Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Blaðsíða 21
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST2005 21
Róbert og Björgólfur Thor
stjórnarformaður og aðaleigandi
Actavis Félagamir hafa unnið náið
saman að uppbyggingu Actavis sem nú
er orðinn alþjóölegur lyfjarisi.
dCt$ls/s
segir Róbert hafa verið vel liðinn, alltaf
vingjamlegan og ljúfan íviðmóti. „Það
hefur ekki komið mér á óvart hve langt
Róbert hefur náð í viðskiptalífinu.
Hann er mjög kappsamur, atorku-
samur og fylginn sér. Róbert er líka
afar hugmyndaríkur og fijór, fljótur að
sjá hvar tækifærin liggja, talnaglöggur
og hann greinir auðveldlega hismið frá
kjamanum. Hann er einnig þeim
kostum búinn að geta dreift verkefii-
um en tekur ekki allt á sínar herðar,
treystir starfsfólkinu fyrir því sem
hann felur þeim og er ekki að grípa inn
í. Hann nær líka að laða að sér gott fólk
og kemur auðveldlega auga á hvar
styrkur hvers og eins liggur. Og svo er
hann vel liðinn og vinsæll/' segir Bragi
og bendir á að það skipti miklu máfi í
fari stjómanda að samstarfsfólkinu líki
vel við hann.
Bent er á að einmitt sá eiginleiki
tryggi betur að starfsfólk vinni vel. Það
liggi í hlutarins eðli að líki mönnum
vel við yfirmann og húsbónda og þyki
jafnvel vænt um hann þá hafi menn
ríkari tilhneigingu tii að vinna vel og
finni til löngunar að gleðja og þóknast.
Stöðugt á ferðalagi
Actavis er með starfsemi út um
allan heim og um það bil sjö þúsund
starfsmenn. Helsta verkefni Róberts
er að fylgjast með starfseminni og
skoða ný tækifæri. Menn em sam-
mála um að hann sé fljótur að sjá
þau. Hann ferðast mikið og meira en
helming ársins er hann fjarri við
vinnu. Róbert og Ýr áttu um tíma
heimili í London og þau hafa einnig
búið í Þýskalandi. Ýr segir mann sinn
vera mikinn fjölskyldumann en
vinna hans krefjist þess hins vegar að
hann geti ekki tekið þátt í uppeldi
barnanna eins og hann kysi. Því hef-
ur dagleg umsjá heimilis og barna
ffernur verið á hennar herðum. „Þeg-
ar Róbert er í ffíi þá nýtur hann þess
að vera með börnumnn og stússast á
heimilinu. Hann er góður kokkur,
reyndar mjög góður og hefur gaman
af að borða góðan mat. Hann er af-
skaplega þægiiegur í sambúð, skiptir
sjaldan skapi og þó að honum renni í
skap þá hefur hann mikla stjóm á
sjálfum sér.“
Þau hjón reyna að fara út úr bæn-
um á sumrin þegar þau geta. Þá fara
þau í sumarbústað fjölskyldunnar og
hafa það gott. Þau eiga stóran hóp
sameiginlegra vina sem bæði þekkja
vel allt frá menntaskólaárunum. „Við
höfum gaman af að bjóða til okkar
vinum og gerum það þegar tilefhi er
til en erum ekki mikið út á við. Finn-
um okkur best í ferðalögum eða inn-
Þegar Róbert er í fríi þá nýtur
hann þess að vera með börnunum
og stússast á heimilinu. Hann er
góður kokkur, reyndar mjög góður
og hefur gaman afað borða góðan
mat. Hann er afskaplega þægilegur
í sambúð, skiptir sjaldan skapi."
an veggja heimilisins. Lesum og njót-
um rólegheitanna," segir hún.
Umdeildur í upphafi vegna ald-
urs
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir ffam-
kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs
hjá Actavis segir að á sínum tfrna þegar
Róbert kom til starfa hjá fyrirtækinu
hafi aðkoma hans verið með þeim
hætti að starfsfóik hafi ekki verið á eitt
sátt með breytingamar. Hún hafi verið
ein þeirra. „Það kom mér hins vegar á
óvart hve fljótur hann var að kynnast
rekstrinum og gangi hans. Ég skipti því
fljótlega um skoðun á þessum unga
manni sem mér fannst í upphafi helst
tii ungur. Hann sýndi fljótt að hann
hafði alia burði til að stjóma fyrirtæk-
inu. Hann gerir miklar kröfúr til sjáffs
síns og gerir að sama skapi kröfur til
starfsfólksins. Hann á gott með að
drífa fólk áfram og ég held að menn
séu alltaf á tánum við að gera betur og
betur," segir Guðrún og bendir á að
ótrúlegt sé hvað Róbert eigi gott með
að hrífa fólk með sér. „Þeir sem hér
vinna em afar stoltir af fyrirtækinu og
starfsandi er mjög góður. Menn bera
líka úr bítum í samræmi við það og ég
held að við hjá Actavis séum vel sam-
keppnishæf við önnur fyrirtæki í laun-
um. Hér er heldur ektó hröð starfs-
mannavelta og ég held að fólk sé al-
mennt ánægt," segir Guðbjörg.
Allir sem DV ræddi við að þekkja
Róbert em sammála um ágæti hans.
Menn tóku sérstaklega ffarn að dugn-
Elskar að vera heim
Róbert er góður kokku.
með að setja vinnuna i
þegar hann ermeð fjöi
aður hans og atorkusemi sé við-
bmgðið auk þess sem hann sé gæddur
góðum gáfum og miklum metnaði til
að ná langt. Hann hafi það til að bera
sem góður stjómandi þurfi enda dugi
metnaður, góðar gáfur og dugnaður
skammt. Meira þurfi til að skara fram
úr og líklega sé sá eiginleitó hans að
vera skarpur og hve fljótur hann er að
sjá tækifæri, og virkja samstarfsfólk,
þeir kostir sem komið hafa Róberti
Wessman eins langt og raun ber vitni.
Þegar hann byrjaði hjá Delta árið 1999
störfuðu þar um 100 manns og var
starfsemin þá einungis á íslandi. Á
þeim tíma hefur fyrirtætóð yaxið mikið
með verksmiðjur í 5 löndum og sölu-
skrifstofur í 30 löndum. Starfsmenn
em nú um 7000 talsins og veltan yfir 40
milljarðar á ári. Stærstu markaðir Act-
avis hafa verið í Þýskalandi en mesti
vöxturinn er í Bandaríkjunum og
Tyrtóandi. Auk þess að vera forstjóri
Actavis er Róbert einnig ræðismaður
Möltu á íslandi.
SÓL UM LAND ALLT!