Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Side 24
24 LAUCARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 Helgarblað DV Fyrir tveimur árum var skáldkonan Didda að spóka sig á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes og var eiginlega svolítil stjarna þar. íslenska bíó- myndin Stormy Weather hlaut þar góðar móttökur en Didda lék aðal- hlutverkið og naut þess vegna tölu- verðrar athygli. Hún fór þó rakleiðis úr glamúrnum í Cannes í uppvask á íslenskum veitingastað. „Ég er búin að vinna í Sunnubúð- inni á annan mánuð og þegar ég fékk útborgað fyrst fékk ég ekkert útborg- að því við vorum búin að éta upp öll launin," segir Didda eftir að hafa hlammað sér í sófann á Enricos og pantað stóran bjór. „Ég er sko í fh'i það sem eftir er dags," útskýrir hún og sýpur á. „Vinnuveitandanum mínum í Sunnubúðinni fannst voða leiðinlegt að geta ekki borgað mér neitt af því ég var búin að borða allt kaupið mitt en ég var alveg róleg. Ég er svo vön að vera blönk. Það væri örugglega hrikalegt fyrir peningafólk að vera svona blankt en mér er alveg sama. Efég á peninga er ég örlát á þá og finnst eðlilegt að dreifa þeim í kringum mig. Hvað veit ég nema strætó keyri yfir mig á morgun? Það hugsa samt ekki allir svona, við skul- um bara vona að ég geri það ennþá þegar ég er orðin skattadrottning fs- lands," segir Didda og hlær hjartan- lega. Klípur krakkana Hún er samt alsæl í Sunnubúð- inni og leiðist ekki vinnan. „Þetta er frábær vinna þó launin séu mála- flokkur út af fyrir sig. Forvitni mín um fólk er endalaus og hefur ekkert með hnýsni að gera. Mér líður best sem manneskju þegar ég finn ein- hvern samhljóm í annarri mann- eskju og þó ég hitti oft fyrir mína eig- in fordóma við fyrstu kynni gerist það oftar að ég á eitthvað sameigin- legt með viðkomandi. Það er frábær tilfmning." Didda ákvað á fyrsta degi í búð- inni að vera norn við krakkaskratt- ana sem voru að trufla hana við vinnuna og gerði þeim grein fyrir að hún gæti verið þeirra besti vinur eða hroðalegasta martröð. „Ég sagði þeim að velja. Einhvemtíma vom strákar þama að reyna að æsa mig eitthvað og þá kleip ég einn þeirra frekar fast. Ég vissi að foreldramir kæmu strax að taia við mig og bendi fólki á ef það vill komast í samband við foreldra óþekkra krakka að khpa þau. Þá skila foreldrarnir sér. Það gerðist líka í þessu tilfelli og foreldrið var mér algjörlega sammála. Síðan hefur allt gengið eins og í sögu. Mað- ur er náttúrlega ekki á launum við að ala upp annarra manna börn." Daðrar við eldri menn „Það líka algjör snilld að rekast á alla eldri borgarana þama. Þeir em hetjur landsins og ég veit að þegar ég verð gömul verð ég einhvemveginn svipuð. Svo em ódauðlega myndar- legir eldri menn að versla þarna. Það er gaman að daðra við þá yfir mjólk- urpottunum þannig að tíminn líður hratt í Sunnubúðinni." Didda hefur ekki gefið út bók síð- an í nóvember 1999 en það er ekki af því hún sé hætt að skrifa. „Ég fæddi barn í desember ‘99 og lang mestur tíminn hefur farið í krakkann," segir Didda sem átti einn son fyrir. „Bam- æskan er svo stutt að það er kannski allt í lagi að leggja svolítið í þetta. Þá em meiri líkur á að krakkinn plumi sig í framtíðinni. Kmmmi, strákur- inn minn, er l£ka þannig náungi að hann gefur ekkert eftir og bauð ekki upp á ég væri að bítta á sér og veröld- inni. Þetta vom kröfuhörð ár og hann neitaði að fara á leikskóla. A endanum gafst ég upp og var heima með honum. Tekjumar vom ekki neinar, ég vann mest á kvöldin í upp- vaski, en nú er hann kominn í sex ára bekk og líkar vel. Við emm flutt í Hlíðamar og ég að vinna í Sunnu- búðinni þar sem hann hefur góðan aðgang að mér. Kmmrni er með svipaða skapgerð og ég enda verð ég stundum orðlaus af aðdáun þegar hann er hvað hrikalegastur . Krakkar em ekki frekir, þeir em bara að æfa hugrekkið sitt og átökin fyrir lífið í framtíðinni. Mér líst mjög vel á hann og hef líka fengið tækifæri til að skilja sjálfa mig betur með því að skilja hann." Barnsfeðurnir fínir menn en lélegir feður Kmmmi á föður á Jamaíku og af því Kmmmi er sérstakur strákur tók hann ekki í mál að viðurkenna neinn pabba nema fá að sjá hann. „Við fórum þess vegna til Jamaíku að heimsækja pabbann, sem er eitt fallegasta slys sem ég hef orðið fyrir. Við vorum í fjóra mánuði á eyjunni sem er alveg yndisleg, og minnir þó ótrúlegt sé um margt á ísland. Það keyra þama allir eins og þeir séu al- veg að missa af einhverju og konum- ar em uppteknar af að vera fallegar og fara í fegurðarsamkeppnir eða lögfræði. Tískan skiptir alveg jafn miklu máli þó fólk sé að deyja úr hungri á götunni. Krummi hitti pabba sinn nokkmm sinnum og viidi fá hann til að leika við sig en pabban- um fannst það bara ekki nógu töff. Það er ömgglega auðvelt fyrir menn að hugsa sig frá bömum sem verða svona óvart til, en það hefur líka hentað mér alveg ágætlega að bams- feður mínir væm ekki að þvælast fyr- ir. Þetta em finir menn en lélegir feð- ur. Þeir hefðu aldrei gert þetta nógu vel hvort sem er og ég ætlast ekki til neins af þeim. Ég veit að hvomgur þeirra getur hætt að pissa út fyrir og maður á ekkert að vera harður við fólk sem getur ekki lært það." Áætlaðar milljónir í tekjur Þegar Didda kom heim frá Jamaíku var hún heimilislaus, tekju- laus og atvinnulaus. „Ég hafði ekkert haft nema mæðralaunin til að lifa af á árinu og fékk engar barnabætur af því það var eitthvert klúður með skattaskýrsluna. Ég fór þá niður á Féló og ég veit ekki hvort það var vegna þess að ráðgjafinn þekkti mig eða hélt bara að ég væri svona mikil prýðismanneskja, en það eina sem henni datt í hug var að ég leitaði til vina minna eða fjölskyldu. Ég benti henni á að upp á framtíðina að gera væri ég alveg til í að eiga þess vini áfram. Ég og bömin mín ættum kannski sem persónur í samfélaginu rétt á að fá aðstoð svo við gætum skotið yfir okkur skjólshúsi. Ég er ekkert að segja þetta ráðgjafanum til hnjóðs. Auðvitað reddar maður sér alltaf. Ef maður hinsvegar ætiar pað gera hlutina rétt verður maður að lifa við ógurlega rýran kost. Þess vegna reddar fólk sér svartri vinnu og það vita það allir. Mér fannst það lrka mjög falleg hugsun hjá skattinum að þeir skyldu áætla á mig fimm millj- ónir í tekjur. Ég er alveg sammála þeim um að þetta væm eðlilegar árs- tekjur, en hins vegar vom mínar ekki nema tæpar 600 þúsund krónur. Það var pínu misræmi þama og kannski sniðugra hjá þeim að miða við skatt- skýrsluna manns árið áður. Það ætti ekki að vera svo flókið." Svíkur ekki heiminn um sig Didda tekur sér sennilega ekki frí á Kvennafri'daginn en henni finnst meira hafa áunnist í jafnréttisbarátt- unni en kannski fólk geri sér grein fyrir. „Við sjáum það til dæmis á fjölg- un hjónaskilnaða, ekki það að ég hafi neitt á móti hjónaböndum. Mér finnst það bara frelsismerki að konur séu óhræddar við að skilja. Það sorg- legasta af öllu er að karlmenn, sem ég er heldur ekki að ráðast á af því ég er mikill mannvinur, skuli ekki vera búnir að gera það sem þeir geta. Þeir eiga ailir mæður og mér finnst óskilj- anlegt að þeir skuli ekki heiðra þær betur. Þeir em kannski fastir í vond- um vana, svona rétt eins og að pissa út fyrir." Aðspurð um ofbeldisumræðuna segist Didda taka ofan fyrir Thelmu og þeim systmm og fagna umræð- unni. „Mér finnst Thelma hetja, bara frábær, frábær, frábær. Hún er sigur- vegari og það er einmitt þangað sem við eigum að vera komnar núna. Búnar að vera fómarlömb, fara í gegnum bataferlið og komnar í sig- urinn." Hvort hún sé sjálf í sigurliðinu? Hún tekur bakföll af hlátri og bendir á að hún sé á bak við búðarborð á engum listamannalaunum. „En jú, ég er í sigurliðinu. Ég er komin af vinnukonum, íslensku al- þýðufólki langt aftur í ættir og er al- veg rosalega stolt af því. Ég geri best í því að þakka fyrir mig á hverjum degi og gefast aldrei upp. Ég er ekkert hrædd við að hugsa, jafrivel upphátt, og vera bara ég. Ég hef fengið alls- konar stimpla gegnum tíðina og. mörgum sinnum rekið mig á að fólk er ekki með neitt sérstaklega gott stimplasett. Þó maður sé með ein- hverja mínusa verður líka að skoða plúsana. Þrátt fyrir að ég sé töff er mikil blíða, skilningur og samkennd í mínum verkum. Eg, bæði sem ein- staklingur og höfundur, er alitaf að leita að því sem við eigum öll sam- eiginlegt. Við lifum líka mest þegar við erum í mestum lífsháska „ Eigum viö þá von á meiri Diddu? Já, ég geri mér grein fyrir að heim- urinn þarf á mér að halda og mér dettur ekki í hug að svíkja heiminn um mig.“ edda@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.