Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Side 22
22 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 Helgarblað DV Lítur lífið bjartari augum Ólöfernú að vinna sig út úr vandamálunum og skapa sér eigið líf. __ bamið í vöggunni og fann að ég vildi ekki láta börnin frá mér. Ég man líka hvað ég var líkam- lega eftir mig enda bara barn að eiga börn og þetta var gríðarleg áreynsla á lík- amann. Fljótlega eftir fæðinguna kom svo fóstur- mamman á fæð- ingardeildina og tók annan tvíburann með sér heim.' Ég var ósátt en gat ekkert gert,“ segir Ólöf og rifjar upp hversu kaldrana- legt það var þegar kona frá Barnaverndarnefnd kom á fæðingardeildina til að fá und- irskrifaða pappíra. „Hún hitti / mig á ganginum þar sem ég stóð með barnið fyrir framan mig í vöggunni og sagði mér frekar hranalega að mamma væri búin að skrifa og nú vantaði bara mína uppáskrift. Hún rétti mér blað og penna og leit svo snöggt á barnið og dáðist að því hvað það væri fallegt. Með það var hún far- in. Ég stóð ein eftir á ganginum og hágrét og langaði bara að ein- hver tæki utan um mig og hugg- aði mig." Ólöf tvíburamella Stuttu seinna útskrifaðist Ólöf og fór með hinn tvíbur- ann til fósturforeldranna. „Ég hafði á tilfmningunni að eitthvað væri í ólagi hjá þeim, en það var líka eitthvað sem ég kunni ekki að tjá mig um. Ég , , ( tók svo bara upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir fæð- 'f'S inguna og byrjaði aftur í skólanum. Þar mætti ég for- dómum og mik- illi dómhörku skólasystkin- anna sem lögðu mig í einelti og kölluðu mig Ólöfu tví- bura- mellu og fleiri ógeðslegum nöfn- um,“ segir hún og tárast við minninguna. „Það gengu um mig allskonar sögur og ég trúði því alveg sjálf að ég væri aumingi sem ætti allt slæmt skilið. Það var heldur eng- inn sem talaði við mig um mínar tilfmningar, ég varð bara að glíma við þær ein.“ í samkomulaginu um fóstur tvíburastelpnanna fólst að Ólöf mætti heimsækja þær þegar hún vildi. Hún gerði það oft en fannst hún ekki vera velkomin og hafði alltaf á tilfinningunni að stelp- urnar byggju ekki við nógu gott atlæti. Þegar fósturforeldrarnir fluttu út á land með stelpurnar minnkaði sambandið og Ólöf ákvað að halda áfram og einbeita sér að eigin lífi. Karlmönnum auðveld bráð „Ég var samt tóm og ófull- nægð í sálinni og þráði eitthvað til að fylla upp í tómið. Ég var karlmönnum auðveld bráð og mig dauðlangaði að eignast barn og hélt að það væri lausn. Ég var komin í samband við mann og þó ég höndlaði ekki sambandið þegar til kom varð ég ófrísk og eignaðist þriðja barnið mitt, lítinn strák. Fljótlega eftir að hann fæddist fór ég með hann að heimsækja stelpurnar til fóstur- foreldranna. Mér leið hörmulega eftir þá heimsókn og fannst virki- lega ekki að stelpurnar væru á góðum stað. Ég var svo ekki í miklu sambandi fyrr en fóstur- fjölskyldan flutti aftur í bæinn. Ég var alitaf hálf ómöguleg þegar ég heimsótti þær og kvartaði oft í Barnaverndarnefnd sem fór á staðinn, en sagði mér alltaf að allt væri í lagi. Nokkrum árum seinna kom í ljós að ég hafði haft rétt fyrir mér og hlutirnir voru hreint ekki í lagi. Fósturforeldramir voru þá skilin og mamman orðin ein með stelp- umar. Hún leigði húsnæði í Hafn- arfirði og á endanum sagði leigusalinn henni upp húsnæðinu sökum kvartana nágranna vegna drykkju móðurinnar og sóðaskap- ar. Það birtist viðtal við leigusal- ann og myndir af húsnæðinu þar sem allt var í rúst. Sóðaskapurinn var yfirgengilegur, matarleifar og hálfreyktir sígarettustubbar á gólfinu og pöddur um allt. Við þessar aðstæður ólust stelpurnar upp," segir Ólöf. Enn að súpa seyðið af ofbeldinu Nú em stelpurnar orðnar full- orðnar og háfa ekkert samband við móður sína. Þær völdu sjálfar að vera ættíeiddar af fósturforeldrum sínum og segjast hafa alist upp við gott atlæti. „Þetta voru samt mínar stelp- ur og ég sá alltaf að eitthvað var að,“ segir Ólöf. „Ég þótti bara ekki trúverðug og var látin gjalda þess að ég var krakki þegar ég átti þær. Það er hræðilegt að vita að börnin manns búa við erfið skil- yrði og geta ekkert gert. Barna- verndarnefnd sagðist ekki blanda sér í þetta þar sem ég valdi sjálf þessa fósturforeldra. Þar með var bara málið afgreitt af þeirra hálfu.“ . Ólöf kynntist manni árið 1993, giftist honum og eignaðist með honum tvær dætur. Þær em nú 16 og 17 ára og búa hjá móð- ur sinni og gengur vel. Sonur Ólafar er farinn að heiman. Þeg- ar dæturnar vora litiar veiktist Ólöf og var útveguð stuðnings- íjölskylda aðra hverjá helgi. Hún er mjög ósátt við að þegar hún þurfti ekki lengur stuðnings við neitaði stuðningsfjölskyldan að draga sig til baka. „Þau sýndu yngri stelpunni mikla athygli og keyptu handa henni dýrar merkjavömr og flotta hluti,' sem ég gat ekki veitt þeim. Ég kvart- aði líka yfir þessu við Barna- verndarnefnd, ég vildi bara sjá um mínar stelpur sjálf og ekki þurfa að keppa við peninga um ást þeirra. Börn em alltaf bara börn. Barnaverndarnefnd gerði ekkert í þessu. Ég skildi við manninn minn þegar stelpurnar vom mjög litl- ar, hann beitti mig bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi, sem ég er enn að vinna mig út úr. Af því ég er brothætt og á erfiða sögu var ég ekki tekin trúanleg til að byrja með og fór í gegnum miklar hörmungar með þessum manni. Það hefur tekið mig langan tíma að vinna mig út úr þessu öllu og ég á enn langt í land. Ég hefði þurft hjálp strax þegar ég var barn, ekki síst eftir að ég eignað- ist tvíburana mína. Ég vona að fólk fari að vakna til umhugsunar um hvað það er margt sem mið- ur fer í kringum okkur og hvað margar fjölskyldur þjást. Ofbeldi er fjölskyldusjúkdómur sem sýk- ir allt samfélagið, þess vegna mega þessir hlutir ekki vera feimnismál. Ég er enn reið og bitur vegna þess sem mér hefur verið gert, ég hef upplifað allt þetta ofbeldi, andlegt, líkamlegt og kynferðislegt, og er enn að súpa seyðið af því. Ég hef þó sem betur fer fengið hjálp og dætur mínar sem búa hjá mér hafa þurft heilmikla hjálp til að vinna úr sínum málum. Ég á þá ósk heitasta að þær þurfi aldrei að upplifa sársauka eins og ég fór í gegnum og er svo glöð að um- ræðan er að opnast þannig að næsta kynslóð sé betur sett en mín var. Það er aðalatriðið." edda@dv.is & ‘ A ^ - ■ \ / Ólöf er hér nýoröin fimmt- án ára Tvíburarnireru i fóstri hjá fósturfjölskyldu en Ólöf heimsóttiþá oft.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.