Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST2005
Fréttir DV
Herskáirsam-
kynhneigðir
mótmæla
Samtök herskárra sam-
kynhneigðra í Manilla á
Filipseyjum mótmæltu í gær
slæmri meðferð á samkyn-
hneigðu drengjunum tveim-
ur sem voru hengdir í íran í
síðasta mánuði. DV greindi
frá því að írönsk stjómvöld
höfðu hengt tvo samkyn-
hneigða drengi og gefið
þeim að sök að hafa nauðg-
að 13 ára gömlum dreng, en
sú ásökun hefur verið dregin
íefa.
Reyndiað
opnaí 1.200
metra hæð
52 ára gömul bandarísk
kona hefur verið handtekin
eftir að hafa reynt að opna
dyr á flugvél. Hún var á ferð
ffá Flórída til Seattle þegar
hún fékk nóg af flugferðinni
og reyndi að komast út. Hún
mun hafa snúið handfang-
inu svo langt að viðvörunar-
kerfi fór í gang í flugstjómar-
klefanum. Fiugvélin var þá í
tólf hundruð metra hæð.
Discoveryá
heimleið
Áhöfit Discovery er nú á
heimleið eftir að hafa fengið
leyfi til að snúa til jarðar.
Áætluð heimkoma er á
mánudag. Mikið hefur geng-
ið á í för Discovery og var á
tímabili talið að áhöfnin
kæmist ekki aftur til jarðar
vegna bilana.
Flóðí
Búlgaríu
Um tvö þúsund manns í
bænum Ithiman hafa þurft
að yfirgefa heimili s£n vegna
mikilla flóða. Bærinn er f um
50 kílómetra ifá höfuðborg-
inni Sofiu. Rigningar ollu
hækkandi vatnsborði og em
götur bæjarins á bólakafi.
Kæra blaða-
mannfyrir
njósnir
Kínversk yfirvöld hafa nú
formlega kært blaðamann-
inn Ching Cheong fyrir
njósnir, en honum hefur
verið haldið föngnum síðan í
apríl. Honum er gefið að sök
að hafa keypt og safnað upp-
lýsingum um innanríkismál
Kína og látið tævönskum
stjómvöldum í té. Verði
hann sakfelldur fyrir njósnir
bíður hans dauðarefsing.
Hin 45 ára gamla þýska húsmóðir, Susanne Knoll, er nú orðin stjarna í heimalandi
sínu. Hún þykir ótrúlega lík Angelu Merkel sem margir telja hafa mikla mögu-
leika á að verða næsti kanslari Þýskalands. Susanne er annálaður stuðningsmaður
jafnaðarmanna.
Þykist vera leið|ogi
Kristilegra demokrata
Susanne Knoll er 45 ára gömul þýsk húsmóðir sem hefur nýlega
skotist upp á stjörnuhimininn. Þó kemur hún ekki fram sem hún
sjálf, heldur sem Angela Merkel, sem sumir telja að geti orðið
fyrsta konan til að verða kanslari Þýskalands. Kosningabaráttan
í Þýskalandi er á fullu og er Susanne Knoll orðin ótrúlega vinsæl.
Jaftiaðarmannaflokkur Gerhards Schröder hefur meira að segja
pantað hana á skemmtun.
„Síminn minn hættir aldrei að
hringja," segir Susanne. Hún er orð-
in ein af vinsælustu skemmtikröft-
um Þjóðverja þótt hún geri ekkert
nema þykjast vera Angela Merkel,
leiðtogi kristilegra demókrata þar í
landi. Susanne var þó ekki sátt í
fyrstu með að vera líkt við Angelu
sem þótti áður þurr og leiðinleg
týpa. „Sé miðað við þáverandi
ímynd Angelu voru það frekar mikil
vonbrigði að vera líkt við hana," seg-
ir Susanne. Hún var fyrst „uppgvöt-
uð" í partíi árið 2003 þegar einn vin-
ur hennar benti henni á hið aug-
ljósa: Hún var ótrúlega lfk Angelu
Merkel. Susanne leitaði til dætra
sinna og vina og allir voru sammála
um að hún líktist Angelu ótrúlega
mikið. Hún ákvað því að hafa sam-
band við umboðsmann sem heillað-
ist af útliti hennar og sá strax gróða-
von.
Sátt með nýtt útlit Angelu
Angela Merkel hefur gengið í
gegnum talsverða útlistsbreytingu
„Ég er nú að læra að
tala eins og Angela og
hvernig hún bersig.
Ég horfi á hana í
hverjum einasta
spjallþætti sem hún
kemur fram í. Ég hef
einnig lesið bókina
hennar."
undanfarin misseri. Hún þykir nú
mun ferskari, með nýja klippingu og
notar meiri andlitsfarða. Susanne er
ánægð með þetta nýja údit Angelu
en áður en breytingarnar áttu sér
stað fannst henni ekkert sérstakt að
líkjast henni. „Ég sagði alltaf við
sjálfa mig að ég líktist henni þegar ég
reyndi eða þegar ég var illa sofin og
ekki upp á mitt besta," segir Sus-
anne.
Eftirherman Susanne Knoll er ótrúlega llk Angelu enda græöir húnátá og fíngri viö aö þykj-
ast vera stjórnmátakonan.
H vor er hvað? Þessar tvær konur þykja mjög svo llkar.
Endalausar æfingar
í fyrstu var Susanne aðeins lfk
Angelu í útliti en gerir nú allt sem
hún getur til þess að líkja sem best
eftir hrejdingum hennar og
talsmáta. „Ég er nú að læra að tala
eins og Angela og hvernig hún ber
sig. Ég horfi á hana í hverjum einasta
Sjallþætti sem hún kemur fram í.
j hef einnig lesið bókina hennar."
Æfingin virðist líka skapa meist-
arann því allt gengur nú ótrúlega
vel. Henni líður vel í nýja starfinu
sínu og segir launin vera góð. Marg-
ir hafa haft samband við hana og
bókað hana á skemmtanir og í sjón-
varpsþætti. Meira að segja hefur
Jafnaðarmannaflokkurinn, sem er
nú í ríkisstjóm, falast eftir henni.
Stendur frammi fyrir erfið-
leikum
Susanne stendur nú frammi fyrir
frekar erfiðri ákvörðun. Hún er mik-
ill jafhaðarmaður í sér, hefúr alltaf
kosið Jafriaðarmannaflokkinn og
þykir mikið koma til Gerhards
Schröder. En beri Kristilegir
demókratar sigur úr býtum og Ang-
ela Merkel verður kanslari mun Sus-
anne líklega verða enn frægari og
Hin eina sanna Angela Merkel gæti oröiö
næsti kanslari Þýskalands.
enn betur sett fjárhagslega. Því er
spuming hvort Susanne taki hug-
sjónir fram yfir eigið ríkidæmi.
kjartan@dv.is
Skelfdir farþegar hegðuðu sér eins og skepnur
Farþegar í flugslysinu í Kanada trylltust
Ekki fögur sjón Mildi þykir aö ekki hafí fariö verr. Farþegar flugvélarinnar munu hafa látiö
öllum illum látum þegar hún fór út afflugbrautinni.
„Fólk ýtti bara frá sér, það var
ekki að hugsa um neitt annað," seg-
ir hin 17 ára gamla Stephaine
Paquin um farþega í flugvél Air
France, sem fór út af flugbraut á Pe-
arsons-flugvellinum í Kanada, í
samtali við netmiðilinn Globe and
mail. Hún segir ástandið ekki hafa
skánað eftir að fólkið komst út úr
flugvélinni. „Eftir að fólkið flúði út
um neyðarútgangana hélt það
áfram að troðast, allir tróðust." Aðr-
ir farþegar staðfesta þessa frásögn
Stephanie.
Sálfræðingar segja þessi viðbrögð
ekki óalgeng. „Við sýnum mjög
fmmstæð viðbrögð og högum okkur
eins og dýr við sumar aðstæður,"
segir Dr. Steven Taylor, prófessor í
sálfræði við háskólann í British Col-
umbia í Kanada en hann hefur sér-
hæft sig í viðbrögðum fólks við áföll-
um og segir hann hægt að skipta
viðbrögðunum niður í fjögur stig.
„Fyrsta stigið er svipað og þegar
kanína er elt af hundi og felur sig í
skóginum." í þannig ástandi er fólk
þögult og horfir mikið í kringum sig
til þess að sjá hvað er að gerast í
nánasta umhverfi. Á öðm stiginu
segir doktor Taylor að fólk finni fyrir
löngun til að flýja. Þá vílar fólk ekki
fyrir sér að hrinda og troðast til þess
að komast leiðar sinnar. Á því þriðja
tapar fólk samúð sinni með öðmm
manneskjum. Farþegarnir í flugvél-
inni vom líklega í þannig ástandi
segir dr. Taylor. „Þegar fólk hefur
áttað sig á að allt er í lagi skammast
það sín fyrir hvemig það hegðaði
sér," segir hann. Fjórða stigið lýsir
sér þannig að fólki finnst það ekld
geta hreyft sig, það stendur bara
stjarft þar til einhver kemur því til
hjálpar og segir því að halda áfram.
kjartan@dv.is