Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST2005
Fréttir DV
Úr bloggheimum
Ófyrirsjáanlegt „vandamál"
„Sem spákonur miklar vorum við
búnar að sjá fyrirýmis vanda-
mál. Það hafðiþó ekki hvarfl-
aö að okkur að skuldafælurn-
ar myndu seljast upp strax á
öðrum degi. Að vísu erum við
ákaflega hamingjusamaryfir þvi„vanda-
máti“en I augnablikinu veit ég ekki alveg
hvernig ég á að búa til tima til að sinna
bókhaldi Uppfmningamannsins og öðr-
um verkefnum sem ég heftekið að mér“
Eva Hauksdáttir - reykjavikur-
drama.blogspot.com
Margra tepoka blogg
„Alla slðustu viku var endalaust framboð
afskemmtilegheitum í bland við þá stað-
^reynd að það að standa svona i
. lappirnar í búð og selja garð-
I dverga gerði það að verkum
að ég var alltof örþreytt þegar
heim var komið til aö nýta
korterin og hálftlmana hér og
þar I neitt annað en að sitja eins og
hrúgald i sófanum og dæsa... “
Unnur María Bergsveinsdóttir -
unnur.klaki.net
Neistaflug og Vöðlavik
„...Atveg ótrúlegt slðan hvað
allt hrekkur I grlrinn strax eftir
verslunarmannahelgi. Idag
hafa erindin hrúgast inn,
margir að mæta I vinnuna og er
það bara hið besta mál.“
Dagný Jónsdóttir - xb.is/dagny
Hvannadalshnjúkur
„...hlaut hann ekki alltafað lækka með
Jfalldór Ásgrímsson sem for-
, sætisráðherra?
i Spurning hvort vinstri-
1 menn eigi ekki að fara i
næstu kosningar með
slagorðið: Kjósið okkur - og
landið fer að rlsa!"
Stefán Pálsson - kaninka.net/stefan
Þrumur og eldingar!
„krass, blamm, búmm!!!
soldið eins og upphrópun úr
andrésblaöi ekki satt?“
Jóhannes Þór Skúlason -
besserwiss.com
Extreme makeover
„Hvaö er ég að láta plata migút I? Égsit
hérna fyrir framan tölvuna og er að
.skrifa þetta bloggog á meðan
. erSara aö mála mig. Ég veit
I persónulega ekkert hvað
hún er að gera en hún tekur
myndir afmér„in the mak-
ing“.AIdrei á ævinni hefég lát-
Þiö plata mig út I þettaÝen það hafa ófáar
stelpurnar reyn t aö plata mig. “
Ingvar Þór Gylfason - fazmo.is
Fyrsta aftakan í rafmagnsstól
Axarmorðinginn Wiiliam Kemm-
ler á þann vafasama heiður að hafa
verið fyrstur manna tekinn af lffi í
rafmagnsstól. Aftakan fór fram á
þessum degi árið 1890, en William
var fundinn sekur um að hafa drep-
ið ástkonu sína með öxi.
Tannlæknirinn Albert Southwick
var fyrstur manna sem lét sér detta í
hug að nota rafmagn til að taka fólk
af lffi árið 1881. Hann fékk hug-
myndina þegar hann varð vitni að
því þegar róni dó algjörlega sárs-
aukalaust, að sögn Alberts, eftir að
hafa fengið raflost í Buffalo í New
York. Algengasta aðferðin við að
taka glæpamenn af lffi á þessum
tíma var að hengja þá, en í þeim til-
vikum kom fyrir að menn héngu í
allt að hálftíma hálsbrotnir í
snörunni áður en þeir gáfu upp
öndina.
Árið 1889 voru sett lög í New York
um að nota rafmagn við aftökur og
Edwin R. Davis, fangelsisstjóra í
Auborn-fangelsinu, falið að hanna
rafmagnsstól. Útkoman var mjög
svipuð rafmagnsstólunum sem enn
eru notaðir.
Aftakan á axarmorðingjanum
Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum andi stundar.
Fangi 007 skrifar frá Litla-
Hrauni:
Ég er búinn að fá upp í kok af því
að horfa á hvernig þjóðfélagið legg-
ur blessun sína yfir það hvernig
barnaníðingar eru að fara með
framtíð þessa lands. Þetta eru menn
sem svífast einskis og kýs ég að kaila
Lesendur
þá hýenur íslands. Því þeir rekja
sléttuna í leit að einverju sem er
varnarlaust. Þegar það er fundið
koma þeir og kremja restina af lffinu
úr bömunum, miskunnarlaust.
Svo emm við flestir dæmdir í
lengra fangelsi en allir þessir aum-
ingjar sem níðast á litlu börnunum
sem geta sér enga björg veitt. Svo
voga þeir sér að reyna að milda dóm
sinn með því að segja að börnin hafi
leitað á þá eða að þeir hafi sjálfir
lent í þessu. Eins og þegar menn em
teknir með mikið magn fíkniefna
eða gerast uppvísir að meiriháttar
ofbeldi er þeim haldið í gæsluvarð-
haldi fram að dómi vegna almanna-
hagsmuna. Nema náttúmlega ef of-
beldið beinist að minnstu og brot-
hættustu einstaklingunum í þessu
þjóðfélagi, þá er þeim sleppt og þeir
geta stundað iðju sína áfram, óá-
reittir þangað til þeir koma hingað
til mín, á Litla-Hraun. Þar telja nú
flestir að þeirra refsing byrji nú fyrst
allavega miðað við það sem ég hélt.
En svo er nú ekki. Eftir að dómar-
ar, lögregla og þjóðfélagið hefur lagt
blessun sína yfir þennan viðbjóð er
komið að starfsmönnum fang-
elsanna að snúast í kringum þá. Þeir
ganga beint í vinnu meðan aðrir
þurfa að bíða. Þeir fara nánast alltaf
beint í nýja húsið (á Litía-Hrauni) á
meðan aðrir em neyddir til að byrja
í gamla húsinu við verri aðstæður.
En rúsínan f pylsuendanum hlýt-
ur að vera sú að ef níðingurinn segir
að annar fangi hafi dirfst að kalla sig
perra, þá flokkar stjórnin hér það
sem einelti og sendir viðkomandi í
viku einangmn. En til að varpa
meiri skugga á þetta mál ætía ég að
segja ykkur að það er mun lengri
tími en níðingurinn þarf að verja
þar í einangmn eftir að hafa nauðg-
að börnunum ykkar!
Þið getið staðið upp og gargað:
Burt með fíkniefnin og ofbeldið.
Skorið upp herör gegn handrukkur-
um og eiturlyijasölum en sitjið svo
á rassgatinu og finnst ekkert
athugavert við það að níðingar fái
svona meðferð frá kerfinu, sem þið
sem kjósendur berið ábyrgð á. öll
börn sem lenda í misnotkun fara á
mis við lffið og lenda í klóm fíkni-
efna. Væri ekki nær að leita nær rót
vandans og eyða níðingsskap á ís-
landi?
í dag
árið 1933 var hakakross-
fáni skorinn niður við hús
þýska vararæðismannsins
á Siglufirði. Fimm menn
voru síðar dæmdir fyrir
verknaðinn, meðal annars
Steinn Steinarr.
William gekk ekki snurðulaus fyrir
sig. Hann fékk í fyrstu sjöhundmð
volta straum í sautján sekúndur.
Þrátt fyrir lyktina af brenndu holdi
var hann þó hvergi nær dauður. Þá
var hleðslan hækkuð og hann fékk
rúmlega þúsund volta straum í tvær
mínútur sem leiddi hann til dauða.
Jón Einarsson
skrifar um mót-
mæli við Kára-
hnjúka.
ra- ^
Framsóknarmaðurinn segir
Hátt uppíkrana,
klifrað hefurfífl
Á Austfjörðum reynir fámennur
hópur Breta og nokkurra íslenskra
landráðamanna að stela framtíð-
inni af komandi kynslóðum. Firring
bresks borgarlífs hefur alið af sér
vonleysi og skammsýni þannig að
þeir sjá ekki fyrir sér neina framtíð.
Og finnst að þá megi enginn annar
eiga sér framtíð heldur. Þeir klifra
því upp í krana til að reyna að koma
Austfirðingum undir klafa atvinnu-
leysis, vonleysis og manngerðrar fá-
tæktar í boði Vinstri hreyfingarinn-
ar - græns framboðs.
Þeir geta klifrað og klifrað þessir
ógæfumenn, þeir stöðva þó hvorki
virkjunina né álverið. Hver mun
muna eftir þessum mönnum eftír
10,50 eða 100 ár? Enginn! Þessi
fffiagangur þeirra verður í mesta
lagi fótnóta í fræðibókum eða hafð-
ir til að hlæja að á skemmtikvöld-
um, svipað eins og að þeim sem
fyrir rúmum hundrað árum héldu
að bílar myndu aldrei slá hestvagn-
inn út eða að flugvélar yrðu aldrei
að veruleika.
Þessum bresku hetjum er hjart-
aniega sama um ísland og íslend-
inga. Áður en fyrstu snjóar falla fara
þeir suður til Bretíands til að sitja
inni á krá og bölva framförum og
framtíðinni meðan þeir sötra úr
bjórkollunum.
Atburði fimmtudagsins'má svo
taka saman í þessa stöku:
Hátt upp i loftið þar klifraði klár,
köttur og api og múlasni grár.
' Álfur og kálfur og auli og kind.
Allt samankomið I einni mannsmynd.
Athafnamaðurinn sem vill hreinsa borgina
„Ég vil gefa mig allan í það verk sem bíð-
ur okkar, sem er að sigra næstu
borgarstjórnarkosningar. Það er okkar
stóra verkefni," Segir Júlíus Vífill Ingvars-
son, frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík. Hann stefnir á efstu
sæti á listanum í prófkjörinu sem haldið
verður í nóvember. „Þegar okkur hefur tek-
ist ætlunarverk okkar, sem er að sigra
næstu kosningar, bíður okkar að endur-
reisa Reykjavíkurborg á mörgum sviðum
og koma henni aftur í fremstu röð meðal
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Það
er ljóst að Reykjavík hefur orðið undir í
samkeppni við önnur sveitarfélög á höfuð-
borgarsvæðinu á mörgum sviðum og þeirri
þróun verður að snúa við," segir Júlíus.
Júlíus sat í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn 1998-2002. „Ég tók mér frí í eitt
kjörtímabil frá borgarmálum. Það er hollt
að horfa á borgarmálin frá ftíiðarlínunni,
óháð hringiðu stjórnmálanna. Ég kem þess
vegna ferskur að þessu starfi núna og
hlakka til að koma að nýjum hugmyndum
sem ég veit að munu gagnast borgarbúum.
Það eru hugmyndir á sviði skipulagsmála,
fræðslumála og menningarmála." segir Júl-
íus.
Júlíus Vífffi starfaði sem framkvæmda-
stjóri Ingvars Helgasonar um árabil. Auk
þess hefur hann komið víða við í menning-
arlffinu. „Ég kem úr atvinnulífinu en starf-
aði áður sem óperusöngvari hjá íslensku
óperunni og Þjóðleikhúsinu, enda þótt ég
sé lögfræðingur að mennt og starfi sem
Það er Ijóst að Reykjavík
hefur orðið undir í
samkeppni við önnur
sveitarfélög.
slíkur núna. Auðvita nýtist öll reynsla
manns í h'finu við það sem maður tekur sér
fyrir hendur. Reynsla úr ólíkum heimum
kemur manni alltaf til góða, ekki síst þegar
verið er að fjalla um jafn víðfeðman rekstur
og Reykjavíkurborgar. Að mörgu leyti eiga
sömu forsendur við um rekstur sveitarfé-
lags sem þessa og fyrirtækja," segir hann.
==.S~5iSSS2SSSS
Ir sem borgin hefur safnað. . ..——: —
(