Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Side 3
ii'V Fyrst og fremst ?r FÖSTUDAOUR 28. OKTÓBER 2005 3 Spurning dagsins Vilt þú að varnarliðið fari? Ekkert við þetta lið að gera „Já,já. Burt með þetta lið bara. Við höfum ekkert við þetta lið að gera." Gunnar Jónsson leikari. „Já.ég er búinn að vilja það frá 1951.Ég vará Austurvelli 31. maí, þá fjórtán vetra." Svanur Hall- dórsson leigu- bílstjóri. „Ég er nokkuð hlutlaus þarsemþeir hafa ekki gert neinn skandal með veru sinni í landinu. Þvælast ekki neitt fyrir mér." Kristbjörg Karí Sólmundsdótt- ir söngkona. „Ég held að Bush vilji það og ég heldað hann ráði meira en ég." Andri Snær Magnason rit- höfundur. „Nei, nei. ?kki ágætt að hafa þá?“ Kristín Ýr arnadóttir, lattspyrnu- I söngkona. Viðræður íslenskra og bandarískra stjórnvalda um framtíð varnarliðsins standa nú yfir. Fréttir herma að þær gangi illa og er talið að nú séu auknar líkur á að herstöðinni í Keflavík verði lokað. Sigga Dögg í bjarnarklóm Undarlegt að sjá Sig- riði Dögg Auðuns- dóttur, helsta póli- tíska blaðamann Fréttablaðsins, skrifa um blaðið eins og stjórn- málaflokk í Bakþanka blaðsins í dag. Hún legg- ur að jöfnu gagnrýni sjálfstæðismanna á fréttaflutning Frétta- blaðsins af lands- fundarræðu Davíðs Oddssonar og gagn- rýni Þorgerðar Katrín- ar Gunnarsdóttur, vara- formanns Sjálfstæðis- flokksins, á flokksfund- arræðu Steingríms J. Sig- fussonar. Telur stjörnu blaðamaður Baugsmiðlanna engan mun á því, hvernig fjöl miðlar segja fréttir Bloaxf °g því’ hvernis C! stjórnmálamenn lýsa skoðunum andstæðinga sinna? Er Sigríður Dögg með þessu að réttlæta lélegan fréttaflutning Fréttablaðs- ins á þeirri forsendu, að hann sé sambærilegur við það og þegar stjórnmála- maður gagnrýnir sjónarmið andstæðings síns? Það er dapurlegt fýrir umsjónar- menn Kastljóss, að Sigríður Dögg telur sig hafa : til að þá í sama dilk Fréttablað- Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ritar á bjorn.is Vanmetið veggjakrot Kolbeinn Óttarsson Proppé ritar á kaninka.net/kolbeinn Enn og aftur eru borgaryfirvöld lögð af stað í herferð gegn veggjakroti í borginni. Og enn og aftur er það Kjartan Magnússon sem dregur vagninn. Baráttan gegn veggjakroti kostar s.s. útsvarsgreiðendur borginni árlega u.þ.b sömu upphæð og borg arráð samþykkti sem sértæka aðgerð vegna vanda í leik- skólunum. Og enn berast fregnir af frek- ari aðgerðum gegn veggjakroti, þó engar fregn- ir berist af frekari aðgerðum í leikskólamálum. Orðið veggjakrot er notað hér vegna skorts á frambærilegu orði og þegnréttar þess í íslenskri mál- vitund. Raunin er hins vegar sú að margt af því sem kallað er veggjakrot ætti að heita veggja- list. [...] Veggjalist er lifandi og óháð listgrein. Hún sprettur upp úr gras- rótinni og hefur verið með skemmtilegasta móti undanfarið. Nú má sjá allskyns boð- skap á veggjum borgar- innar, pólitískan og per- sónulegan, í myndum og á veggspjöldum, og að sjálfsögðu í graffinu. Ég held að borgaryfirvöld ættu að finna sér eitthvað betra að gera við tíma sinn og peninga en að berjast gegn því sem á ensku út leggst urban art. Vigdís Grímsdóttir skrifar um letina í sjálfri sér sem brýst út í margvíslegum iiiyndum. Það er mörg letin í manni, mín einna undarlegust að skiia bókum alltaf, alltof seint á bókasöfn, svona rétt einsog ég vilji eiga þær, vilji alls ekki skilja þær við mig og svo þegar kemur að því að ég neyðist til að skila þeim er skömmin eitthvað svo lummuleg og sektirnar ansi háar - stundum - að minnsta kosti hérna f denn. Einhverra hluta vegna þykir mér samt sem áður dálítið vænt um þessa leti mína enda hef ég lítið gert til að taka í lurg- inn á henni: það er eitthvað svo skiljanlegt að vilja hafa hjá sér bækur. Önnur leti sem háir mér, svo ég haldi nú áfram óinteressant játningum, er mun óyndislegri og sann- ast sagna gjörsamlega óþolandi; en hún er sú að and skotast sí og æ út í stöðumælasektir og vilja helst ekki borga þær fyrr en í rauðan dauðann og þá helst hábölvandi og með lögfræðinga á hælun- um. Ég hef ekki hugmynd um hver er uppruni þessa trassaskapar, hann kann að vera djúpur, en ég held að ástæðan geti legið í því að mér finnst að við ættum ekki að þurfa að borga fyrir að leggja bíldruslunum og að í rauninni ætti ekki að vera til neinn stöðumælasjóður. Ég er reyndar viss urn að borgin getur náð sér í pen- inga með öðrum hætti þótt það eigi sér kannski ekki fordæmi í ná- grannalöndunum. En það væri gam- an að vera fyrsta höfuðborgin í Evr- ópu með frí bílastæði. Hvers vegna ekki? Ég verð reyndar líka að viðurkenna, veit það er brestur, að fátt finnst mér leiðara en að lenda í orðaskaki við stöðumælaverði biðja þá og grátbæna að sleppa manni nú fyr ir horn svona einu sinni, vitandi svo vel að i ..Önimr leti sem háir x f® , sir?r'er mun °yn<i- dKKRsSsfí3** |sassBSSs hvaí sem maður nauðar láta þeir sér ekki segjast, enda eiga þeir ekki að gera það. Gott og vel. Ég ber virðingu fyrir þeim sem vinna vinn- una sína af samviskusemi, virða allar reglur og öll lög, hnika ekki hugsun vegna smáyfirsjóna og standa fast- ir á sínu. Þannig á það náttúrlega að vera í reglusamri og reglumiðaðri borg. Svoleiðis. En manni getur nú blöskrað á sjálfan kvennafrídag- þegar maður stendur upp á endann rétt um hálf- þrjú tilbúin í þrammið og sér þá ekki hvar einn vin- anna er að sekta stelpu sem lagt hefur nærri túni af því hún er á leið í gönguna til að mótmæla meðferðinni á hundlúnum láglaunakonum. Mað- ur getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort borg- arstjórn Reykjavíkur geti aldrei sleppt úr degi og gefið stöðumælapúlurunum frí. Dálítið annars hlálegt á kvennafrídaginn að sjá borulegan gæjann lauma sektarmiðum á rúðurnar. Nema hvað, kannski söfnuðust einmitt fúlgur fjár þennan dag, kann að vera gott plott. En hallærislegt? Æ, jú! 1 Vigdís Grímsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.