Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Blaðsíða 29
I Df\Exíífið FÖSIUDAGUR.28t.QKTÓBSR 2005,. -29 I Verkleg Anna gengur l/fivaða starfsem c' Anna Marta Guðmundsdóttir er bóndi á Hesteyri í Mjóafirði. Þau Heiðar Jónsson og frú Margrét fóru að heimsækja hana á dögunum til þess að hreinsa út hjá henni. Aðkoman í híbýli Önnu var forvitnileg svo ekki meira sé sagt. Mýs gangandi um stofu- gólfið og endur og gæsir á hlaðinu. 1 ■ * I ■ '. J *■ l Hl, si** •r* I Með skjátur 1 Anna árið 1988 Iþegarhún var I enn með I fjárbúskap. | Allt í drasli Anna íþættinum hjá Heiðari og Margréti ÍÍSíffíl 11 „Ég hef það bæði gott og vont, ég er léleg í bakinu og hnjánum," segir Anna Marta Guðmundsdóttir, bóndi á Hesteyri. Þeir sem horföu á þáttinn Allt í drasli á Skjá einum á þriðjudagskvöldið ættu að kannast við Önnu. Það var allt öðrum end- anum í híbýlum önnu og örkuðu mýs um stofugólfið. Af nógu var að taka hjá önnu og þurfti að gera tvo þætti úr heimsókninni til önnu. Seinni þátturinn verður á næsta þriðjudag. Eitthvað tapaðist „Þeir hreinsuðu mestallt út héma. Það var eitthvað sem tapað- ist. Það er alltaf þannig þegar það er hreinsað dáldið mikið. Þetta var gríðarlega mikil hrúga sem hefði farið ef ég hefði ekki rekist á það,“ segir Anna. Hún er þó ekki að gráta það sem hefur tapast enda hefur hún séð það svartara. Á 8. áratugn- um brann gamli bærinn á Hesteyri til kaldra kola og allt sem inni í honum var. Anna minnist þess ekki að hafa harmað það lengi. Verra hafi henni þótt að skepna sem var nærri húsinu hafi dáið. Hvemigkunnirðu við Heiðar og frú Margréti? „Ég kunni vel við þau. Þetta var ósköp skemmtilegt fólk. Það var ekki neinn þama sem mér líkaði illa við," segir Anna. Minkurinn aðgangsharður Mýsnar í híbýlum önnu vöktu athygli meðal áhorfenda þáttarins. Eru þær farrtar út? „Ekki þessar sem ég hafði héma, þær em héma inni greyin. Það hafa komið inn svona nokkur stykki eftir að þau tóku til. Ég hef sett upp vistvæna músagildru og hleypt þeim út úr húsinu,“ segir Anna. „Ég hef verið með um fjörutíu mýs. Mér vom gefnar þijár. Ein hvít, ein mórauð og ein dekkri svona, ekki svört, en dekkri. Þær trmgast svo fljótt að þær hafa verið sextíu en em um átján." Einn ógnvaldur er þó sem steðjar að dýmnum á bænum. „Minkurinn er gjam á að vera und- ir húsinu. Hann fer í mýsnar og ég vona að hann tefjist við að fara í fuglana. Svo er ég sjálf búin að fá hvolp sem ég læt fara undir húsið. Hann kemur ekki til hans," segir Anna sem þurfti að hýsa endumar sínar á dögunum þegar minkurinn gerði sig líklegan til árásar. „Mink- urinn hættir ekki fyrr en hann hef- ur klárað stofninn ef hann er ekki stöðvaður." WLÉKÍA rf -y Borðar feitan mat Anna er með talsverðan fugla- búskap. „Ég á um 40 endur og rúmlega 20 gæsir. Þær em alger- lega á fæði hjá mér. Mér vom gefin átta stykki og þær vom komnar yfir 100 um tíma. Þá varð ég að fækka. Þetta er svo kostnaðarsamt." Anna hefur selt eggin úr öndunum en sá markaður hefur dregist saman. „Menn em orðnir með svo mikið kólesteról í blóðinu að þeir mega ekki borða þetta. Sumir hafa óhóf- legt kólesteról. Það em þó fæstir feitari en ég en þó hef ég ekkert kólesteról í blóði, allavega ekki óhóflega mikið. Ég er nýbúin að fara í rannsókn." Ertu á svona góðu mataræði? Hvað ertu að borða? „Ég borða mikið feitan mat. Mér þykir fita góð. Ég borða yfir- leitt frekar lina fitu eins og bringu- kolla, en síður borða ég bógfim, þessa hörðu fim. Svo þykir mér ákaflega gott smjör sem er eitt af bannvörunum. Að minnsta kosti hef ég sloppið vel með það. Ég borða líka mikið af ávöxmm og fiski. Borða svolítið kjöt en ekki eins mikið af því og fiskinum." Með riffil og skammbyssu Anna er mikill andstæðingur „Ég borða mikið feitan mat. Mérþykir fita góð." ijúpnaveiða. „Ég er á móti morði á meinlausum fuglum. Þessir skot- veiðimenn em einungis að veiða rjúpu tii þess að drepa. Þeir gera þetta ekki úr neyð, þessir menn hafa nóg. Þeir em ekki eins og gæðakonan góða í kvæðinu Ohræsið eftir Jónas Hallgrímsson," segir Anna sem hefur bannað ijúpnaveiðar í landi sínu sem nær í austri frá Hamri inn á Mörk. Sjálf borðar Anna endumar sem hún ræktar. „Mér hefur aldrei fundist vont að borða það sem ég hef ver- ið að gæla við. Mér finnst ég bara vera að gera því sóma," segir Anna. Slátrarðu sjálf? „Ég er með rifSI og smá- skammbyssu, það sem kailað er fjárbyssa. Ég skýt þær í hausinn og hegg þær svo á eftir. Svo þær blóð- renni. Stundum hafa menn hjjálp- að mér að lóga þegar þannig stendur á en ég lóga þeim frekar sjálf svo það komi ekki eins mikil hræðsla í þær. Því þær hræðast ókunnuga," segir Anna. Hún unir sér vel í sveitinni með fuglunum og músunum. Sátt með h'fið og laus við kólesteról. soii@dv.is „Þetta verkefni er að megn- inu til samið á tveimur dögum í júm' á þessu ári," segir Orri Harðarson trúbador. Hann sendi á dögunum frá sér diskinn Trú en tilurð hans er skemmti- leg. „Ég var í aprfl-maí langt kominn með plötu, búinn að taka upp 7 lög. Svo fannst mér bara ekkert varið í það og hætti við," segir Orri. „Ég fór svo í mam'skt ástand í júm'. Samdi 14 lög á tveimur dögum og texta. Það er fáránlegt, hefði ekki trúað því fyrir fr am. Ég bar efnið undir vini. Vfldi vita hvort ég væri hreinlega orðinn geðveikur." Vmir Orra gáfu grænt ljós á efn- ið og hófst hann handa við að taka upp í hljóðveri sem hann er með á Akureyri ásamt Kristjáni Edelstein. „Mitt rómantíska æði. Enda var ofvitinn frá Hala alveg há- mamskur. Ég kunni bara ekki við að láta plötuna heita Ofvit- inn frá Hala. Maður vill ekki stela frá Þórbergi." segir Orri. Þess í stað heitir platan Trú. „Það þýðir ekki að ég sé frelsað- ur. Þetta er trú á kærleikann. Fólk fer ekki í stríð í nafni kær- leikans, frekar í nafni guðs. Þetta er fyrir sjálfan mig gert. Hef ver- ið bölsýnismaður mjög lengi. Ekkert skilvitíegt við það," segir Orri. Tveir dúettar em á diskn- um. Arnbjörg Hlíf Valsdóttir syngur annan þeirra á móti Orra en KK lúnn. Margir snillingar leyfa Orra að njóta krafta sinna á plötunni. Páími Gunnarsson plokkar bassann af kostgæfrii og þýskur munnhörpuleikari að nafiii Mark Breitfelder sýnir snilli sína. „Hann er sá besti sem ég hef séð og setur sterkan svip á plötuna. Ég og Bubbi sáum hann spila á munnhörpu hjá KK í sumar og töluðum um það eft- ir á að leggja okkar munnhörp- um. Hann er snillingur, heftrr orðið Evrópumeistari i munn- hörpuleik," segir Orri. Platan kemur ekki í verslanir fyrr en undir lok nóvember. Hún er gefin út til styrktar daufblind- um og er hægt að nálgast eintök ísíma 846-7001. soli@dv.is | Orri Harðarson I Fær valinkunna ein- istaklingatilaðað- Istoða sig ó plötunni. Guðmundur Steingrímsson þúsundþjala- smiður er 33 ára í dag. „Maðurinn lætur ekki skeika að sköpuðu heldur reynir að skipuleggja allt í kring- um sig og láta hlutina ganga samkvæmt áætl- un sinni, enda nær hann ágætum árangri í nánast hverju sem hann tekur sér fyrir hendur," segir í stjörnu- spá hans. Guðmundur Steingrímsson Mnsberm (20. jan.-18.febr.) Þú þráir eflaust stöðugleika en varpar honum jafnvel fyrir róða ef þolinmæði þín þrýtur miðað við árs- tlma sér í lagi. Hugaðu vel að þessu yfir helgina. Fiskarnir (i9.febr.-20.mars) Hér er þörf á tilfinningalegu jafnvægi þegar stjarna þín,fiskur,er skoðuð. Þér er ráðlagt að hlusta á hjarta og huga þegar kemur að til- finningalegri ákvarðanatöku næstu daga (5-7 dagar). MWm(2lmars-19.apríl) Þú virðist þessa dagana reyna að skipuleggja nútíð þína því þú virðist af einhverjum ástæðum trúa því að ef þú gætir ekki hags- muna þinna þá geri það enginnn. Nailtið (20. apríl-20. mai) Þú ert sannarlega fær um að horfa framhjá lífsgæðakapphlaupinu og flýtir þér hægt. Skynjun þ(n er næm hérna og þú áttar þig á aðstæðum en væntir þess oftar en ekki að aðrir geri sl(kt hið sama. Tvíburarnirfi/. mal-21.júnl) Stjarna tvíbura vill sannar- lega vera elskuð og ætti að leyfa sér að upplifa sanna ást með opnum huga. Ekki hika við að læra að koma í veg fýrir að aðrir kenni þér það sem þú þráir að kynnast þessa dagana. Krabbinng2jiirí-22.yií//j__________ Óttinn getur hindrað þroska þinn með því að koma f veg fyrir fram- takssemi af þinni hálfu miöað við stjörnu krabbans. Framkvæmdu lang- anir þínar meðvitað. LjÓníð (2}.júll-22. ágúst) Ekki missa sjónar á hringrás hlutanna þegar kemur að eigin tilveru. Næstu dagar sýna annir þegar félags- starf tengt stjörnu þinni er annars vegar og því ert þú minnt/ur á að koma þér upp lífsvenjum sem fela í sértíma fýrir hlutina. Meyjan gi. ágúst-22. sept.) Safnaðu kröftum og haslaðu þér völl þar sem þér líður afburðavel og hæfileikar þinir fá að njóta sfn. Stjarna meyju birtist hér sem óþrjót- andi orkugjafi. Þú mættir hins vegar gefa náunganum betri gaum. Vogin (23.sept.-23.okt.) Gættu þín á þrasgirni og leiðri áráttu, sem þú átt til að temja þér þegar álag einkennir Ifðan þfna. Líkami þinn er f takt við náttúruna frekar en hugur þinn þessa dagana. Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0v.) Hér kemur fram að þú höndl- ar hamingjuna þegar þú treystir en ættir að gera meiri kröfur en ella og sýna heiðarleika þinn í verki ef árangur á að nást. Bogmaðurinng2/ró-2;.<faj Þú virðir siðalögmál Iffsins vissulega og ert án efa þeirrar skoðunar að iðjuleysi sé sóun á tíma. Steingeitin (22Jes.-i9.m) Þú átt skilið að vera elskuð/elskaður og virt/ur og ættir að opna hjarta þitt betur. Stjarna þfn er dúfan sem sýnir arnareðli sitt óvænt og þá sér f lagi þegar hún er undir álagi (á við helgina framundan). r. SPÁMAÐUR.IS >

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.