Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Blaðsíða 27
-1 26 LAUGARDAGUR 22. OKTÚBER 2005 Helgarblað DV DV Helgarblað ?00v rjOTýf *r \ *c: LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 27 Pálmi Haraldsson, sem kenndur er við Feng, hefur efnast hratt á síðustu árum. Nú hefur Pálmi selt FL Group flugfélagið Sterling með verulegum hagnaði og mun lík- legast eftir þá sölu skipa sér á fremsta bekk ríkustu manna landsins. Pálmi ólst upp við fátækt hjá einstæðri móður sem hann hefur sagt vera hetjuna í sínu lífi. Pálmi Haraldsson Emn umsvifamesti viðskiptamaður landsins. Pálmi Haraldsson, forstjóri eignar- haldsfélagsins Fengs, er fæddur 21. janúar 1960, sonur Haraldar Guð- mundssonar sem nú er látinn og Auð- ar Stefánsdóttur. Fyrstu ár ævi sinnar bjó hann með foreldrum sínum og Björgu Haralds- dóttttr, eldri systur, við Fálkagötuna en íjölskyldan fluttist inn í Sæviðar- sund þegar hann var nokkurra ára gamall. Síðar skildu foreldrar hans en systkinin ólust upp hjá móðurinni. Auður var harðdugleg og vann af kappi og bjó vel að bömum sínum. Aðhaldssemina og peningavitið er Pálmi sagður hafa frá henni en víst er að Auður þurfti að vera útsjónarsöm til að endar næðu saman en hún sá íjölskyldunni farborða með því að vinna á gæsluvelli. Pálmi hefur sagt að hann sé fjarri því fæddur með silfur- skeið í munni, hann hafi þurft eins og aðrir að hafa fyrir lífinu. Sendur í heimavistarskóla Ragnar Kristinn Kristjánsson hjá Flúðasveppum var einn leikfélaga Pálma í Sæviðarsundinu. „Við vomm engir sunnudagaskóladrengir; ætli einhverjum hafi ekki fremur þótt við fuUfyrirferðamiklir, jafnvel fundist við vera hrekkjusvín, en við brölluðum mikið enda Pálmi kátur og fjömgur strákur, fullur atorku," segir Ragnar Kristinn en þeir hafa allar götur síðan haldið vináttu og átt mikil og góð samskipti. Drengirnir gengu í Langholtsskóla en eftir bamaskólapróf veiktist móðir Pálma og hann var sendur burtu í skóla að Núpi í Dýrafirði. Þar leið hon- um vel og minnist Pálmi þeirra ára sem hann dvaldi á Núpi með mikilli hlýju. Þar lærði hann að treysta á sjálf- an sig og árin þrjú vestra vom honum góður undirbúningur fýrir lífið. í viðtali við Morgunblaðið á síð- asta ári þegar Pálmi keypti Skeljung segir hann meðal annars: „Ég er bara venjulegur strákur úr Reykjavík. Ég ólst reyndar upp við mjög erfiðar að- stæður. Faðir minn var óreglumaður og ég ólst upp við fátækt hjá móður minni, sem er hetjan í mínu lífi, og þetta endaði með því að ég var sendur í heimavistarskóla að Núpi í Dýrafirði þegar ég var fjórtán ára gamaU." Núpur var á þessum árum undir forystu Bjama Pálssonar og konu hans Valborgar Þorleifsdóttur. Pálmi þakkar þeim og móður sinni hve vel hann komst í gegnum unglingsárin. Bætir við að það hafi verið mikil reynsla að standa allt í einu einn með ekk- ert nema ferðatösku og hafa ekki á ann- t an að % treysta. * Pálmi var á Núpi í þrjú ár og segir í þessuviðtaliað árin í Dýrafirð- inum hafi verið erfið og mótað sig mikið. Kaus hraðann fram yfir doktorsnám Eftir heimkomuna fór Pálmi í Fjöl- brautaskólann í Ármúla og kunni þar vel við sig. Þar lauk hann stúdents- prófi og hélt síðan til náms í Gauta- borg þar sem hann lauk viðskipta- fræðiprófi og MSc-meistaragráðu í reiknishaldi með sérstaka áherslu á endurvakningu félaga í erfiðleikum. Hélt síðan síðan áfram doktorsnámi en lauk því ekki. Pálmi hefur sagt að hið akademíska umhverfi hafi ekki hentað lífsstíl hans og þeim hraða sem hann vildi hafa á hlutunum og því séð fram á að doktórsnámið myndi ekki gagnast honum sem skyldi. Því sneri hann heim án dokt- orsnafhbótar. Einhvem tfrna á skólaárunum starfaði Pálmi sem sölumaður hjá Partner sem seldi samnefndar galla- buxur og vom nokkuð vinsælar á ár- unum eftir 1980. Sögð er sú saga af honum að skipulögð hafi verið sölu- ferð í hvert krummaskuð um landið sem taka átti tíu daga. Vonir stóðu til að eitthvert ákveðið magn af buxum yrði selt í ferðinni. Þremur dögum síð- ar kom Pálmi tíl baka, buxnalaus og hafði selt margfalt það magn sem menn höfðu ráðgert að hægt væri að selja. Þar sýndi hann kraftínn og við- skiptahæfileikana sem hann býr yfir og hafa síðan komið sér vel í hörðum heimi viðskiptanna. Ragnar Kristínn vinur hans man þessa tíma vel og rifjar upp að Pálmi hafi einhverju sinni einnig ætlað að verða vélsmiður. „Mig minnir að það nám hafi staðið yfir í einn dag enda án efa ekki við hans hæfi,“ segir Ragnar og bætir við að viðskiptin fari vini sín- um mun betur. „Hann er svo töluglöggur að hann þarf ekki annað en að fletta ársreikingum í gegn rétt augnablik til að sjá hvað þar er að finna. Hann er fljótari að reikna en nokkur tölva og afskaplega harður í viðskiptum. Fylginn sér og mjög klár," segir Ragnar Kristinn. Sértækifærin langt fram í tímann Fleiri vinir Pálma taka undir orð Ragnars Kristíns þegar talað er um viðskiptahæfileika hans. Hann sé nánast ofvití á tölur og sé fljótari að átta sig á heildarmyndinni en nokkur annar. Hann sé fhimkvöðull, afskap- lega klár og duglegur. „Pálmi veður ekki að neinu, en er framsýnn eins og aliir frumkvöðlar og sér því tækifærin langt á undan öðrum. Eins og aðrir hæfileikamenn á hann létt með að greina hismið frá kjamanum og er ekki að velta smáatriðunum fyrir sér,“ er nær samdóma álit vina hans. Eftir námið í Svíþjóð sneri Pálmi heim þegar Ragnar Kristinn vinur hans hringdi og fafaðist eftír honum til vinnu fyrir Sölufélag garðyrkju- manna. Það var árið 1991 en Sölufé- lagið hafði verið rekið með miklu tapi. Hann var fljótur að snúa því við og strax á fyrsta ári var Sölufélag garð- yrkjumanna farið að sýna hagnað. Stór þáttur í þeim viðsnúningi var samningur við Bónus en meðal þeirra erfiðleika sem Sölufélagið hafði átt í var treg sala þangað vegna ágreinings um verð. Það varð til þess að oft vom ekki tíl ákveðnar tegundir grænmetís svo dögum skiptí í Bónus. Pálmi sá möguleikana í samvinnu við fyrirtæk- ið, kom á fundi við þá Bónus-feðga og samdi. Upp úr því fór grænmetíð að seljast afmennilega og Sölufélagið seldi meira en nokkm sinni hafði ver- ið gert áður í stað þess að menn væm stöðugt í einhverri baráttu. Orðheldinn og heiðarlegur JónÁsgeir Jóhannesson sem þá var framkvæmdastjóri Bónuss kynntíst Pálma þá. „Hann er töffari í viðskipt- um, því áttaði ég mig strax á,“ segir Jón Ásgeir og lilær en bætir við að það hafi ekld leynst hve eldklár hann væri. „Pálmi seldi okkur grænmetí og samdi um verð og við urðum strax góðir fé- lagar. Hann er skarpur að sjá sóknar- færin og vinna úr þeim en dálítíð sér- stakur og á það til að verða bráður. Grænmeti Mikill uppgangur var I sölu grænmetis á meðan Pálmi stýrði Sölufélagi garðyrkjumanna. Betri félaga er vart hægt að finna og við höfum unnið vel saman. Það er mildll kostur að vinna í félagi við menn eins og Pálma en hann er mjög ábyggilegur og orð hans þarf ekki að setja á pappír því hann er bæði orð- heldinn og stálheiðarlegur í viðskipt- um,“ segir JónÁsgeir. Öll árin sem Pálmi rak félagið var það rekið með hagnaði og þurftí ekki aukið íjármagn í reksturinn. Fengur varð til nokkrum árum síðar, eða í kringum 1995. í upphafi bauðst bænd- um að kaupa sig inn í Feng, en þeir höfðu ekld mikinn áhuga. Pálmi og Ragnar Kristinn keyptu þá í félaginu auk Jóhannesar Kristinssonar úr Banönum M en hann er enn viðskiptafélagi Pálma og keypti meðal annars með honum Sterling og Maersk. Fjölskyldan gengur fyrir Pálmi er kvæntur Höllu Rannveigu Halldórsdóttur sem stundar nám í ís- lensku við Háskóla íslands. Þau kynntust fyrir tíu árum og eiga alls flögur börn: Ragnar Gabríel 14 ára, Bryndísi Silju 13 ára, Markús Pálma 7 ára og Finn Tómas 4 ára. Ofviti á tölur og menn Undir þessi orð Almars taka fleiri vinir Pálma og segja að það sé í anda hans að taka ekki eftír útliti manna eða fatastíl. Halla Rannveig eiginkona hans segir að það þýði ekkert að spyrja í hveiju menn hafi verið eða hvort þeir séu rauðhærðir eða ljóshærðir, hvítir eða svartir. „Hann gæti frekar sagt manni hverrar ættar maðurinn væri eða munað kennitölu hans," segir Halla Rannveig og tekur fram að hún sé alls ekld að ýkja. „Hann F Pálmi er mikið fjarri vegna við- skipta sinna, einkum er hann í Bret- landi en einnig á Norðurlöndunum. Hann á annað heimili í London og þangað koma kona hans og böm um helgar ef Pálmi kemst ekld heim. Hann leggur þó mikla áherslu á að vera ekki lengur fjarri fjölskyldunni en nokkra daga í einu en kona hans hefur gantast með það að fjarvera hans sé ekki meiri en ef maður hennar væri flugmaður eða flugþjónn. Oftast heldur hann utan á mánudegi eða þriðjudegi en kemur aftur heim á fimmtudegi eða föstudegi. Þá sækir hann bömin í skól- ann og nýtur helgarinnar heima með konu og bömunum fjórum. Fordómalaus og alþýðlegur Á sumrin er ekki eins mikið um að vera í viðskiptunum vegna sumarleyfa en eðli málsins samkvæmt er ekki eins Qömgt athafnalíf í heiminum á þeim tfma. Þá ferðast fjölskyldan talsvert, mest hér innanlands og veiði nýtur mildlla vinsælda bæði hjá drengjun- um hans sem aðeins em íjögurra og sjö ára og Pálma sjálfum. Almar forstjóri Steriing er mágur Pálma auk þess að hafa starfað náið með honum bæði sem forstjóri Iceland Express og nú hjá Sterling. Hann hefur þekkt Pálma allar götur frá því þau systir hans Halla Rannveig fóm að vera saman. Almar segist aldrei hafa lcynnst öðrum eins manni og Pálma, hann sé einstakur í sinni röð. „Hann er með skemmtilegri mönnum, mikfil húmoristi og gaman að vera með honum. Sýn hans á Mut- ina er alveg einstök en ég hef oft setíð með honum og rætt málin. Hann sér vanalega hvítt þar sem ég sé svart. Hann sér alls staðar tækifæri og er fljótur að átta sig á hvemig landið ligg- ur,“ segir mágur hans og tekur fram að Pálmi komi oft á óvart. Hann sé ekki þessi hefðbundni bissnesmaður, alltaf blátt áfram og eðlilegur. „Pálmi er þessi fordómalausi maður sem er alfarið laus við snobb og spyr hvorki um stétt né stöðu,“ segir Almar. f- ’ , o Tr v~' ' “ 5? •’ !/^í „Ég ólst reyndar upp við mjög erfíð- araðstæður. Faðir minn var óreglu- maður og ég ólst upp við fátækt hjá móður minni, sem Sólvallagata Pálmi býr með fjölskyldu sinni I glæsilegu húsiigamla Vesturbænum. er náttúrlega ofvití á tölur og svo mikill mannþekkjari að það jaðrar við að vera ekki eðlilegt. Ætli hann hafi ekki þetta sjötta skilingarvit sem svo fáum er fengið. Hann þarf ekki annað en að tala augnablik við fólk til að átta sig á því. Fljótur að sjá hveijum er treystandi og hveijum ekki. Hann hefur ímugust á fólki sem tekur í hönd hans og stendur síðan ekld við orð sín.“ Til í að borga meira fyrir gæði Halla Rannveig heldur því einnig ffam að maður hennar sé afskaplega blátt áfram, hreinn og beinn og heil- steyptur. „Hann veltir útlitinu ekki mikið fyrir sér og gætí þess vegna far- ið út í einum sokk bláum og hinum hvítum í úthverfúm bol. En Pálmi er alltaf Meinn og snyrtilegur, hann tek- ur eftir því ef á honum er blettur. Hann lætur sig litlu skipta hvar hann kaupir föt svo lengi sem þau em góð. Honum finnst í lagi að borga fyrir gæði en ekki bara fyrir merkið,“ segir Halia Rannveig og tekur fram að v . mm Pálmi „Hann velt- ir útlitinu ekki mikið fyr- irsér og gæti þess vegna farið út í einum sokk blá- um og hinum hvítum í úthverfum bol. En Pálmi er alltafhreinn og snyrti- legur, hann tekur eftijjjgíef á honum erWSftur." sé alls ekki nísk- ur, hann þurfi hins vegar að sjá þau rök sem liggja að baki því að það borgi sig að kaupa dýrt. Á meðan hægt er að fá Mutinn ódýrari og jafn góðan finnst honum það fá- ráMegt að kasta peningum í ekki neitt. En hann þolir hins vegar ekki drasl og er fljótur að borga meira fyrir gæðin ef þau em fyrir hendi. Hún bætir við að enginn skyldi hætta sér út í rökræður við Pálma ef röldn halda ekki. Það sé honum afar mildlvægt að menn getí útskýrt gjörðir sínar með rökum. ,,„Af því bara" er ekki til í orðasafni heimil- isins. Það kemst enginn upp með að svara þannig. Þar kemur hans akademíska menntun best í ljós," seg- irhún. Stór á alla kanta Einar Þór Sverrisson, lögmaður Pálma, hefur þekld hann síðan Pálmi kom til starfa hjá SölMélaginu á sín- um tíma. Einar var þá starfsmaður á lager á meðan hann stundaði nám í lögfræði við Háskóla íslands. Sú stað- reynd að hann væri lag- ermaður kom ekki í veg fyrir að þeir Pálmi næðu vel saman. „Það fylgdi honum dálítill gustur þegar hann kom tíl starfa en mér líkaði strax vel við hann," segir Einar Þór. „Pálmi er stór á alla kanta, með stórt hjarta, stóra hugsun, sterka réttlætiskennd, mik- inn húmor og miklar gáfur. Það er sama hvar litið er á, hans kostir em stórir í sniðum. Pálmi er einstaklega skemmtilegur maður sem gaman er að vera nærri og vinna með,“ segir hann en þeir Pálmi em góðir vinir og hafa mildl samskipti utan vinnu. Pálmi er milcill bamakall og fjöl- skyldan er honum mjög mikilvæg. Vinir hans segja að hann sé vel giftur en þau Halla Rannveig eiga vel saman og em náin. Hún hefur sjálf sagt að hún gætí ekki haft það betra og er af- skaplega ánægð í hjónabandi sínu með Pálma. Synir þeirra em mikir pabbastrákar og Halla Rannveig hefur gantast með að það sé þegjandi sam- komMag á heimilinu að ljóstra því ekki upp að Pálmi sé mildll klaufi í höndunum en hann skrúfi ekki upp ljósapem svo vel sé. „Þeir trúa því statt og stöðugt að pabbi þeirra sé „Lalli Almar Örn Hilmarsson ForstjórSterling er bróðir eiginkonu Pálma. lagari" og getí gert allt. Hann er þeirra ímynd og við vitum hverrng sú karlímynd þarf að vera,“ segir hún Mæjandi og bætir við að það sé degin- um ljósara að það sé ekki sterkasta hlið Pálma að vinna með höndunum. Höfúðið sé hans verkfæri. Reglusamur og hættur að reykja Halla Rannveig veit sem er að þó að pabbi kaupi flugfélög og fjárfest- ingar skili hundmðum milljóna, finnst litlum sjö ára guttum ekki mik- ið til þess koma. í London búa þau hjón í Chelsea þegar þau em þar og haga sínu lífi rétt eins og hver önnur bresk fjölskylda. Hér heima em þau h'tíð út á við, held- ur kunna best við sig heima með bömunum og nota ffítíma sinn til að sinna hvort öðm. Lengi vel reykti Pálmi mildð en er hættur því. Hann er reglusamur og vinnusamur en kann að slaka á í fritíma sínum. Samband hans við móður sína og systur er gott og ræktar hann það á sinn hátt. Gam- an er að segja frá því að móðir hans sem komin er á áttræðisaldur fylgist náið með því sem Pálmi er að gera og hún getur rætt við hann viðskipti eins og hver annar viðskiptMélagi hans. „Það er ekki spurning hvaðan honum er komið viðskiptavitíð," segir Halla Rannveig og bætír við að Auður sé stolt af stráknum sínum. Enda má hún vera það því fáir hafa náð eins stórkostlegum árangri á viðskipta- sviðinu og Pálmi Haraldsson í Feng. Pálmi hefur á síðusM vikum staðið í hörðum samningaviðræðum við FL Group um kaup þess á flugfélögun- um Sterling og Maersk. Talið er að kaupverðið verði 15 milljarðar en fyrir Sterling greiddu Pálmi og félagar 4 milljarða fyrr á árinu. Söluverð Ma- ersk hefur ekki verið gefið upp en talið er að Pálmi hafi tekið félagið yfir án þess að þurfa að greiða fyrir það þar sem Maersk var í verulegum fjárhags- legum vanda. Hagnað- _ urinn M þessum við- ^ skiptum er því um , 11 mfiljarðar ef rétt f reymst. Pálmi Har-, Mdsson fagnar því j enn á ný sigrum í' viðskiptum eins og _ mörg undanfar- inár. Hannes Smárason Hannes og Pálmihafa sfðustu vikursetið og samið um kaup FL Group á Sterling.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.