Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST2005 Helgarblað DV Fríða Rún Þórðardóttir næringafræðingur og Ingvar Helgi Guðmundsson kokkur gáfu sér tíma til að fræða okkur um litríkt grænmeti og hvernig við getum stuðlað að almennri vellíðan. Fríða næringarfræðingur o Ingvarkokkurspá í hollustuna. Litríkt grænmeti, hreyfing og vatnsdrykkja er mikilvæg. Þau gefa lesendum Helgarblaðsins góð og marktæk ráð. Lltrlkt og hollt „Þumalfingursregl- an er sú að eftir þvísem grænmetið er Utsterkara þeim mun hollara er það.“ Ungllngar snemma I bóliö „Ung- lingar ættu ekki að vaka fram eftir öllu. Það kemur niður á árangri á æfingum og i keppni" „Þeir sem hreyfa sig reglulega eiga oftast auðveldara með að taka á streituvaldandi atvikum í lífinu," segir Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræð- ingur með meiru. Hún segir mjög mik- > ilvægt að hreyfa sig nóg enda minnki það almennt stress og bæti svefn og al- menna hvfld. „En það er mikill munur á að sofna lflcamlega þreyttur og and- lega þreyttur," bætir hún við. „Við átök framleiðir líkaminn lflca sitt eigið vellíðunarefni (endorphine) sem lætur manneskjunni h'ða vel." Litirfæðunnar skipta máli Ingvar Helgi Guðmundsson, eig- andi og kokkur á Salatbamum, skerst í leikinn þegar umræðan fer að snúast um grænmeti. Af hveiju er grænmetið svona mikilvægt til neyslu? „Grænmeti inniheldur mjög mikið af mikilvægum vftamínum og steinefnum og líka trefj- ar og þá aðallega óvatnsleysanlegar sem hafa það hlutverk að bæta melt- ingu og hægðir og hindra hægða- tregðu," útskýrir hún og Ingvar jánkar. Talið berst hinsvegar að hmum á grænmetinu og útskýra þau Ingvar og Fríða að htsterkt grænmeti inniheldur ^ svokölluð plönmefni (phytonutrients) sem em í raun andoxunarefifl. „Þau veija likamann gegn áhrifum úr um- hverfinu eins og mengun og útfjólu- bláum geislum sólarinnar," segir Fríða og segir að í tómötum sé litarefríi sem kallast lycopene. „Þetta htarefhi finnst líka í tómatsósu og öhum tómatafurð- um og það er meinhoht fyrir okkur" segir hún og brosir fahega. „Nú er til dænfls verið að gera rannsókrflr á þessu efríi í sambandi við krabba- meinsvamir," bætir hún við brosandi „eftirþví sem græn- metiö er litsterkara þeim mun hollara er það," og heldur áfram: „Svo má ekki gleyma að minnast á gróft brauð og kartöflur og þá er mikilvægt að þær séu soðnar, bakaðar en ekki steiktar og löðrandi í fim." Rauðar paprikur hollastar „En þumalfingursreglan er sú að eftir því sem grænmetið er htsterkara þeim mun hohara er það," segir Ingv- ar kokkur sem veit sínu viti og Fríða samþykkir og heldur áfram, „Tómat- ar em fullir af lycopene og C-vítamíni og sama er með ÍSpáð í Fríðu Rún Víitnsberi, ftttrid 13.02,1970 Vinnan hennar Frlðu felur I sér að veita fólki næringarráðgjöf og sjá um að mæla fólk og veita þvl þannig aðhald einu sinni I mánuði og þar kemur eiginleiki hennar vissulega vel að notum sem erað hún hef- urmjög háleitar hugsjónir á fjölmörgum sérsviðum. Fríöa tekur sér ávallt rétt til að vera ósammála og gerir það alltaf með friði. Hún er at- hafna- /W\ /W\ söm, ekki ráðrík, framúr- stefnuleg og fær um að valda mörgum breytingum til góða. Stjarna hennar, vatnsberinn, sýnir að hún er skemmtilega forvitin, kraftmikil,félagslega þenkjandi og auömjúk. „Algert lykilatriði er að borða morgun- mat," segir Fríða. rauðar paprikur. Þær em hohasta grænmetið," segir Fríða og h'tur djúpt í augu Ingvars sem kinkar kolli bros- andi. „Borða margar smáar máltíðir yfir daginn, á 2-3 klst. fresti," segir Fríða Rún aðspurð hvað hún ráðleggur fólki sem vfll létta sig og líða betur með sjálft sig. „Drekka mikið vatn," segir Ingvar og Fríða Rún segir að hún ráð- leggi öhum að drekka töluvert af vatni yfir daginn og með máltíðum. „2-2 1/2 1. fyrir konur og 2,5 -3 I. fyrir karla er nóg fyrir flesta nema þá sem svima mikið, þeir þurfa meira," segir Fríða. „Best er að fylgjast með litnum á þvag- inu. Ef þvagið er ijóst eins og vatn er nóg vatn í lfkamanum, ef þvagið er gult er lfldegt að hkaminn þjáist af vökva- skortí." Róleg ganga og garðvinna er góðnreyfing „Svo er mikilvægt að hreyfa sig daglega" segir Fríða. „30-60 mínútur á dag. Það þarf ekki að vera samfehd hreyfing" útskýrir hún. „Það getur verið 3 x 10 mínútur í einu þess vegna." „Best er samt að stunda skipulagða hreyfingu hvaða nafifl sem hún nefnist." Hún segir nefnilega að aht telji til þegar hreyfing er annars vegar. „Allt frá rólegri göngu, sundi og garðvinnu til erfiðari æfinga. En mik- ilvægt er að passa bara að ofgera sér ekki og hlusta gaumgæfilega á lflc- amann," segir Ingvar hlær og strýkur magann. .Algert lykilatriði er að borða morgunmat," segir Fríða öhu alvar- legri. Ingvar kokkur segir að ávextir og magrar mjólkurvörur sé góður kostur á morgunverðarborðið.„Svo er gott að borða sælgæti, snakk, gos og skyndibita bara einu sinni í viku. Svo SAMANBURÐUR ’URÐUR *j*nýatuiay Baldur Þórhallsson (vatnsberi) er fær um að gefa Felix Bergssyni (steingeit) allt það svigrúm sem hann þarfnast. Þeir skoða gildismat sitt í samein- ingu með jákvæðu hugarfari og leyfa fjarlægð aldrei að myndast á milli sín. Sönn ást ng gntt svigrúm Að elska Baldur veitir Felix aðgang að vitsmunalegri for- ystu hans á sama tíma og Bald- ur ögrar Felix, sem er jákvætt því þá verður Felix færari um að nýta sér hæfileika sína betur. Innri barátta steingeitar(Felix) eflist við hlið vatnsber- ans(Baldurs) því vatnsberinn á það til að nota einhverskonar ósýnilegt varnartæki með öfl- ugri hugarorku sinni. - metnaðargjarn - ástríðufullur - hæfur á neyðarstund - traustur - auðsærður -siðprúður - tignarlegur -gottminni - vandfýsinn - umbótasinni -sérvitur - ekki efnisiega þenkjandi - ákveðinn i skoðunum - siðmenntaður - hæfileikaríkur - skipuiagður - hugljúfur - hugrakkur er flott að eiga blender heima og setja í hann skyr og ávexti, alger snihd" seg- ir Fríða og hlær. „Einnig er tilvahð að útbúa sér gulróta og engifer drykk eða kaupa hann á Boozt bamum, það er auðvitað fljótlegast. Baby carrots er lflca góðar fyrir nútímafólk sem er oft- ar en ekki á hraðferð" bætir hún við kímin á svip. Lífsstíll unglinganna „Þau eru eins misjöfii og þau eru mörg" svarar Fríða aðspurð um ís- lenska unglinga en hún starfar ásamt mörgu öðm sem unglingalandsliðs- þjálfari í Frjálsum fþróttum. „Það er mikið að gerast hjá þeim og margt í boði. Ég skil vel að þau séu pínu „lost" stundum því það er margt sem glepur og erfitt að taka réttar ákvarðanir þeg- ar maður veit ekki betur" segir hún einlæg. „Ég ráðlegg þeim þó að finna sér áhugamál, helst eitthvað tengt- hreyfingu, íþróttir eða heiisurækt inni á lflcamsræktarstöð því með hreyfing- unni fær maður hoha útrás og allt verður svo miklu léttara." Ingvar er sammála og segir unga fólkið leita í meiri mæh með hverju árinu í hoha fæðu. „Hoh næring kem- ur oftast í tengslum við hoha hreyf- ingu og lffstfllinn verður svo miklu betri í flestum tilfehum," segir Fríða og brosir. „Ég ráðiegg unglingum að hlusta á lflcamann og taka mark á því sem hann hefur að segja, þ.e. ef þú finnur til að þegja ekki um það heldur láta þjálfarann vita" segir hún og bæt- ir við: „Einnig ef þú ert ekki sáttur við það sem þú ert að gera á æfingum að láta þá þjálfarann vita. Svo er mikil- vægt að leggja áherslu á það að hvflast og borða hohan mat. Svefii er lflca mikilvægur sérstaklega þegar fólk er að vaxa og þroskast. Ekki vaka fram eftir öhu. Það kemur niður á árangri á æfingum og í keppni," útskýrir þessi fjahmyndarlegi þjálfari. Heimsmeistaramót fram- undan „Ég æfi með hóp sem er milli- yegalengda- og langhlauparahópur ÍR, þar þjálfar Martha Ernstdóttir mig," segir Fríða aðspurð hvert hún stefni persónulega. „Ég er enn að keppa í frjálsum og er að stefna á Heimsmeistaramót öldunga, sem ég vil kalia mastera." „Það verður hald- ið í San Sebastian á Spáni 25. ágúst til 3. september." Hún brosir og bætir við: „Ég stefni á að keppa í 5000m, 800m og 1500m hlaupum." Helgarblaðið kveður með góð heilsuráð í farteskinu. Ekki er þó hægt að kveðja án þess að forvitnast hvað þau Ingvar og Fríða borða í kvöldmat? „Eftir æfingu borða ég langoftast fisk og grænmeti í kvöld- mat. Og í eftirmat Cheerios, hafra- kodda, Kornflex, haframjöl og rúsín- ur í glasi með undanrennu út á. Það er hrikaleg kolvetna-bomba eftir al- gera kolvetnatæmingu á æfingunni" segir Fríða. Ingvar segist vanalega fá sér flottan salatdisk með fersku grænmeti og vel af baunum og baunaspírum. „Kjúklingur eða fisk- ur er lflca í miklu uppáhaldi hjá mér" segir kokkurinn góði og lítur spyrj- andi á Fríðu sem jánkar til hans og hlær innilega. spamadur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.