Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2005, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2005, Page 33
Menning DV FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 33 Rússar eru merkileg þjóð. Þeir drekka eins og Norður-Evrópubúar og grenja eins og suður-evrópskir karlmenn, eru með djúprödduð- ustu karlakóra í heimi en jafnframt yfirdrifið dramatískir í ástarmálum. Ófáar rússneskar myndir fjalia um menn sem eru á einhvem hátt kúgaðir af konum. Það er nefnilega merkileg staðreynd að karlmenn í löndum þar sem kvenréttindi em kominn skammt á veg eiga það til að verða fremur bældir, því þegar status konunnar ræðst af manni hennar gera þær oft mjög miklar og óraunsæjar væntingar til þeirra. Og fáir em nógu mikil karlmenni til að teljast karlmenni á rússneskan mælikvarða. Kúgaðir af mömmum eða eiginkonum Rekkjusögur segir ekki bara eina slika sögu, heldur nokkrar. í þeirri fyrstu kynnumst við manni sem er kúgaður af móðir sinni, sem segist aldrei hafa elskað föður hans og heimtar að hann skilji við konu sína. f næstu mynd sjáum við son hans sem er líklega jaih kúgaður af sinni móðir og er auðveld bráð fyrir tudda í hemum. í þeirri þriðju fáum við svo að kynnast mannin- um og konu hans, sem ber ennþá gremju eftir að hafa gripið hann með annarri konu á menntaskóla- baUi löngu áður. Næst er komið að ofbeldismanninum úr hemum, sem eldri kona hefur borgað fyrir að koma með sér heim. Hún hefur þó ekki í hyggju að sofa hjá honum, heldur lætur sér nægja að niður- lægja hann. Sokkabuxurogsvipur Á meðan er eiginmaður hennar uppi í rúmi með öðrum manni. Hér rfldr jafnrétti sem leysist að sjálf- sögðu upp í rifrildi, í stórskemmti- legu atriði þar sem þeir rifast um hver hefur pikkað hvem upp. Loks er komið aftur að fyrsta mannin- um, sem sefur hjá móðir kvalara sonar síns. Eiga þau þó í mestu erf- iðleikum með að koma hvom öðm til, og beita svipum og sokkabuxum jafnhendis. Jarmusch og Tarantino Andi Jarmusch jafht sem Tar- antino svífur hér yfir vötnum. Óháðir leikstjórar um allan heim em mjög uppteknir af litlum sögum sem tengjast allar á einhvem hátt (svo sem Ragnar Bragason hérlend- is), og þó að formið sé varla frum- Rekkjusögur/Postelnyye stseny Rússland Leikstjóri: Kirill Serebrennikov ★ ★★ Kvikmyndir legt lengur býður það gjaman upp á mikinn húmor. Það er í raun merki- legt að fóik frá mismundandi heimshlutum skufi vera svo hrifið af sama forminu, samanber Amor- es Perros frá Mexflcó eða Hawai, Oslo frá Noregi, en það hentar lflc- lega vel mönnum sem em aldir upp í auglýsinga- og myndbandagerð að fást við stuttar sögur. 70 mínútur Besta rússneska mynd undan- farinna ára, Russian Ark, var öll tek- inn í einum göngutúr um Vetrar- höllina, og Serebrennikov beitir sömu tækni en sm'ður sér stakk eft- ir vexti og lætur sér nægja að mynda hvert atriði í einum rykk. Sögumar em misskemmtilegar, en ná hápunktinum í miðbikinu með karlmönnunum tveimur. Hún er þó aldrei leiðinleg, enda reynir hún ekki að teygja lopann, og nýtir sínar 70 mínútur betur en sam- nefndir þættir gerðu. Valur Gunnaisson Næst sýnd (Regnboganum 6. og8. októbeikL 22:00. David Hockney málar landslag David Hockney, breski myndlistarmaðurinn frá Bradford, sem flutti sig yfir til Kaliformu á sjötta ára- tugnum og vann þar, hefur nú snúið heim. í sumar sat hann í Jórvfkurskíri og málaði - landslag. Hocney er orðinn sextíu og átta og var í frontinum á þeirri hreyfingu sem bar upp nýja tíma í myndlist Evrópu. Hann er frábær teiknari og hefur aldrei yfirgefið hin fornu brögð myndlistar, meðal annars lagt sig eftir fornri tækni í teikningu endurreisnarinnar og gefið út um þau efni stóra bók. Síðasta áratug hefur hann unnið mildð með samsettar polaroidmyndir af - landslagi Kalifomíu sem hefur smitast yfir í stór Iandslagsmálverk. Verk hans hafa aldrei verið hærra metin á markaði. í viðtali við sunnudagsblað Times segir Hockney Breta ekki meta landslag Jórvflcur og hann vilji gera sitt að bjarga því frá eyðileggingu. Hann sækist eftir friði sveitanna þar, birtunni og flatlendi sem mörgum sýn- ist sviplaust en hann segir búa yfir mikilli fegurð. Hockney er eitt dæmi af mörgum að málverkið sé að snúa aftur í hof hinna ráðandi í myndlist Evrópu. Charles Saatchi, hinn kunni safnari, seldi nýlega stóran hluta af safni sínu og tók að kaupa málverk í miklu magni. Hann hefur verið ásakaður fyrir spá- kaupmennsku með myndlist yngri kynslóða breskra listamanna. Hockney segir fátt um helstu skjólstæðinga Saatchi: Hirst, Emin og ýmsa þá sem mest hefur ver- ið hampað síðasta áratug. Segist bara ekki þekkja til þeirra eins og Hirst. Emin sé ekki eftirminnileg. Samsett mynd Hockney af móður sinni í Bradford. Sjálfur þarf hann ekki að kvarta yfir áhuga- leysi: síðasta sýninga hans á Tate var sótt af 170 þús- und gestum. Bóksölulistar AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR SÆTi BÓK Suduko - bók 1 - Listinn er gerdur ut fra sölu dagana 30. septem- ber til4. október i Bókabúdum Máls og menningar, Eymunds- son og Pennanum. HOFUNDUR Gideon Greenspan Hugleikur Dagsson Þór Sigfússon Kari Hotakainen Ýmsir höfundar Allison Pearson Foröist okkur - Straumhvörf - Skotgrafarvegur (kilja)- í Guörúnarhúsi - Móöir í hjáverkum (kilja) - Dan Vinci lykillinn myndskreytt - Dan Brown Dansaö viö engil (kilja) - Ake Edwardson Friöland (kilja) - Liza Marklund Englar og djöflar - Dan Brown SKALDVERK- INNBUNDNAR 1. Dan Vinci lykillinn myndskreytt - Dan Brown 2. Steintré - Gyröir Elíasson 3. Dyr aö draumi - Þorsteinn frá Hamri 4. Munkurinn sem seldi sportbílinn sínn - Robin Sharma 5. Krónprinsessan - Hanne-Vibeke Holst 6. Upplitaö myrkur - Gyröir Eiíasson 7. Furöulegt háttalag hunds - Mark Haddon 8. Stúlka og Hulda - Háskólaútgáfan 9. Samdrykkjan - Platón 10. Tveggja turna tal - J.R.R. Tolkien SKÁLDVERK - KIUUR 1. Forðist okkur - Hugleikur Dagsson 2. Skotgrafarvegur - Kari Hotakainen 3. Móöir í hjáverkum - Allison Pearson 4. Dansaö viö engil - Ake Edwardson 5. Friöland - Liza Marklund 6. Englar og djöflar - Dan Brown 7. Alkemistinn - Paulo Coelho 8. Kvenspæjarastofan - Alexander McCall Smlth 9. Manntafl - Stefan Sweig 10. Da Vinci Lykillinn - Dan Brown HANDBÆKUR - FRÆÐIBÆKUR - ÆVISOGUR Sudoku - bok 1 - Straumhvörf - í Guðrúnarhúsi - Litla messubókin - Gamla góöa Kaupmannahöfn - Uf meö Jesú - Gideon Greenspan Þór Sigfússon Ýmsir höfundar Jón Ragnarsson Guölaugur Arason Jan Carlquist Ástæöur þess aö karlar Ijúga - Allan Pease Hvaö segja stjörnumerkin um þig og þína? - Jamie Stokes íslendingar - Sigurgelr Sigurjónsson og Unnur Jökulsdóttir Kortabók 1:300.000 - Mál og menning BARNABÆKUR 1. Kalli og sælgætisgeröin - Roald Dahl Völuspá - Kristín Gunnarsd. og Þórarinn Eldjárn Ævintýri á meöan - Roddy Doyle Úrvalsævintýri - H.C. Andersen Moldvarpann sem vildi vlta .. - Werner Holzwarth Lærum aö teikna ævintýrin okkar - Philippe Legrande Risaeölutíminn - Ingibjörg Briem Emil í Kattholti: allar sögurnar - Astrid Lindgren Utli Björn lærir aö synda - Nele Moost _________ Hver dagur meö þér er dásamlegur - Nele Moost ERLENDAR BÆKUR - ALLIR FL0KKAR The Broker Michael Cricton Terry Pratchett Nora Roberts Michael Crichton Mark Huckvale Going Postal - Northern Lights - State of Fear - The Big Book of Sudoku - Harry Potter and the Half-blood Prince - J.K. Rowling Thud - Terry Pratchett Death and the Penquin - Andrei Kurkov The Brooklyn Follies - Paul Auster Chronicles vol. 1. - Bob Dylan ERLENDAR VASABROTSBÆKUR 1. The Broker - State of Fear - Going Postal - Northern Lights - Life Expectancy - The Song of Susanna - The Closers - The Plot against America - Birds without Wings - Metro Girls - Michael Cricton Michael Crichton Terry Pratchett Nora Roberts Dean Koontz Stephan King Michael Connelly Philip Roth Louis de Bernieres Janet Evanowitch Vasabókalistinn byggir á sölu í ofannefndum verslunum auk dreifmgar í aörar bókabúöir og stórmarkaöi á vegum Pennans/Blaöadreifíngar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.