Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Blaðsíða 19
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST2005 19 „Mig hefur alltaf langað til að vera söngkona. Þegar ég var ellefu ára var Emilíana Torrini oftar en ekki á fóninum og var ég gjörsam- lega heilluð. Einhvern daginn ætlaði ég sko að verða svona; hugsaði ég með mér. Það var því ekki fyrir til- viljun að ég fór út í tónlistarbrans- ann,‘‘ segir Ragnheiður Gröndal söngkona. Nóg að gera í tónlistarbransanum „Það er búið að vera frekar mikið að gera hjá mér undanfarið. Ég var til dæmis að spila með bróður mínum í nokkrum smábæjum í Norður-Noregi í vikunni. Þar var ég að kynna íslensk þjóðlög og hafði mjög gaman af. Fyrir stuttu var ég einnig á djasshátíð í Kaupmanna- höfn að syngja með djass-oktett sem ég og bróðir minn stóðum fyrir. En sveitina skipar rjóminn af íslenskum djasstónlistarmönnum á landinu að mínu mati. Þessa dagana er ég líka mikið að flytja tónlist úti á landi og í brúðkaupum. Næst á dagskrá er hins vegar að vinna í nýju plötunni minni. Sem sagt nóg um að vera,“ útskýrir Ragnheiður. Ragnheiður fékk platínu-plötu fyrir Vetrarljóð Árangurinn kow henni á óvart. Tilraunaflutningur í útlöndum „Það er frábært að fá tækifæri til þess að flytja sfna eigin tónlist er- lendis. Sérstaklega því þar þekkir fólk mann ekki og veit ekkert um mann. Það hefur því engar vænt- ingar gagnvart mér. íslendingar eru auðvitað frábærir og er alltaf jafn gaman að spila fyrir fullum sai af of- urhressum löndum sínum. En það er oft auðveldara að prófa nýja hluti erlendis til að athuga hvort fólki lík- ar það sem það heyrir. Meiri til- raunaflutningur í gangi ef svo má kalla," segir Ragnheiður. Ný plata markar tímamót „Eins og ég sagði þá er ný plata á leiðinni og verður hún með öðruvísi sniði en Vetrarljóð sem kom út fyrir nokkru. Mun nýja platan líklega koma út í október og mun hún að- eins innihalda frumsamið efni eftir mig. Það má því segja að platan marki ákveðin tímamót á mínum ferli því yfirleitt hef ég verið að flytja efni eftir aðra. Efnið fyrir nýju plöt- una hefur verið lengi í smíðum og er elsta lagið frá því að ég var ijórtán ára. Þetta er því eitthvað sem ég hef verið að gera smám saman. Ég hef bara ekki verið tilbúin til að flytja það fyrr en núna. Ég er ekkert alltaf að semja lög en geri það þegar mér dettur eitthvað sniðugt í hug eða þegar ég er í stuði. Ég á samt alltaf í mestu basli með textana. Það kemur aldrei neitt nema ég hafi verið að upplifa eitt- hvað. Ég þarf að hafa eitthvað að segja. Ég hlakka rosalega mikið til að vinna í nýju plötunni og get varla beðið eftir að fylgja henni eftir þegar hún kemur út," segir Ragnheiður. Að vera samkvæmur sjálfum sér skiptir öllu máli Vetrarljóð, síðasta plata Ragn- heiðar seldist með eindæmum vel og hlaut hún platínuplötu fyrir árangurinn. „Ég var hjá útgefanda sem var mjög duglegur við að aug- lýsa og markaðssetja plötuna. Eg held að ef maður er með gott efni og góða markaðssetningu þá eru helm- ings líkur á að platan seljist vel. Ég veit samt ekki við hverju ég á að bú- ast með næstu plötu enda gæti hún orðið dálítið ólík þeirri fyrri því ég er að fara nýjar leiðir. Ég kýs samt að líta ekki á sölu sem mælikvarða á hversu gott efnið er enda snýst þetta mikið um auglýsingu. Maður má ekki velta þessum hlutum of mikið fyrir sér. Svo lengi sem maður gerir plötu sem maður er ánægður með og getur verið stoltur af eftir fjörutíu ár þá er ég sátt,“ tekur Ragnheiður fram. Opin fyrir ólíkum tónlistar- stefnum Djassinn hefur alltaf heillað Ragnheiði en hún segist samt reyna að vera opnari fýrir ólíkum tónlistar- stefnum. „Ég mátti til dæmis ekki heyra neina rokktónlist hér áður. Fékk alltaf fyrir hjartað því mér fannst þetta svo mikill hávaði. Ég hef verið að reyna að endurskoða það og vera opin fyrir hverju sem er. Þjóðlagatónlist hefur líka verið vin- sæl hjá mér undanfarið enda er áhugavert að kanna nýjar slóðir. Það er ágætt að reyna að bijótast út úr því að hlusta alltaf á það sama. Það má því segja að tónlistin hafi þróast noldcuð síðan ég byrjaði í bransanum. Hver veit, kannski enda ég sem poppari eða rokkari. Málið er bara að gera það sem manni finnst skemmtilegt. Ég veit samt ekki hvort ég væri til í að vera poppstjarna því sú ímynd er ekki eitthvað sem heill- ar mig. En hvað svo sem ég geri þá finnst mér mikilvægt að gera það á mínum eigin forsendum. Það er mikilvægt að vera ekki að semja tón- list sem maður heldur að aðra langi til að heyra því þá tapar maður sín- um eigin st£I,“ segir Ragnheiður. Tók tíma að koma sér á kortið „Það hefur mikið gerst varðandi feril minn á síðustu tveimur árum sem hefur gert það að verkum að ég get einbeitt mér algjörlega að tón- listinni. Músíkin á því hug minn og hjarta í dag. Ég var búin að syngja í dágóðan tíma án þess að nokkur vissi hver ég var. Ég söng meðal ann- ars með Kidda í Hjálmum á tímabili og ætíuðum við að gefa út plötu saman. Hann var að vinna hjá Ríkis- útvarpinu og gat því komið okkur í fjölmarga útvarps- og sjónvarps- þætti á vegum fýrirtækisins. En það vissi samt enginn hver ég var,“ segir Ragnheiður og hiær. „Nokkru seinna söng ég lag í forkeppni fyrir Eurovision og það má segja að það hafi komið mér á framfæri. Því næst kom lagið „Ást“ sem varð mjög vin- sælt. Það var valið lag ársins af dóm- nefnd íslensku tónlistarverðlaun- anna. Það má því segja að þetta tvennt hafi komið mér á kortíð," út- skýrir Ragnheiður. Þoldi illa álagið sem fylgdi árangrinum „Sem tónlistarmaður er ég að fást við svo marga mismunandi hluti að það þarf lítið að gerast til að lífið verði ein stór ringulreið. Það er auðvitað skemmtilegt þegar vinnan er svona fjölbreytt en þetta krefst þess að maður sé mjög skipulagður. Ég hef verið að taka mig í gegn varðandi það. Fyrst þegar það byrjaði að vera mikið að gera fór ég næstum yfir um. Ég var nærri því að brotna saman vegna álags. En það var bara vegna þess að ég þurftí að læra að skipu- leggja mig betur. Ég á líka rosalega góða fjölskyldu sem studdi við bakið á mér. Margir eru með umboðsmann sem fæst við þessa hlutí og er það að vissu leyti mjög sniðugt. En ég ákvað að gera þetta sjálf því ég vildi stjóma mínu lífi. Það má þó vel vera að ég næli mér í einn „umba" seinna meir ef ég verð þreytt á að standa í þessu sjálf," segir Ragnheiður. Mikilvægt að hafa trú að því sem maður gerir „Að stíga á svið til að flytja tónlist gefur mér óneitanlega skemmtilega spennu. Ég get samt ekki sagt að ég fái sviðsskrekk en ég fæ samt alltaf smá sting í magann. En það er góð tilfinning. Það er líka aldrei gott að vera of afslappaður því þá hættir manni til að vera kærulaus. Mér líður samt alltaf mjög vel þegar ég er byrjuð að spila. Fyrstu tónarnir em oftast erfiðastir en þegar þeim er lokið er ekkert nema eintóm gleði. Svo er auðvitað alltaf gott ef maður finnur að það em góðir straumar í salnum frá áheyrendapöllunum. Ég hugsa stundum um hvort áheyr- endum þyki leiðinlegt að sitja undir hljómflutningnum. En það er bara eðlilegt að hugsa svona. Maður efast alltaf einhvem tímann. Það er samt óþarfi að spá of mikið í þetta. Maður verður bara að passa sig á því að missa ekki móðinn enda er þetta spursmál um sjálfstraust. Að hafa trú á því sem maður er að gera,“ út- skýrir Ragnheiður. Stefnir á frekara nám „Ég lauk námi i söng við FÍH síð- asta vor. En ég stefni á meira tónlist- arnám og langar mig mikið til að fara til New York. Mig hefur líka alltaf langað til að búa í stórborg og er því um að gera að drífa sig í skóla þar úti. Slá tvær flugur í einu höggi. Það er samt alveg óvíst hvort ég stefni á erlenda tónlistarmarkaði seinna meir enda er þetta ofboðs- lega stór heimur og erfiður bransi. En ef maður fengi tækifæri til að koma fram og spila þá væri það auð- vitað frábært. Margir íslenskir tón- listarmenn hafa líka fengið dreifingu á erlendum markaði og lyftir það upp laununum því íslenski markað- urinn er í minna lagi. En íslenski tónlistarmarkaðurinn er líka mjög spennandi og það er yfirdrifið nóg að gerast hér. Það er ótrúlega mikið af spennandi hlutum í gangi." Á fuilt í fangi með að læra á gítar „Það er svo margt sem mig langar að læra til viðbótar við söngnámið. Ég er til dæmis að feta ókunnar slóð- ir þessa dagana því ég er að reyna að læra á gítar. Ég endurtek að reyna. Ég hef ekki mikla tilfinningu fýrir gítarnum og á fullt í fangi við að ná réttum gripum. Ég veit um fitílt af fólki sem getur glamrað en ég get ekki einu sinni skipt um grip. Ekki nema það líði svona mínúta á milli," segir Ragnheiður og hlær. „Það er samt sagt að æfingin skapi meistar- ann og gefst ég því ekki upp. Mér hefur líka alltaf fundist gítarinn vera mjög flott hljóðfæri svo áhugann vantar ekki.“ Ekkert stórmál að vera þekkt Það er gjarnan fýlgifiskur þess að gera góða hluti f tónlistargeiranum að verða þekkt andlit. „Ég held að fólk muni oft nafnið mitt en ég er ekki svo viss um að það þekki mig í sjón. Ég verð alla vegá ekki mikið vör við það og er það mjög jákvætt í mínum huga. Það er líka svo auðvelt að verða þekktur á íslandi að það er ekki eins og það sé eitthvað stórmál. Mér finnst til dæmis ótrúlega hall- ærislegt þegar fólk fær einhverja sér- þjónustu fyrir að vera „frægur" enda er þetta svo lítið land," segir Ragn- heiður. Ragnheiði hefur alltaf langað til að verða söngkona Það varþví ekki fyrirtil- viljun að hún fór í tóniistargeirann. Of mikið stress getur bitnað á tónlistinni „fslenskir tónlistarmenn eru sjaldnast múraðir af peningum eins og í Ameríkunni en ég hef það samt ágætt. Enda hef ég verið mjög heppin að fá mörg góð tækifæri eins og að spila í brúðkaupum reglulega. Hins vegar bý ég ennþá hjá foreldr- um mínum og er ég því kannski ekki marktækt dæmi um hvort hægt sé að lifa á þessu. Ég veit til dæmis ekki hvemig hlutímir væm ef ég væri að að reka heimili með tvö böm. Þá væri þetta eflaust barátta. Ég væri með allar klær úti í verkefnaleit. í dag reyni ég hins vegar að hafa gaman að þessu því þegar þetta er orðin kvöð og leiðinlegt þá meika ég það ekki. Þá er maður heldur ekki að gefa allt af sér og bitnar það á tón- listinni,“ útskýrir Ragnheiður. „Það má því segja að tónlistin hafi þróast nokkuð síðan ég byrj- aðí í bransanum. Hver veit, kannski enda ég sem poppari eða rokkari. Málið er bara að gera það sem manni finnst skemmtHegt, “ segir Ragnheiður. Elskar að lifa og hrærast í músíkinni „Ég veit ekki hvað ég væri að fást við ef ég væri ekki tónlistarmaður," segir Ragnheiður. „Þetta hefur alltaf verið mín braut og ég hef eiginlega ekki áhuga á neinu öðm eins og stendur. Þetta er mitt líf og yndi og finnst mér fátt skemmtilegra en að lifa og hrærast í tónlistinni og vinna með skapandi fólki. Ég gæti því vel hugsað mér að vera enn starfandi í þessum geira eftir tíu eða tuttugu ár og verð þá vonandi búin að fara í frekara nám, gefa út fleiri plötur eða eitthvað slíkt. En þetta er eitthvað sem ég get ekki verið að velta of mikið fýrir mér. Enda verður bara að koma í ljós hvað framtíðin hefur að geyma." iris@dv.is •..Éiilfil.......: Ragnheiður er mjög spennt fyrir útgáfu nýju plötunnar. Segir efni plötunnar hafa verið í B undirbúningiímörgár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.