Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 Sport DV Guðrún Sóley til Blika Seint í gærkvöldi bárust þær fregnir úr herbúðum Breiðabliks að Guðrún Sól- ey Gunnarsdóttir hefði skrifað undir tveggja ára samning við liðið en hún lék áður með KR. DV greindi fyrst allra frá áhuga Blika á Guðrúnu Sóleyju en mál hennar og staða íslensku kvennaknattspyrnunn ar er haft að umfjöllun- arefni í DV Sporti í dag, á blaðsíðu 18. Guðrún er þriðji sterki leikmaðurinn sem gengur til liðs við Blika á skömmum tíma en auk þeirra eru flem goðir leikmenn orðaðir við félag- ið, svo sem Ásthildur Helga- dóttir, Olga Færseth og Elín Jóna Steinarsdóttir. Helena verður með KR Helena Ólafsdóttir mun taka við þjálfun kvennaliðs KR eins og tilkynnt hafði verið. Hún á þó enn eftir að skrifa undir samning þess efnis en hún sagði við DV Sport í gær að hún myndi ganga frá því á næstu dögum. í ljósi þess að Guðún Sól- ey Gunnarsdóttir hefur yfir- gefið herbúðir liðsins er ljóst að lið KR veikist til muna en Helena sagði að hún muni ekki yfirgefið lið- ið. „Ég verð að hugsa um þá sem eru eftir í liðinu og mun standa við mitt." Spjaldinu molvað Stöðva þurfti leik Fjölnis og Þórs í gærkvöldi sem fór fram í íþrótta- miðstöðinni í Dalhúsum þegar að leik- maður Þórs, Jón Kristjáns- son, gerði sér lítið fyrir og tróð boltan- um í körfuna með þeim af- leiðingum að spjaldið möl- brotnaði. Sjónarvottur sagði þessa sjón hafa verið til- komumikla og minnt eilítið á tilþrif Shaquille O’Neal sem braut spjald í leik með Orlando Magic snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Úrslit leikja í gær EVRÓPUKEPPNi KVENNA: Pays DiAix-Haukar 99-59 ICELAND EXPRESS DEILD KARLA Höttur-IR 72-98 Fjölnir-Þór 90-80 Grindavfk-Hamar/Selfoss 114-84 Njarðvík-Haukar 78-74 Skallagrímur- KR 70-98 1 . D E 1 L Ð mi SPÁNN usm Alaves -Espanyol 1-1 Atletico-Cadiz 3-0 Zaragoza-Racing 1-1 Real Sociedad-Getafe 3-0 Valencia-Sevilla 0-2 íslenska handboltalandsliðið hóf undirbúning sinn fyrir Evrópumótið í Sviss í jan- úar á formlegan máta þegar liðið lék sinn fyrsta leik á æfingamóti í Póllandi. Leik- ið var gegn heimamönnum og hafðist naumur sigur, 38-37, eftir að íslenska liðið hafði haft undirtökin allan leikinn. Næst er leikið gegn Dönum í dag og að síðustu gegn Norðmönnum í fyrramálið. Naumup sinui* á Polverjum á * . ■ J. V-J Landslið íslands í handbolta vann í gær það pólska með einu marki, 38-37. Leikurinn var sá fyrsti í fjög- urra liða æfingamóti sem fer fram í PóUandi en auk íslands taka Noregur og Danmörk þátt. Þær þjóðir öttu kapppi í gær og lauk leiknum með jafntefli sem þýðir að ísland er efst á mótinu að lokinni fyrstu umferðinni. Byrjunarlið íslands var þannig skipað að leikstjómandi var Snorri Steinn Guðjónsson, skyttur vom Ólafur Stefánsson og Jaliesky Garcia. í homunum vom þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petterson og Sigfús Sigurðsson var á h'nunni. Fleiri fengu þó að spreyta sig en af vara- mönnunum komust aðeins tveir á blað, Einar Hólmgeirsson og línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem , í Leikurinn var ágætlega leikinn af hálfu íslenska Uðsins en sigur íslands hefði getað orðið stærri ef dómararn- ir hefðu ekki verið jafii duglegir að reka leikmenn fslands út af í tvær mínútur. Alls fengu íslendingar tólf brottvísanir en Pólveijamir aðeins ijórar. fsland var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi en heimamönn- um tókst að jafiia metin þegar skammt var til leiksloka. En svo fór að Einar Hólmgeirsson reyndist vera hetja íslenska liðsins en hann skoraði sigurmark leiksins þegar um fjörutíu sekúndur vom til leiksloka. lög skoraði tvi- vegis Einar Hólmgeirs- son Skoraði sigur- mark ieiksins þegar 40 sekúndur voru til leiksloka. Ólafur Stefánsson Fann fjölina sina í gær og var markahæstur ís lenska liðsins með tíu mörk. Hann þótti leika vel i leiknum. „Þetta var ljúfur sigur, sérstaklega í ljósi þess að við fengum heilan helling af brottvísunum í leiknum," sagði Guðjón Valur Sigurðsson að leik lokn- um í gær. „Það komu nokkur skiptir bara í síðari hálfleik þar sem við vor- um tveimur færri í nærri heilar tvær mínútur og skomðu þeir mjög mikið í þeim tiivikum. Eins ótrúlega og það hljómar, þá var vamarleikurinn okkar ekkert það slæmur. Við vorum oftast í 5-1 vöm og gekk hún ágætlega." Guðjón segir að sigurinn hafi verið dýrmætur, ekki síst þar sem Uð Pól- veija er sterkt og leikurinn var á þeirra heimavelh. „Það er gott að byija þennan undirbúning með sigri og vonandi er þetta skref í rétta átt. Við höfurn trú á okkur og ætl- um okkur að ná árangri." Næsti leikur íslands er í dag gegn Dönum. „Það vita allir hvað Danir geta en við emm líka góðir. Nú er bara að bíða og sjá hvað set- ur. Við sáum lokin á leik Danmerkur og Noregs og greinilegt að bæði lið em sterk. En það vantar þónokkra sterka leik- menn í norska liðið, til að mynda Glenn Sol- berg og Frode Hagen sem em hættir og Jon Jensen sem er ekki með á mótinu. Það munar um minna en Mð- ið er engu að síður gott.” Mörk íslands: Ólaf- ur Stefánsson 10, Guðjón Valur Sig- urðsson 7, Jaliesky Gcircia 4, Snorri Steinn Guðjónsson 4, Einar Hólm- geirsson 4, Alexander Pettersons 4, Sigfús Sigurðsson 3, Róbert Gunnars- son2. eirikurst@dv.is Kvennalið Hauka tapaði í Evrópukeppninni í körfubolta í gær Skref í rétta átt hjá Haukastelpum Kvennalið Hauka keppti í gær í Evrópukeppni í körfubolta er liðið mætti franska liðinu Pays DiAix á útivelli. Þetta var fyrsti Evrópuleik- ur íslensks kvennaliðs á erlendri gmndu og þó svo að tapið hafi ver- ið stórt, 59-99, er óhætt að segja að margt jákvætt hafi verið við leik Haukanna og má landinn vera stoltur af þessari frumraun. Franska liðið var afar sterkt og gerði í raun út um leikinn strax í fyrri hálfleik. í lok fyrsta leikhlutans röðuðu leikmenn liðsins niður þriggja stiga skotunum og alls vom leilonenn Pays DiAix með 53% nýt- ingu á þriggja stiga skotunum (8/15). Sérstaklega voru það tveir leik- menn Frakkanna sem gerðu Hauk- unum lífið leitt, bandaríski leik- maðurinn Edna Campbell og Anastasia Kostaki frá Grikklandi. Campbell, sem á yfir 100 leiki að baki í WNBA-deildinni, gerði 25 stig og hitti alls úr níu af ellefu skotum og þar af öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Kostaki gerði 18 stig og átti þar að auki sjö stoðsending- ar. Hið jákvæða við leik Hauka var að liðið vann þriðja leikhlutann, 16-15, og fór alls 24 sinnum á víta- línuna. Þær fóm alls fjórum sinnum á vítalínuna í fyrsta leik liðsins í Evrópukeppninni, gegn spænska liðinu CajaCanarias og því greini- legt að leikmenn Hauka hafa verið talsvert grimmari í leiknum í gær. Þar að auki skora þær meira í leikn- um í gær þrátt fyrir að hitta ekki jafn vel. Liðið flýgur heim í dag en strax á sunnudag mætir það Keflvíkingum í stórleik í Iceland Express-deild kvenna en leikurinn fer fram í Hafnarfirði. Það er því skammt stórra högga á milli hjá Haukastúlk- unum. Stig Hauka: Kesha Tardy 25 (13 frák.), Helena Sverrisdóttir 15 (5 frák., 5 stoðs.), Jelena Jovanvic 8, Hanna Hálfdanardóttir 4, Pálína Gunnlaugs- SigrúnÁmundardóttir 1. dóttir 4, Kristrún Siguijónsdóttir 2, eirikurst@dv.is Edna Campbell I Bandarískur leikmaður sem átti sannkallaðan stórleik gegn Haukum i gxr. Hér erhúni leik með sínu gamta liði I WNBA, San Antonio Silver Stars. DV-mynd Nordic Photos/Getty

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.