Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2005, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2005, Side 14
í4 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Frakki fékk Nóbel Sænska akademían til- kynnir nú daglega um vinningshafa nóbelsverð- launa fyrir árið 2005. í gær var Frakkinn Yves Chauvin útnefndur vinningshafi ásamt Bandaríkjamönnun- um Richard Schrock og Ro- bert Grubbs. Þeir fundu upp nýja aðferð, sem skipt- ir miklu máli í framleiðslu lyflaog plasts. Heilmynd á hóteli Japanski tækjarisinn Pioneer kynnti í gær nýja tækni, sem varpar þrívíð- um myndum í lausu lofti. Hún kallast Floating Interface. Hér sést tölvu- teiknuð persóna að nafni Haruka en hún stendur í anddyri tæknisýningar í Tókýó og tekur á móti gest- um. Skildu riffl- ana eftir Vinnukonan kippti sér lítið upp þó að hermenn, sem stóðu heiðursvörð í Tíblisi í Georgíu í gær, skildu rifflana sína eftir þegar þeir yfirgáfu staðinn. Hermennirnir stóðu vörð þegar Vaira Vike-Freiberga Lettlandsforseti kom í sína fyrstu opinberu heimsókn til Georgíu. Toyota keypti Subaru Miklar hræringar urðu á bílamarkaðnum í gær. Þá tilkynntu yfirmenn Toyota að þeir hefðu keypt stóran hlut af General Motors í Fuji Heavy, sem framleiðir Subaru. Um svipað leyti kynnti Toyota nýjasta smá- bílinn sinn, Ractis, en fyrir- tækið bindur miklar vonir við hann. Bandaríski auðkýfingurinn Bernard Keiser hefur síðastliðinn áratug dvalið á eyjunni Robinson Crusoe. Hann ætlar sér að finna fjársjóð að verðmæti rúmlega 600 milljarða kxóna, sem týndist á hafsbotni þegar bresk freigáta fórst þar árið 1755. Nú er fyrirtæki frá Chile komið í kapphlaup við Keiser og segist hafa fundið fjársjóðinn. Chiieska fyrirtækið, Wagner, sendi leiðangur á eyjuna í september. Hann var búinn nýstárlegu vélmenni, sem nemur málma og getur einnig sagt til um efiiasambönd í jörðu. Leiðangur- inn sneri aftur sigri hrósandi og sagð- ist hafa fundið 800 tonn af guili, á annarri hlið eyjarinnar en Keiser hef- ur leitað síðastliðin 10 ár. Öll fiug bókuð „Það getur ekkert vélmenni kom- ið hingað og fundið fjársjóð á fimmtán mínútum," segir Keiser, sem hefur nú látið enn meiri kraft í fjársjóðsleitina. „Ég á eftir að finna þennan fjársjóð. Það sem ég þarf er meiri tími og engin truflun." Það er ekki víst að Keiser verði að ósk sinni því um leið og það fréttist að menn Wagner hefðu fundið fjársjóðinn fylltust öll flug til eyjarinnar. Fjölmiðlar víðs vegar úr heiminum og gullgrafarar í ævin- týraleit flykkjast nú til Robinson Crusoe. Aztekagull Fjársjóðurinn sem um ræðir hef- ur verið týndur frá 18. öld. Sagan segir að spænskur herforingi hafi gengið til liðs við Breta og fyllt skip sitt af Aztekagulli. Siglt síðan til Robinson Crusoe-eyju og grafið gullið. Spænski herforinginn lét síðan Breta fá kort, sem hann teiknaði af staðsetningu íjársjóðsins. 40 árum seinna sendu þeir Cornelius Webb skipstjóra með leiðangur til að finna hann. Það tókst en ekki betur en svo að skip Webbs eyðilagðist í stormi áður en hann gat haldið tU baka. Hann sendi þá kort og sagði frá nákvæmri staðsetningu fjár- sjóðsins, sem hann gróf aftur. Lyklar Jerúsalem Tveimur öldum seinna keypti chileska Beeche-fjölskyldan kortið og hefur hún leitað síðan að fjár- sjóðnum. Félagi Keisers í leitinni er einmitt Maria Beeche. Hún vandar Wagner-fyrirtækinu ekki kveðjurn- ar. Það tekur undir með sumum eyjarskeggjum að nokkrir sjóræn- ingja-fjársjóðir frá 18. öld séu einnig faldir á eyjunni. „Það er ekki rétt hjá þeim að það séu margir fjársjóðir á eyjunni. Það er bara einn. Þeir segja líka að gull- hringar páfa og lyklarnir að Jerúsal- „Ég á eftir að finna þennan fjársjóð. Það sem ég þarfer meiri tími og engin trufíun." em séu í fjársjóðnum. Fáránlegt! Þeir eru bara að fá auglýsingu fyrir þetta vélmenni sitt.“ Deilt um prósentur Nú þegar umræðan um ijársjóð- inn hefur náð miklu flugi eru eyjar- skeggjar byrjaðir að vilja fá hluta af gróðanum. Sömu sögu er að segja um stjórnvöld í Chile. Keiser hefur nú þegar samið um að 75 prósent fjársjóðsins renni tU ríkisins. Eyjar- skeggjar eru óánægðir með það og heimta tíu prósent. Sú deUa getur samt ekki orðið meira en orðaskipti þar til einhver fjársjóður finnst. Og allir bíða spenntir á meðan. halldor@dv.is Eyjan Robinson Crusoe skammt frá Chile er rólyndisstaður. Þar búa 1500 manns að jafnaði, sem renna fyrir fisk og lifa einföldu lífi. Nú er aftur á móti hafið gullæði á eyjunni og þangað flykkjast ævintýramenn og íjölmiðlafólk. Nýsjálensk kona bjargaðist á ævintýralegan hátt eftir bílslys * I þrjá daga með líkum í bílflaki Nýsjálenskur vörubílstjóri vissi varla hvaðan á hann stóð veðrið þegar trukkurinn hans bilaði í gær. Hann fór út úr bffnum tU að athuga hvað væri að vélinni þegar undarleg hljóð heyrðust fyrir utan veginn. Þegar bílstjórinn gekk niður brekku við veginn blasti við honum bílflak. Innan úr því heyrðust óp konu. í ljós kom að bfllinn hafði far- ið út af veginum rúmum þremur dögum áður og velt Ula. Konan var sú eina sem komst lífs af en sam- ferðamenn hennar, maður og kona, létust bæði. Enginn tók hins vegar eft- ir bflnum í vegarkantinum og því liðu rúmir þrír dagar þar sem konan var ein með líkunum. Hún var illa á sig komin þegar sjúkraliðar komu á staðinn í gær og fóru með hana á sjúkrahús. Flak b/lsins Hérlákon- an hjálparlaus i rúma þrjá daga.! bilnum voru einnig lík konu og manns, sem létust í slysinu. Bilaður trukkur Það varö slösuðu konunni til happs að trukkur bilaði rétt hjá henni. Bllstjórinn heyrði Ihenni úr bllflakinu Eldgos á franskri eyju í fyrradag hófst eldgos á frönsku eyjunni Reunion í Ind- landshafi. Þar er eldfjallið Piton de la Fournaise, sem er eitt virkasta eldfjall heims. Það gaus síðast í febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.