Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2005, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2005, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 Fréttir 0V Ingibjörg áminnt" Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, alþingismaður Sam- fylkingarinnar, var í gær áminnt af Birgi Ármanns- syni, þriðja varaforseta Al- þingis, fyrir að ávarpa ekki rétt forseta Alþingis og Hall- dór Ásgrímsson forsætis- ráðherra í ræðu sinni utan dagskrár í gær. Hvorki Sól- veig Pétursdóttir, forseti Al- þingis, né Rannveig Guð- mundsdóttir og Jónína Bjartmarz, fyrsti og annar varaforseti, voru viðstaddar. Stjórum vísaðfrá Útvarpsráð Ríkisútvarps- ins samþykkti í fyrradag til- lögu Gurúilaugs Sævars Gunnlaugssonar, formanns ráðsins, um að framvegis sitji framkvæmdastjórar stofnunarinnar ekki fundi útvarpsráðs nema þeir séu sérstaklega kallaðir til. Framvegis sitji fundina ein- göngu Páll Magnússon út- varpsstjóri og sjálfir meðlim- ir útvarpsráðs. Eftiahagsmálin ? Egill „Tiny"Thorarensen rappari. „Ég er voða lítið aö spá I þess- um málum. Þekki lltiö til. Ég veit reyndar að krónan er mjög sterk og það kom sér vel þegar ég var úti I Svíþjóð I sumar. Ég held að það sé best fyrir alla að anda rólega og vera ekki að hafa ofmiklar áhyggjur afástandinu. Þetta feralltvel." Hann segir / Hún segir „Ég hefekki miklar áhyggjur af efnahagsástandinu. Maður hefur heyrt afþessum verð- bólguáhyggjum en ég læt þær ekki stoppa mig I því sem ég vil gera. Ég var til dæmis að kaupa mér Ibúð og er ekki I minnsta vafa um að ég hagn- ist á því. Þetta kemur bara þegar þetta kemur.“ Hugrún Harðardóttir fegurðardrottning. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að Gunnar Örlygsson, fyrrverandi alþingis- maður Frjálslyndra, verði fulltrúi flokksins á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Óvíst er hvort Gunnar fái vegabréfsáritun vegna sakaferils síns en Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi félagi Gunnars, hefur áhyggjur. smalerill n Þetta er þokkaleg auglýsing fyrír ísland eða hittþó heldur." GunnarÖr- lygsson Ætlard allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna en fyrst verður hann að fylla út eyðublöð vegna vegabréfsáritun- arl bandarlska sendiráðinu þar semspurterum sakaferil. Óvíst er hvort Gunnar örlygsson alþingismaður fái vega- bréfsáritun til Bandaríkjanna þar sem hann ætlar að sitja fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Gunnar ör- lygsson hefur sem kunnugt er hlotið refsi- og fangelsisdóm vegna fjársvika og ölvunaraksturs en um þau atriði er spurt þegar sótt er um vegabréfsáritun í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík. „Ég hef ekki heyrt um þetta," seg- ir Gréta Ingþórsdóttir, fram- kvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæð- isflokksins. Fyrrverandi félagi Gunn- ars í Frjálslynda flokknum, Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður, sparar þó ekki stóru orðin: Áhyggjur „Eg hef áhyggjur af orðspori lands og þjóðar á alþjóðavettvangi ef senda á Gunnar Örlygsson á þing Sameinuðu þjóðanna og það þegar við erum að reyna að tryggja okkur sæti í öryggisráðinu," segir Magnús Þór. „Þetta er þokkaleg auglýsing fyrir ísland eða hitt þó heldur. Gunnar örlygsson er glæpamaður," segir þingmaðurinn. Tveir hópar þingmanna sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og fer fyrri hópurinn utan á sunnu- daginn. í þeim hópi eru Birkir Jón Jónsson, frá Framsóknarflokki, fyrr- nefndur Magnús Þór Hafsteinsson og Margrét Frímannsdóttir frá Sam- fylkingunni. Síðari hópurinn fer svo að loknum landsfundi Sjálf- stæðisflokksins en í honum verða Katrín Júlíusdóttir frá Samfylkingunni, Bjami Benediktsson frá Sjálf- stæðisflokki og svo Gunnar Örlygsson. Á fundi erlendis Gunnar Örlygs- son hefur verið í leyfi frá þingstörf- um að undan- förnu þar sem hann er staddur erlendis. Þegar DV ræddi við hann síðdegis í gær, sagði hann: „Ég er á fundi." Höfuðstöðvar Samein- uöu þjóðanna í New York Fyrrverandi sam- flokksmaður Gunnars Ör- lygssonar segir það þokka- lega auglýsingu eða hittþó heldur ef Gunnar veröur sendur á allsherjarþingið. N Magnús Þór Hafsteinsson Óánægður með að Gunnar verði sendursem fulltrúi lands og þjóðar á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Fjall í Skagafirði til sölu á 40 milljónir 14 kílómetrar á næsta AA-fund Guðmundur Hermannsson, kennari og bóndi á Fjalli í Skagafirði, hefur sett jörð sína á sölu með ýms- um gagnlegum upplýsingum sem tengjast daglegu lífi. í auglýsingu Fasteignamiðstöðvarinnar segir að um sé að ræða 998 hektara jörð í 250 kílómetra fjarlægð frá Hvalfjarðar- göngunum. Þá getur Guðmundur þess að aðeins 14 kílómetrar séu í næsta AA-fund á Löngumýri en 37 kílómetrar í áfengisverslunina á Sauðárkróki. „Þetta em bara gagnlegar upplýs- ingar um réttar vegalengdir," segir Guðmundur. „Upplýsingar sem hafa gagnast mér og gætu nýst öðrum." Guðmundur segir að gott og fal- legt sé að búa á Fjalli enda hafi hann verið þar í aldarfjórðung. En nú er Guðmundur kominn á eftirlaun og ætlar að flytjast til Reykjavíkur: „Við emm búin að festa okkur íbúð í Ár- bæjarhverfinu," segir Guðmundur og á þar við sig og Klöm Njálsdóttur, eiginkonu sína og hjúkmnarkonu. Hvatt til sameiningar Bæjarstjórn Blönduóss sam- þykkti í gær samhljóða hvatn- ingu til íbúa Áshrepps, Blöndu- óss, Höfðahrepps og Skaga- byggðar til að samþykkja sam- einingu þessara sveitarfélaga í kosningum um helgina. Jafn- framt sagðist bæjarstjóm Blönduóss ítreka að mikilvægt sé að góð þátttaka verði í kosning- unum sem verða á laugardag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.