Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST2005
Menning DV
Norskt bókaár
Grannar okkar í austri eiga
von á góðu bókahausti; greinir
Aftenposten frá. Nokkrir þeirra
höfunda sem verða á ferðinni
með nýjar bækur eru þekktir hér
á landi.
Fyrst skal telja að væntanleg-
ar eru ævisögur um þá Thor
Heyerdal, hinn kunna landkönn-
uð sem hefur gefið út nokkrar af
ferðabókum sínum hér
á landi. Thor var
alþjóðleg
stjama um
langt ára-
bil og
þekktur
um allan
heim fyrir
tilraunir
sínar með
siglingar á Kon
Tiki og fleiri eftir-
líkingum farkosta
fornaldar. Það er Ragnar Kvam
sem skráir og er þetta fyrra bind-
ið af tveimur sem kemur út í
haust.
Annar stærri áhrifavaldur í
íslensku menningarlífi var Sig-
bjöm Obstfelder, en hann hafði
mikil áhrif á skáld hér uppúr
aldamótunum 1900 og var ævin-
týraleg persóna. Ævisaga hans er
skráð af Hanne Lillebo.
Nýja ævisagan um Mao
kemur út í þýðingu og einnig út-
tekt Hans Petter Sjoli um norska
maoista. Hin lofaða bók rúss-
nesku blaðakonunnar önnu
Politovskaya um Rússland Pútíns
er væntanleg í norskri þýðingu.
Linn Ullman sendir frá sér
nýja sögu í haust: Et velsignet
barn og segir þar frá þremur
systmm sem eiga sama föður.
Þetta mun verða hennar stærsta
verk til þessa. Anne B. Ragde
fylgir eftir sínum vinsælu sögum
Berlinerpoplene og Eremittkrep-
sene.
Lars Saabye Christensen, Roy
.„Jacobsen, Erlend Loe og Vigdis
Hjorth senda öll frá sér nýjar
skáldsögur. Saabye Christensen
hefur nú yfirgefið bernskuár sín,
en Jakobsen heldur áfram að
vinna frá sögulegum efnum.
Frost eftir hann er væntanlegt á
íslensku.
Gríðarlegur vöxtur er hlaup-
inn í norska krimma: Unni
Lindell, Jo Nesbo, Jan Mehlum,
Knut Faldbakken og Tom
Kristensen, Pál Gerhard Olsen,
Kjell Ola Dahl og Stein Morten
Lier senda öll frá sér nýjar
glæpasögur. Aftenposten getur
þess þó í umfjöllun sinni að ný
saga Hennings Mankell, Kenn-
edys hjeme, komi líklega til með
að skáka þeim.
Sagan um hinn unga ameríska
rithöfund Cliff Bradshaw, sem
þvælist milli stórborga til þess að
leita sér að yrkisefni og ævintýmm
og lendir í Berlínarborg, er flestum
kunn enda hafa uppfærslurnar verið
þó nokkrar og eins þekkja flestir af
eldri kynslóðinni bíómyndina með
Lizu Minelli. Raunar er það nú lík-
lega svo að það er fyrst og fremst
hún og hennar orkumikla útgeislun
sem stendur upp úr í minningunni.
Það er búið að framleiða ógrynnin
öll af bíómyndum og söngleikjum
eftir það, sem fjalla um nánast sama
efnið.
Nú á undanförnum
árum hefurþað verið
gegnumgangandi
tíska ungs fólks að
fylgjast lítið sem ekk-
ertmeð fréttum, gefa
skít í pólitík og látast
almennt vera vitlaus-
ara en það er.
Veldi nasista eykst með
hverjum deginum
Næturglaumur lifir sjálfstæðu lífi
meðan áhrif nasista á líf íbúanna
magnast með degi hverjum. Við
kynnumst Cliff Bradshaw fyrst þar
sem hann situr í lest og við hlið hans
lendir geðþekkur Þjóðverji, Ernst
Ludwig, sem beitir brögðum við að
koma leyndardómsfullri tösku
meðal farangurs Bradfords á landa-
mærum Frakklands og Þýskalands.
Þeir taka tal saman og verða vinir
sem verður svo til þess að Ludwig
reddar Cliff þessum gistingu hjá vin-
konu sinni er Fraulein Schneider
heitir. Ernst Ludwig kynnir svo
Bradshaw fyrir því mesta og besta í
þessari gleðiborg og á klúbbnum þar
sem allt gerist, þar sem lífið er
kabarett, kynnist hann söngkonunni
Sallý Bowles.
Gæran Sallý
Hlutskipti hennar er engan veg-
inn annað en hinna stúlknanna á
klúbbnum. Þótt henni finnist hún
hafa mikið prímadonnuhlutverk þá
þarf hún engu að síður að sinna sér-
legum þörfum viðskiptavinanna
þannig að það má segja að allir séu
með öllum en bara ekki allir sem
græða.
Sallý er rekin af klúbbnum og
flytur heim til Cliffs Bradshaw sem
er nú kannski fremur hneigður til
pilta en kvenna en þau elskast engu
að síður á sinn hátt.
Meðal þeirra sem venja komur
sínar í hús Frauleinar Schneider,
sem á yfirborðinu virkar mjög strikt
og siðavönd, er ávaxtakaupmaður
sem gjarnan laumar að henni nýjum
og ferskum suðrænum ávöxtum.
Ferskir ávextir töldust
til qersema
Á þeim tíma sem hér um ræðir
telst slíkt sælgæti til algerra ger-
sema. Svo fer að gamli ávaxtakaup-
maðurinn ratar í ból fraukunnar og
þau trúlofa sig með tilheyrandi
veislu þar sem allir úr klúbbnum og
allir úr götunni koma auk Ernsts
Ludwig, en í þeirri senu gera menn
sér grein fyrir því að hér er nasisti á
ferð og ávaxtasalinn gyðingur.
Eftir þetta eru breytingar örar.
Augu Cliffs opnast betur og betur
fyrir því sem er í raun að gerast í
pólitikinni, Sallý heldur fyrir eyrun
og neitar að horfast í augu við þann
raunveruleika sem við blasir. Cliff
vill fara með hana til Ameríku en
hún verður áfram og hinn óviðjafn-
anlegi Emmsé kabarettkynnir
hvíslar og æpir inn undir hennar
skinn og áhorfenda að lífið sé þrátt
fyrir allt kabarett.
í lokin er hann kominn í gervi SS-
foringja og hinn ungi landamæra-
vörður sem birtist í annað sinn er nú
aðeins þýsk strengjabrúða sem
stjórnað er af þessum foringja og
þegar tjaldið fellur umbreytist SS-
foringinn í fanga útrýmingabúð-
anna, svona eins og við þekkjum þá
af myndum í sínum fangafötum.
Milli atriða í hinni eiginlegu sögu
er svo sungið og dansað af hjartans
list, bæði dægurdansar tímans og
eins grínatriði á grænum leðurstutt-
buxum jóðlaranna með gular fléttur
út í loftið.
Felix fínn rithöfundur
og Þórunn...
Felix Bergsson fer með hlutverk
rithöfundarins velklædda sem um
margt svipaði til Arthurs Miller. Fín-
Kabarett í fjórða sinn á Qalirnar í
íslensku atvinnuleikhúsi: Gamla bíó
titrar og nötrar meðan dansað er og
sungið af öllum lífs- og sálarkröftum í
enn einni uppfærslunni af hinum góð-
kunna söngleik Kabarett. Á frumsýning-
unni fögnuðu prúðbúnir áhorfendur
rassaköstum, dillandi söng og dansi auk
endurkomu nokkurra leikara sem ekki
hafa sést lengi á íslensku leiksviði.
stemmd og trúverðug nálgun. Mjög
smart gervi.
Þórunn Lárusdóttir fór með hlut-
verk Sallýar Bowles. Hún söng frá-
bærlega og með leik sínum kom hún
hinum sorglega undirtón í skugga
kæruleysisins vel til skila, en það var
með öllu óskiljanlegt hvers vegna
hún þurfti að vera svona skökk og
skæld, þessi glæsilega stúlka. Auð-
vitað voru örlög hennar hræðileg og
allt það, en það hefði bara gert sig
betur á sviðinu hefði hún haft að-
eins meiri reisn því nú er hún vel
danshæf kona.
Það er líklega leikstjómaratriði
að láta hana skakklappast í fýllerís-
senunum eins og unglingur sem
þarf á bakæfingum að halda.
Annars vom öll hópatriði þar
sem Þómnn í hlutverki Sallýar dans-
aði með hinum gleðimeyjunum
mjög vel útfærð, en samt eitthvað
pirrandi við búningana. Þótt þær
væm á undirfötum með sokkabönd-
in dinglandi þá vom þær einhvem
veginn ekki sexí og heldur ekki sorg-
legar.
Vantaði mjúkar línur í
búningana
Það var eins og það hefði vantað
nokkrar mjúkar línur í búninga-
hönnunina.
Magnús Jónsson fór með hlut-
verk kabarettkynnisins Emmsé og
var hreint alveg frábær í öllum þeim
gervum sem hann birtist í. Hann
naut þess auðvitað að atriðin og per-
sónugervin sem hann stökk inn í
vom margbreytileg.
Á klúbbnum dönsuðu Katla
Margrét Þorgeirsdóttir, Soffía Karls-
dóttir, Bima Hafstein, Vigdís Gunn-
arsdóttir og Kristjana Skúladóttir og
tveir piltdansarar sem auk þess
bmgðu sér í ýmis önnur gervi en það
vom þeir Guðjón Davíð Karlssson
og Orri Huginn Ágústsson sem
sprikluðu og létu öllum illum látum
auk þess að dansa vel í hópi þessara
flottu danskvenna.
Síðar munu þær Marta Nordal og
Agnes Kristjónsdóttir fara með tvö
hlutverk dansmeyjanna.
Endurkoma Eddu
Þórarinsdóttur
Edda Þórarinsdóttir hefur ekki
sést lengi á leiksviðinu og því var
það sérstök ánægja að fylgjast með
hennar fágaða leik í hlutverki hinnar
nett siðprúðu en þó spilltu
Frauleinar Schneider. Hafi Fraulein
Schneider verið til, þá leit hún
einmitt svona út.
Elskhugann og ávaxtasalann
höfum við heldur ekki séð svo árum
skiptir en það var Borgar Garðars-
son sem fór með það hlutverk og var
hann bæði trúverðugur og krútt-
legur í söng sínum.
Unga nasistann lék Jóhannes
Haukur Jóhannesson en hann hefur
mikla og sterka nærvem.
Það fór ekki á milli mála að
hljómsveitin var líka í aðalhlutverki
enda einstakir listamenn á ferð.
Áhorfendur kunnu svo sannarlega
vel að meta þeirra hlut eins og fram
kom í sýningarlok.
Sjá ekki, heyra ekki, skilja
ekki
Kolbrúnu Halldórsdóttur leik-
stjóra hefur hér tekist vel upp við að
vefa saman þeim þráðum sem
mynda heild í uppfærslu sem þess-
ari, enginn dauður punktur og
ærslafull leikgleði einkenna sýning-
una í heild sinni.
Nú á undanförnum ámm hefur
það verið gegnumgangandi tíska
ungs fólks að fylgjast lítið sem ekkert
með fréttum, gefa skít í pólitflc og
látast almennt vera vitlausara en
það er. Að troða fingmm upp í eyrun
og gefa skít í allt nema „mómentið"
má segja að hafi líka verið ríkjandi
hegðun meðal þeirra sem sveifluðu
sér upp í hina geggjuðu hringekju
skemmtanalifsins í henni Berlínar-
borg við upphaf fjórða áratugarins.
Kannski er það einmitt þess
vegna sem þessi sýning á þó nokkuð
erindi upp á leiksvið enn þann dag í
dag. Góð skemmtun góðra lista-
manna.
Elísabet Brekkan
Á Senunni sýnir i Gamia bíói: Kab-
arett eftirJoe Masteroff, Fred Ebb
og John Kander. Þýðing: Veturliði
Guðnason. Leikstjóri: Kolbrún
Halldórsdóttir. Danshöfundur:
Margrét Sara Guðjónsdóttir. Leik-
mynd: Snorri Freyr Hilmarsson.
Búningar: Hildur Hafstein. Ljós:
Jóhann Bjarni Pálmason. Hljóð:
Ivar Bongo Ragnarsson. Gervi:
Kolfinna Knútsdóttir. Sýningar-
stjórn: Sólveig Elín Þórhallsdóttir.
Tónlistarstjórn: Karl Olgeirsson.
Leikendur: Felix Bergsson, Magn-
ús Jónsson, Þórunn Lárusdóttir,
Edda Þórarinsdóttir, Borgar Garð-
arsson, Jóhannes Haukur Jóhann-
esson, Katla Margrét Þorgeirs-
dóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Guð-
jón Davíð Karlsson, Birna Haf-
stein, Soffía Karlsdóttir, Kristjana
Skúladóttir, Orri H. Ágústsson,
Inga Stefánsdóttir og ísak Rik-
ardsson. Hljómsveit: Sigtryggur
Baldursson, Samúel Samúelsson,
Matthías Stefánsson, Sigurður
Flosason, Valdimar Kolbeinn Sig-
urjónsson og Karl Olgeirsson.
Frumsýning 4. ágúst.
Leiklist