Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Blaðsíða 21
PV Sport FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 21 Maradona styður Rooney Argentínska knattspymugoðið Diego Maradona sagði í viðtaii við breska götublaðið The Sun að það hversu Wayne Roon- ey, leikmaður enska landsliðsins og Man- chester United, væri skap- mikill væri ekki neikvætt, heldur þvert á móti af hinu góða. „Það erjákvætt, ekki neikvætt. Skapið á eftir að hjálpa honum að ná árangri á knattspymuvellinum. Þetta er harður leikur og maður nær ekki árangri með því að haga sér eins og dýrlingur. Menn verða að berjast fyrir sínu, því ekkert er gefið i boltanum," sagði hinn um- deildi Maradona. Henry meiddur Thierry Henry er meiddur í nára og Arsene Wenger, knattspymustjóri Arsenal, segir aðeins 30% likur á að hann verði með gegn Tottenham um helg- ina í nágrannaslag liðanna. Henry sem er nýbúinn að ná sér eftír meiðsli var orðaður ffá Arsenal i enskum fjölmiðlum í gær og var haft eftir honum að ef hann ætti að geta sér til um framtíðina núna lægi hún frá Highbury. Gascoigne orðinnstjóri Stuðboltinn Paul Gasc- oigne, fyrrverandi landsliðs- maður Englendinga, er orðinn knattspymustjóri hjá utandeildarliði Kettering Town. Þetta er fyrsta starf Gascoignes sem knatt- spymustjóri en hann lék með Tottenham, Lazio, Newcastle, Everton, Glas- gow Rangers, Middles- borough, Burnley og Boston United á ferli sínum sem leikmaður. „Ég veit að þetta er Kettering Town en ekki úrvalsdeildarfótboltí og ég sættí mig vel við það," sagði hinn litríki Gascoigne á blaðamannafundi í gær. Wenger vongóðurá framhaldið Arsene Wenger hefúr látíð hafa eftir sér að Arsenal-liðið getí veitt Chelsea harða keppniívetur. „Ég tel að við séum með mjög sterkt lið sém getur keppt við Chel- sea. Við höfum orðið fyrir mikilli blóðtöku varðandi meiðsli allt frá byijun leiktíðar, því liðið er ungt og skortir reynslu. Maður verður að hafa ein- hverja reynslu til að berjast á toppnum og ég er þess full- viss að við komumst fljótlega á toppinn aftur þegar reynd- ari leikmenn okkar verða komnir til baka," sagði Wen- ger. Spennan í norsku úrvaldsdeildinni er í hámarki. Start og Valerenga eru efst og jöfn með 45 stig fyrir lokaumferðina sem fram fer á morgun en Start er með betra markahlutfall. Start er með 14 mörk í plús en Valerenga 13 auk þess sem Start hefur skorað fleiri mörk. DV hafði samband við miðvallarleikmanninn Jóhannes Harðarson sem hefur verið einn aðalmaðurinn í öskubuskuævintýri nýliða Start. Jóhannes Harðarson, miðvallar- leikmaður Start „Ég held að fólk hafi hrifist með sóknarknattspyrn unni sem við spilum og þeirri stað reyn.d ad við erum nýliðar." og það verður erfitt að brjóta þá á bak aftur. En við höfum aðeins tapað einum leik á heimavelli í ár og því eigum við að vera sterkir hér í Kristi- ansand," sagði Jóhannes, bjartsýnn á morgun- daginn. Löngu uppselt á leikinn „Það er rosalegur áhugi fyrir lokaumferðinni hér í Noregi og vart talað um annað. Þetta fær ótrúlega athygli fjölmiðianna og hellingur af blaðamönnum og sjónvarpsmönnum á æfrng- um. Þá hlakka stuðningsmenn okkar mikið til. Það er löngu uppselt og Start hefur fengið vil- yrði frá lögreglunni um að reyna troða rúmum tvö þúsundum manns í viðbót að. Hins vegar var ekki talað við knattspyrnusambandið og þar á bæ eru menn víst eitthvað ósáttir við það.“ Núverandi heimavöllur Start tekur 14 þúsund manns en liðið flytur sig á nýjan völl að lokinni næstu leiktíð sem mun taka mun fleiri áhorf- endur. Nýliðar aðeins einu sinni meistarar „Það virðist vera þannig að þeir sem em ekki stuðningsmenn Valerenga halda með Start. Ég held að fólk hafi hrifist með sóknarknattspyrn- unni sem við spilum og þeirri staðreynd að við erum nýliðar. Það hefur aðeins einu sinni kom- ið fyrir áður að nýliðar verði meistarar en það varMoss árið 1987." Þeir Jóhannes og Árni Gautur eru báðir fæddir og uppaldir Skagamenn. Jóhannes seg- ist hafa fundið til með Árna Gauti um síðustu helgi þegar hann fékk á sig slysalegt mark. „Það var leiðinlegt að sjá það en Árni hefur bjargað þeim svo oft í ár og því geta menn ekki reiðst við hann. Enda hafa fjölmiðlar alveg gleymt þessu." Jóhannes Harðarson verður í eldlínunni með Start á morgun gegn Fredrikstad á heimavelli sínum í Kristíansand. Og á sama tíma verður Árni Gautur Arason á k milli stanganna hjá Valerenga sem mæt- |k ir Odd Grenland á útivelli. Líklegt er að Ht bæði lið vinni sína leiki og því gætu úrslitin ráðist á markatölu og skoruð- um mörkum annað árið í röð í H norsku úrvalsdeildinni. í fyrra varð H Rosenborg meistari en þá var liðið ■ jafnt Árna Gauti og félögum í Valer- ■ enga bæði á stiguin og markatölu ■ en Rosenborg hampaði titlinum á ■ fleiri skoruðum mörkum. Lærisveinar Drillo erfiðir „Það er kominn mikill spenn- ingur fyrir lokaleiknum. Þetta verður mikil upplifun. Ég hugsa að þetta sé stærsti leikurinn á mínum ferli það sem af er. Ég hef orðið íslands- og bikarmeistari með Akranesi en takist okkur að vinna gull á laugardaginn verð- ur það hápunkturinn," sagði i Jóhannes. i „Það er rætt um það hér í I Noregi að Valerenga sé í betri I stöðu því það á leik við Odd 1 Grenland sem hefur að engu að keppa. En það er uppselt á ■ völlinn hjá Odd og það lið á i eftir að gefa sig allt í leik laug- ■ ardagsins. Við eigum erfiðan ■ leik gegn Egil Drillo Olsen og ■ félögum í Fredrikstad sem ■ eru í fallhættu. Þeir eiga eftir W að beita löngurn sendingum Hí 1/ \ 1. í— 1 u ( Jf u íslendingaliðið Djurgárden leikur til úrslita í sænsku bikarkeppninni á Kári meiddur en vonast til að vera með Á morgun fer fram úrslitaleik- urinn í sænsku bikarkeppninni og mætast þar sænsku meistararnir í Djurgárden annars vegar og fyrstudeildarliðið Átvidaberg hins vegar. Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen eru á mála hjá Djur- gárden og vonast vitanlega báðir til að fá að taka þátt í úrslitaleikn- um. Þeir voru þó hvorugir í leik- mannahópi liðsins um liðna helgi þegar Djurgárden lék sinn síðasta leik á tímabilinu og tók á móti meistarabikarnum. Sölvi hefur reyndar fá tækifæri fengið í sumar en Kári hefur spilað flesta leiki liðsins í ár, ýmist sem byrjunar- liðsmaður eða varamaður. Hann meiddist hins vegar í landsleik ís- lands og Svía fyrr í mánuðinum og hefur ekki almennilega jafnað sig af því. „Þetta er aðeins að skána núna," sagði Kári en hann meidd- ist þegar hann fór í tæklingu gegn sænskum landsliðsmanni með þeim afleiðingum að hann spark- aði af krafti undir fót Svíans þannig að ristin á fæti Kára fór í takkana á skó andstæðingsins. „Þetta var allt stokkbólgið og ég get ég ekki enn sparkað almenni- lega með ristinni. Ég tek þátt í æfingum liðsins að einhverju leyti en get aðeins spilað innanfótar." Kári vonast þó til að fá tækifæri á morgun. „Ég býst ekki við því að byrjunarliðið breytist mikið þar sem síðasti leikur fór 8-1 fyrir okk- ur. En ég vonast til að vera alla- vega í hópnum." Kári segir að lið Átvidaberg, sem lenti í tíunda sæti í fyrstu deildinni sænsku, sé sýnd veiði en ekki gefin. „Þetta verður erfitt enda hafa þeir allt að vinna. Ég býst við því að þetta verði erfiðari leikur en margir sem við spiluðum í deildinni." eirikurst@dv.is Kári Árnason Hefurspil- að stórt hlutverk ímeist- araliði Djurgárden og von- 'WM ast til að fá tækifæri í bik- Pí'" arúrslitunum á morgun. m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.