og lesið
niðurstöðurnar.
Og lokaniðurstaðan virðist sú að
þó athygli sé oft mæld í atkvæðum
verður Hvannadalshnjúkur ekki
endanlega mældur.
simon@dv.is
Landsliðsþjálfarinn Viggó Sigurðsson var tekinn á teppið í gær vegna flugdólgsláta
Næst fær Viggó rauða spjaldið
Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálf-
ari í handbolta, bað í gær flugþjón
Icefandair sem og HSÍ afsökunar á
dólgslátum sínum um borð í Flug-
leiðavél. DV greindi frá því gær að
Lögregla hefði, síðastliðinn sunnu-
dag, þurft að fýlgja Viggó úr flugs-
stöðinni á Keflavíkurflugvelli eftir að
hann þreif í flugþjón. Viggó var á ferð
með ungmennalandsliði fslands sem
hann þjálfar.
Hvað liggur á?
Flugþjónn vélarinnar var hættur
að selja Viggó áfengi vegna ölvunar.
Landsliðsjálfarinn þráaðist hins veg-
ar við og fékk aðstoðarmann sinn,
Bergsvein Bergsveinsson, til að
kaupa meira áfengi fyrir sig. Þegar
flugþjónninn sá þetta og gerði athug-
semd, trylltist Viggó og reif í flugþjón-
inn. Atvikið var samstundis tilkynnt
og lögregluaðstoðar óskað.
Viggó Sigurðsson hringdi strax á
sunnudag í Einar Þorvarðarson hjá
„Það eru breytingar á jógastöðinni hjá mér/'segir Guðjón Bergmann jógakennari.„Ég var
að breyta nafninu úrJóga hjá Guðjóni Bergmann íJógamiðstöðina. Ég hygg á frekari
útgáfu og samstarfvið aðra jógakennara þegar fram líða stundir. Ég er llka að leggja upp
í hringferð með námskeiðið mitt Þú getur hætt að reykja, og fer á Akureyri, Egilsstaði
og Isafjörð í september og október. Annars iiggur mér ekkert á.“
HSÍ og sagði allt af létta. Málið var
engu að síður ekki rætt innan HSÍ fyrr
DV greindi frá atvikinu. „Menn vom
bara í sumarfríi. Það átti alltaf að taka
á þessu máli," segir Jóhann Ingi
Gunnarsson, formaður lands-
liðsnefndar, og þvertekur fýrir að
sópa hafi átt málinu undir teppið.
„Viggó sér eftir þessu og hafði frum-
kvæði að því að biðjast afsökunar.”
Hann segir málið litið alvarlegum
augum og það megi líta svo á sem að
Viggó hafi nú fengið gula spjaldið.
„Við sættum okkur ekki við svona
hegðun, Næst verður það rauða
spjaldið."
DV hafði samband við Viggó í gær
eftir fund hans og HSI og spurði hann
út yfirlýsingu sem var gefin út vegna
málsins. „Eg hef ekki lesið hana,"
svaraði landsliðsþjálfarinn og lagði á.
Jóhann Ingi Gunnarsson Kom á sátta-
fundi á milli Viggós og flugþjónsins.
Formaður landsliðsnefndar segir
að málinu sé ekki lokið innan HSÍ,
það verði rætt frekar. „Þessi uppá-
koma verður vonandi til þess að regl-
ur varðandi þessa hluti verði skerpt-
ar,“ segir Jóhann Ingi og bætir við:
„Því það er nú einu sinni þannig að
áfengið og dómgreindin fara alls ekld
saman.“ andri@dv.is