Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST2005 Sport DV ísland á botninum Islenska U17 landslið karia í knattspymu lenti í neðsta sæti síns riðils á Norðurlandamótinu en það tapaði 1-0 fyrir Noregi á Kaplakrikavelii í gær. Islensku strákamir töpuðu öEum þremur leikjum sínum í riðlinum, skor- uðu ekkert mark en fengu sjö á sig. Þeir leika um sæti í mótinu gegn Finnlandi á Varmárvelli klukkan 11 á sunnudag og verður það síðasti leikur þeirra á mótinu. írland vann Danmörku 3-1 í gær og sigraði í A-riðli, þeir leika úr- slitaleik gegn Englandi sem hafn aði í efsta sæti B-riðils klukkan 14 á sunnudag en sá leikur verður á I-augardalsvellinum. Campbell og Saha meiddir í gær varð ljóst að Arsenal og Manchester United verða án leik manna í bytjun tímabils. Vamar jaxlinn Sol Campbell ieikur ekki með Arsenal 1 leiknum gegn Chel sea um Samfélagsskjöldinn á morgun og hefúr knattspymu- stjórinn .Arsene Wenger gefið tö kynna að hann muni Ifklegast missa af fyrstu Ieikjum tímabíls ins. Þá er óvn'st hvort hann geti leikið með enska landsliðinu í komandi leikjum í undankeppni HM. Hjá Manchester United er það Ijóst að félagið þarf að leika fvTstu vikur tímabilsins án franska sóknarmannsins Louis Saha sem meiddur er á hné. Saha hefúr ver ið einstaklega óheppinn með meiðsli síðan hann kom á Old Trafford. Leiðrétting í umfjöllun DV í gær um laun íþróttamanna kom fram að Ólafúr Garðarsson hafði hlotið réttindi sín sem umboðsmaður fyrir þremur árum. Hið rétta er að Ólafur hefur haft umboðsréttindi frá Alþjóðaknattspymusamband inu í tæp átta ár en samfara brevttum reglugerðum sem áttu sér stað fyrir rúmum þremur ár um fékk Ölafur formleg umboðs réttindi frá knattspymusambandi íslands. Figo kveður Real í dag Portúgalski miðjumaðurinn Luis Figo heldur blaðamannafúnd í dag þar sem hann kveður stuðn ingsmenn Real Madrid og þakkar þeim fyrir. Figo var í gær kynntur sem nýr leikmaður Inter Milan er hann undirritaði samning við fé )agið til tveggja ára. „Ég fæ ekki tækifæri til að kveðja stuðnings menn Real í leik og því geri ég það með þessum hætti," sagði Figo sem orðinn er 32 ára en telur sig eiga nóg eftir í boltanum. Hann var næstum því genginn til liðs við Liveipool fyrr í sumar en það rann út í sandinn á > v , sfðustu stunduog nú segist IGan eins arin L Garðar Örn Hinriksson segir það ólíðandi að leikmenn skuli láta sig falla, til þess að fá aukaspyrnu. Hann telur leikaraskap svindl af verstu tegund, þar sem dóm- arinn sé oft í erfiðri stöðu til þess meta um hvort brot hafi verið að ræða eða ekki. k. Figo spenntur fyrirþví að fá að reyna sig með Intér, Eg myndi reha ut af lyrir leikaraskap el ég mælO Garðar örn Hinriksson, knattspyrnuddmari, var í sviðljósinu í leik Vals og Fylkis en hann rak aðstoðarþjálfara Fylkis, Jón Þóri Sveinsson, af velli fyrir mótmæli í hálfleik og svo rak hann Dan- ann Christian Christiansen af velli í seinni hálfleik eftir að hafa fengið tvö gul spjöld, en seinna gula spjaldið þótti afar umdeilt. Hann sýndi einnig fjórum öðrum leikmönnum Fylkis gula spjaldið í leiknum, en Valsmenn sluppu alveg við spjöld og að- varamr. Þorlákur Árnason, þjálfari Fylkis, var ósáttur við dómgæsluna en sagðist þó ekki ætla að kvarta neitt meira yfir henni en hann gerði á vellinum. Hann var orðlaus þegar Christian fékk gula spjaldið, en það slökkti endanlega vonir Fylkis um að komast inn í leikinn á nýjan leik. „Menn fengu áfall þegar Christi- an Christiansen fékk rauða spjaldið. Það héldu allir að Garðar væri loks- ins að fara að spjalda varnarmann Vals en svo var ekki. Það hefði ekki haft neitt upp á sig að mótmæla þessu. Garðar veifaði spjaldinu á okkur ótt og títt. Hann rak aðstoðar- þjálfarann minn út af í hálfleik og gaf mér gult spjald fyrir mótmæli, og svo fyllti þetta rauða spjald algjör- lega mælinn. Mér finnst Garðar góð- ur dómari en allir geta gert mistök og hann átti ekki góðan leik í þess- um bikarleik. Christian lék þetta ekki. Hann kann ekki að leika svo ég viti.“ Stefán Helgi Jónsson, leikmaður Vals, var í bar- áttu við Christian þegar „Christian lékþetta ekki. Hann kann ekki að leika svo ég viti." hann féll. Hann sagðist ekki hafa snert hann. „Ég snerti Christian aldrei, og það var því ekki um neitt brot að ræða af minni hálfu." Og Steinþór Gíslason, varnarmaður Valsmanna, var einnig nálægt Christian. „Ég kom ekki við hann. Hugsanlega var það of strangt hjá Garðari að gefa gult spjald, en hann tekur hart á leikararskap og það er ekkert að því finnst mér." Gekk of langt Garðar öm Hinriksson, dómari leiksins, sagði Jón Þóri Sveinsson, aðstoðarþjálfara Fylkis, einfaldlega hafa gengið of hart fram í mótmæl- um sínum." Hann mótmælti kröftuglega dómgæslu minni í fyrri hálfleik þegar við gengum til bún- ingsherbergja. Hann vildi meina að ég hefði dæmt á móti Fylki í fyrri hálfleik. Hann reifst í mér í töluverð- an tíma og ég gaf honum gula spjaldið fyrir það. Síðan heldur hann áfram að mótmæla og á endanum fékk ég nóg. Það em takmörk fyrir því hversu mikið aðstoðarþjálfarar geta mótmælt og ég fékk á endanum nóg. Þetta var alveg verðskuldað." Um gulu spjöldin tvö sem Christ- Það eru takmörk fyrirþví hversu mik- ið aðstoðarþjálfarar geta mótmælt og ég fékk á endanum nóg. Þetta var alveg verðskuldað. ian Christiansen fékk, sagðist Garð- ar ekki hafa getað gert annað. „Fyrra spjaldið kom þegar vamarmaður Vals var að losa sig við boltann. Christian sparkaði þá í vamarmann- inn eftir að hann sendi langa send- ingu fram á við. Seinna gula spjaldið gaf ég fyrir leikaraskap, en Christian lét sig falla þegar leikmenn Vals gerðu sig líklega til þess að ná af honum boltanum," segir Garðar og viðurkennir að leikaraskapur sé eitt af því sem fer mest í taugarnar á honum. „Ef ég gæti rekið menn út af fyrir leikaraskap þá myndi gera það. En því miður leyfa reglurnar það ekki þannig að gula spjald- ið verður að duga. Mér finnst leikmenn vera heiðarlegir hér á íslandi yf- irleitt, og þetta er í fyrsta skipti í sumar „Það er algjörlega óþolandi þegar leik- menn láta sig falla til þess að villa um fyrir dómaranum." sem ég gef gula spjaldið fyrir leikara- skap. En það er algjörlega óþolandi þegar leikmenn láta sig falla tO þess að viOa um fyrir dómaranum." magnush@dv.is Manchester United, Arsenal og Tottenham hafa fengið nýtt skotmark Jenas vill komast burt frá Newcastle Miðjumaðurinn Jermaine Jenas er búinn að fá nóg af lífinu hjá Newcastle og vfll komast burt frá St. James Park. Graeme Souness, knatt- spymustjóri Newcastle, hefur stað- fest þessar fréttir og segir að Jenas finnist sem hann lifi í fiskabúri á meðan hann er hjá félaginu. Þessar fréttir kveikja í Manchester United, Arsenal og Tottenham sem öll hafa áhuga á að hafa þennan 22 ára leik- mann innan sinna raða. Freddy Shepherd, stjórnarfor- maður Newcastie, neitar því alfarið 11 að leikmaðurinn hafi lent upp á kant við æðri menn innan félags- ins. „Jenas hefur enn ekki farið fram á það að vera settur á sölu- lista. Þá get ég sagt það með góðri samvisku að allar sögur þess efnis að hann hafi lent í deilum við einhvern hjá félaginu eru ekki sannar," sagði Shepherd. Jenas var ekki í leik- mannahópi Newcastle sem mætti spænska liðinu Deportivo La Cor- una í Evrópukeppninni en Souness segir það ekki rétt að ástæðan fyrir þvf séu deilur þeirra á miOi, hann hafi bara verið meiddur. Talað hefur verið um að Totten- ham hyggist bjóða Newcastle að fá Robbie Keane í skiptum fyrir Jenas en Souness er ekki hrifinn af því. „Keane er einfaldlega ekki sú gerð af sóknarmanni sem ég er að leita að,“ sagði Souness. Tottenham hefur reyndar nýlega fengið Edgar Davids og því spurning hvort liðið þurfi á Jenas að halda, Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er enn að leita að manni í stað Patricks Vieira sem seldur var til Juventus. Hann hefur aldrei leynt aðdáun sinni á Jenas. Þá er Manchester United ! að líta í kringum sig eftir leik- ' manni sem getur leyst hlut- verk Roys Keane í framtfð- ínm. „Jenas hefur enn ekki farið fram á að vera settur á sölulista." Eins og í fiskabúri Jermaine Jenas iíkar lifið hjá Newcastle ekki vel þessa stund- ina og vill komast eitthvert annað. NordicPhotos/Getty
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.