Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Side 20
20 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005
Helgarblaö DV
mmtanar
Umræðan undanfarna daga um heimilisofbeldi og kynferð-
isbrot gegn börnum hefur rifið ofan af mörgum sárum.
Ólöf Jónsdóttir er ein þeirra kvenna sem hefur upplifað
slíkan sársauka og segist aldrei bíða þess bætur. Fjórtán
ára gamalli var henni nauðgað og varð hún þunguð eftir
ódæðismanninn. Fimmtán ára gömul ól hún tvíbura.
é'w
K
m
1«
' «,«8$'r
; v. /’ •• -
j
■
Olöf hefur farið í gegnum
mikinn sársauka i sinu lífi
Hún er enn ud stípo seydid af
ofbelciinu sem hun vard fyrir.
„Ég ólst upp í Vesturbænum,
einkadóttir móður minnar," hefur
Ólöf frásögnina. „Við leigðum
hæð hjá manni sem bjó sjálfur í
kjallaranum og ég var ekki nema
sex ára þegar hann byrjaði að
misnota mig. Hann hótaði mér að
ef ég segði frá yrðum við mamma
reknar út úr íbúðinni og strax
þarna fer ég að eiga leyndarmál
sero ég réð ekkert við. Þau áttu
eftir að verða fleiri," segir Ólöf
dápurlega um leið og hún býður
mér upp á kaffi í notalegu eldhús-
inu sínu. Ólöf er aftur komin í
Vesturbæinn þar sem hún býr
með yngstu stelpunum sínum
tveimur, en hún hyggst flytja það-
an sem fyrst því hverfið vekur upp
vondar minningar.
„Þessi misnotkun stóð í tvö ár
eða þangað til við fluttum í burtu.
í skólanum þótti ég erfið og upp-
stökk, en mér leið bara svo illa. Ég
vissi að eitthvað verulega rangt
var í gangi en ég gat eki sagt nein-
um frá og fannst ég skítug og
ógeðsleg. Þarna held ég að hafi
verið lagður grunnur að sjálfsí-
mynd sem átti eftir að fylgja mér
langt fram á fullorðinsár."
Nauðgað af vini sínum
Ólöf segir að þrátt fyrir að hún
hafi verið uppstökk og frökk hafi
hún bælt niður allar tilfinningar.
Henni fannst hún ailtaf þurfa að
sanna sig í hópnum en upplifði
sig samt einangraða og útundan.
Þegar hún var þrettán ára gömul
var hún send í sveit þar sem henni
líkaði vel og þar eignaðist hún
góða vini.
„Eftir að ég kom í bæinn
ákváðum við krakkamir úr sveit-
inni að hittast í heimahúsi og
meðal þeirra sem komu var 17 ára
strákur sem var þarna á bænum.
Hann bað mig að koma með sér
inn á salernið og tala við sig og ég
eins og kjáni fór með honum.
Hann lokaði og læsti og nauðgaði
mér á baðherbergisgólfinu. Ég
barðist á móti og grét og grét en
það kom enginn. Á eftir fór ég
grátandi heim, mér blæddi og ég
fór beint og henti buxunum mín-
um út í öskutunnu. Ég var gjör-
samlega miður mín en samt
fannst mér eins og þegar ég var
barn að ég ætti þetta skilið.og
sagði engum neitt."-
Ólöf hélt áfram að bera leynd-
armálin sín ein, en svo fór
mömmu hennar að gruna að ekki
væri allt með felldu. Ólöf var alltaf
slöpp og veik og mamma hennar
fór með hana til læknis.
Barn að eiga börn
„Þá kom í ljós að ég var komin
næstum fjóra mánuði á leið og
ekkert hægt að gera," segir Ólöf.
„Á meðgöngunni barst það svo
einhverntíma í tal að best væri að
setja barnið í fóstur. Þá var auð-
vitað ekki vitað að börnin væru
tvö."
Það var svo skólasystir Ólafar
sem kom til hennar og sagðist
þekkja yndislega konu sem þráði
að eighast barn, en gæti það ekki.
Hún vildi taka barnið f fóstur,
sagði skólasystirin.
Ólöf segir að þessi tími sé hálf-
partinn í móðu í minningunni, en
hún man að hún samþykkti að
hitta konuna.
„Ég heillaðist af henni þegar ég
sá hana fyrst, en fékk strax óþægi-
lega tilfinningu gagnvart mannin-
um hennar. Ég var samt bara
krakki og gat ekki komið þessum
tilfinningum í orð. Konan vildi að
Bamavemdarnefnd kæmi að
málinu og saman fómm við að
hitta fulltrúa frá Barnaverndar-
nefnd. Þeir heilluðust mjög af
konunni og ég sat bara eins og
glópur og lagði ekkert til mál-
anna. Ég var samt komin með
bakþanka en gat ekki sagt það.“
Ein og yfirgefin á fæðingar-
deildinni
Þegar talsvert var liðið á með-
gönguna fékk Ólöf meðgöngueitr-
un og var lögð inn á meðgöngu-
deildl „Þá kom í ljós að börnin
voru tvö,“ segir Ólöf. „Ég lá á spít-
alanum þangað til ég fæddi tvær
yndislegar og heilbrigðar stelpur.
Það vom flestir mjög góðir við
mig á spítalanum og fæðingin
gekk vel. Ég-var samt ofsalega lítil
í mér og einmana á eftir. Önnur
telpan var strax sett í hitakassa en
ég man að ég lá og horfði á hitt
Framhaldá
síðu22