Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Qupperneq 54
Húbert Nói mm fei'*. /ÍV'' •HStttódSf Freyja komin heim og blæs í Iðnó á morg- Freyja Gunnlaugsdóttir ætlar að halda einleikstónieika í Iðnó á morgun kl. 15. Þar mun hún leika á klarinettuna sína verk eftir Igor Stravinsky, Luciano Berio, Henri Pousseur og Steve Reich. Freyja hefur nýlokið námi við tónlistarháskólann í Berlín þar sem kennari hennar var Karlheinz Steffens sólóklar- (nettuleikari við Berlínarfíl- 'harmóníuna. Freyja hefur leikið á fjölda einleiks- og kammer- tónleikum víða um Evrópu og í Asíu og vann fyrstu verðlaun fyrir flutning í Hanns Eisler-nú- tímatónlistarkeppninni í Berlín. Freyja hefur meðal annars leikið með Staatsorchester Frankfurt, hljómsveit Komische Oper, Berlin, Berliner Symphoniker og Óperuhljómsveitinni í Madríd. Hún heí'ur einnig unnið með myndlistarmönnum á borð við Bruce Neumann og Pippilotti Ritz og leikið á klarinett við ‘beutsches Theater (Berlín. „Unnendur glæpasagna verða ekki sviknir af nornatíma Arna frekar en fyrri sögum hans. ...Ekki bara vegna spennandi og flókins plotts...“ Það er orðin lenska hjá (slensk- um glæpasagnahöfundum, líkt og hjá erlendum kollegum þeirra, að skrifa bók eftir bók þar sem sömu persónur koma við sögu. Það þyk- ir mér afbragðs siður enda alltaf notalegt að hitta kunnuglegar per- sónur aftur, ekki síst þegar þær koma jafn skemmtilega á óvart og raunin er í nýjustu bók Áma Þór- arinssonar, Tími nomarinnar. Þar er aðalsöguhetjan Einar hjá Síð- degisblaðinu, sá slyngi og úrræða- góði blaðamaður sem margir glæpasagnaunnendur kannast ugglaust við úr fýrri bókum höf- undar; Nóttin hefur þúsund augu, Hvítu kanínunni og Bláu tungli. Lentur á Akureyri Nú hefur Einar þó verið færður um set, frá havaríinu í Reykjavík og yfir í rólegra umhverfi, nánar tiltekið til Akureyrar þar sem Síð- degisblaðið hefur stofnað útibú í von um að krækja sér í fleiri les- endur. Einar er ekki par glaður með þessa ráðstöfun í upphafi en af nýfundnu æðruleysi reynir hann að sætta sig við ástandið. Enda fær hann fljótt um annað að hugsa því ýmislegt válegt gerist á Akureyri og nágrenni, líkt og ann- ars staðar í veröldinni. Kona fellur dauðadrukkin og útúrdópuð úr bát í Jökulsá vestari og deyr skömmu síðar á sjúkrahúsi. Einar fær vísbendingar um að eitthvað sé gmggugt á ferð en þegar lög- reglan úrskurðar atburðinn sem slys reynir hann að bægja þeim hugleiðingum frá sér. Líká haugunum Fljótlega verður hann upptek- inn af öðm máli því menntaskóla- neminn Skarphéðinn Valgarðsson finnst látinn á haugunum og fljót- lega er ljóst að um morð sé að ræða. Einar hafði stuttu fyrir morðið tekið viðtal við Skarphéðin í tilefni þess að leikfélag MA ætlaði örfáum dögum seinna að fmm- sýna Galdra-Loft með Skarphéðin í hlutverki Lofts. Skarphéðinn kemur Einari afar vel fyrir sjónir en honum er lýst sem fjalimyndar- legum, gáfuðum og reglusömum og allir bera honum vel söguna. En því betur sem Einar rann- sakar fortíð Skarphéðins því dul- arfyllri verður persóna hans. Skarphéðinn mætir t.a.m. íklædd- ur nornakufli í partíið sem er hald- ið fyrir ffumsýninguna, hegðar sér eins og andskotinn og hrópar yfir liðið að hann beri ægishjálm yfir alla aðra. Þetta athæfi þykir Einari í meira lagi skrítið og ekki í anda þess prúða pilts sem kennarar og félagar lýsa en áður en öll kurl kemur til grafar kemur í. ljós að Skarphéðinn virðist lengi vel hafa hafi lifað sig helst tii mikið inn í hlutverk Galdra-Lofts sem engar siðareglur virti og fórst fyrir vikið. Óljós hugboð Á sama tíma og Einar rannsak- ar Skarphéðinsmálið blandast önnur mál inn í tilveru blaða- hauksins, svosem eins og pólitísk- ar væringar á Reyðargerði og pörupiltar þar á bæ sem taldir eru tengjast dauða Skarphéðins. Einnig heldur mál konunnar sem féll í Jökulsá vestari áfram að angra huga hans þó hugboðin séu óljós. Alls staðar gengur Einar þó á veggi og Skarphéðinsmálið virðist óleys- anlegt. En að sjálfsögðu leysir Ein- ar málið að lokum og þær mála- lyktir koma verulega á óvart, eigin- lega skelfilega á óvart svo ekki sé meira sagt. Nýjar og notalegar hliðar Unnendur glæpasagna verða ekki sviknir af nornatíma Árna frekar en fyrri sögum hans en eins og ég sagði hér í upphafi þá kom þessi saga skemmtilega á óvart. Ekki bara vegna spennandi og flókins plotts heldur vegna þess að Áma hugkvæmdist að láta Einar taka sér pásu frá viskýinu sem hann í fyrri bókunum lét ofan í sig í ómældu magni með tilheyrandi timburmönnum, sjálfsásökunum og mannfýrirlitningu. Bindindið gerir karlinum gott, lesandi sér á honum nýjar og notalegri hliðar þó vissulega sé stuttur í honum þráðurinn, einkum og sér í lagi í tengslum við yfirmenn. Það er alltaf gaman að sjá nýja fleti þó ég hafi reyndar sterkiega á tilfinning- unni að Einar birtist lesendum sjóðfullur í næstu bók. En það er Önnur saga! SigrlðurAlbertsdóttir Tracy Emin Verk hennar eru til sölu á Frieze. Japanskur krimmi með kvenhetjum í helstu aðalhlutverkum Konurnar á næturvaktinni Á þriðja ár hefur breska lista- tímaritið Frieze staðið fýrir *kaupstefnu í London um þetta leiti. Hún er haldin í Regent Park og þar koma nú 160 gallerí saman og sýna nútímalist. Til London fljúga kaupendur úr öll- um heimshornum, það er röð að komast inn (kostar 15 pund) og Jón og Gunna kaupa sér listaverk. Stefnan stendur í fjóra daga með sérstökum aukadegi fyrir söfn. Þarna mun vera eitt besta tækifæri fýrir almenna safnara að ná sér í verk eftir lif- andi iistamenn. Stundum eru þeir á staðnum og kynna sjálfir möppurnar sínar. Það leiðir oft til heimsóknar á vinnustofur. Af hverju drífa íslenskir myndlist- ^rmenn sig ekki í eina svona í'íelgi? Næturvaktin er langur spennu- tryllir (433 bls) sem leynir á sér og reynist geyma miklu meira en frá- sögn af tilgangslitlu morði og tiltæki þriggja kvenna sem deila næturvakt í matvælaverksmiðju sem vilja hjálpa þeirri fjórðu, samstarfskonu sinni og morðingja. Sagan kom út í Japan 2002. Þýð- ingin unnin eftir bandarískri þýð- ingu - japönskukunnátta Jóns Halis Stefánssonar hefur farið lágt. Forlög eiga að taka það fram ef þýtt er eftir þýðingum. Texti Jóns á íslensku er snoturlega unninn, dálæti hans á orðinu subba vekur athygli og bókin er laklega prófarkalesin. En spennandi er sagan og lam- andi í lýsingum sínum á bágum kjörum kvenn- anna sem vinna á H naáurvaktinni, ömurlegum að- I þeirra við, og síð- an hvernig þær I dragast hægt og I stillilega inn í al- I og alvar- legri aðstæður sem á endanum reynast þeim of- viða. Um leið er lesanda gefin inn- sýn í samfélagið í Tókíó, harð- neskju á heimilum og vinnustöðum, mengun og félagslegar meinsemdir: vændið Og ■ spilafíkn, okur- I lán og ofbeldi. Þegar þær I stöilur eru langt I leiddar og þrír I karlmenn eru rM. ^ teknir til við að 1 skipta sér mál- ■ um þeirra, verð- ■ urhugmyndhöf- ■ undarins um meginefni verks- ins æ skýrari og lesandi heltekinn af spennunni, verður að stoppa sig af og spytja: hvað vill þessi söguhöf- undur mér? Hvað er hún að segja? Natsuo er útsjónarsamur höf- undur og gædd næmum skilningi á mannlegum breyskleika. Frásögn hennar er ekki ýkja nútímaleg en afar sannfærandi og hún er flink í að stýra spenningnum með áhrifum úr umhverfi. Keimur frá film-noir- kvikmyndum er sterkur í sögunni og um leið sú lífssýn að maðurinn er glataður og dæmdur til að farast. En spennandi lesning er þessi þýðing. Páll Baldvin Baldvinsson Kiríno Natsuo Gæddnæmum skilningi á mann- legum breyskleika. Húbert Nói í Duushúsi Nú er hafin sýning Húberts Nóa f Ðuushúsi ( Reykjanesbæ á vegum Lista- safns Reykianesbæjar. Sýningin berheitið 12 m.y.s (Altitude) og samanstendur af tveimur myndröðum og videoverki. Hú- bert Nói vinnur verk sín út frá GPS punkt- um og er önnur myndröðin 5 mælipunkt- ar frá uinhverfi Hjaitiandseyja og hin 5 mælipunktar viö Búrfeli. Videoverkið er af biásandi háhitaborholu sem líta má á sein myndbirtingu skapandi athafnar. Húbert hefúr haldið fjöida einkasýninga, en verk hans hafa selst víða um lönd. Sýningin stendur til 5. desember. Timi nornarinnar Árni Þórarins- son JPV-útgáfa 2005 Verð: 4680 kr. tlíril noiu\ya»»'>o,VR ARNI fOMÍIHSSQH ★ ★★ Bókmenntir Kirino Natsuo: Næturvaktin Þýðandi: Jón Hallur Stefáns■ son Bjartur 2005 Verð: 3980 kr. Bókmenntir 54 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005_________________________________________________________Menning DV
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.