Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 Sport DV Kirkland meiddur Meiðslakóng- urinn Chris Kirkland sem stendur í marki WBA er meiddur, og mun missa af n&stu leikjum liðsins. Kirkland sem er 24 ára og hefur margoft kom- ist í enska landsliðshópinn hefur verið einstaklega seinheppinn á ferli sínum og oftar en ekki verið meiddur. Hann hefur leikið vel með WBA það sem af er leiktíð. Næsti leikur WBA er gegn Newcastle á heima- velli sínum um helgina. I bann á Ítalíu Roberto Mancini, þjálfari ítalska liðins Inter Milan, var í gær dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að veitast að dómaranum eftir ósigur gegn Roma á miðvikudag. Þá var Argentínumaður- inn Juan Sebastian Veron, leikmaður Inter, dæmdur í tveggja leikja bann fyrir áflog við Francesco Totti, fyrirliða Roma, sem fékk eins leiks bann. Roma vann leikinn 3-2 á útivelli. Baldurtil Belgíu Húsvíkingur- inn Baldur Ingi- mar Aðalsteins- son, leikmaður bikarmeistara Vals í Lands- bankadeild karla í knattspyrnu, er á förum til FC Brussel sem leikur í úr- valsdeild í Belgíu til reynslu. Baldur sagði eins og kunnugt er upp samn- ingi sínum við Val í byrjun mánaðarins og freistar þess að komast að erlendis. Baldur er 25 ára og hefur áður leikið með Völsungi og Skagamönnum þar sem hann varð íslands- og bik- armeistari. Wes Brown klár í slaginn Varnarmaður Manchest er United, Wes Brown, er klár í slaginn og lék með liðinu gegn Barnet í Deild- arbikarnum á miðvikudag sem vannst 4-1. Bú- ist er við því að Brown fái fljót- lega hægri bak- varðarstöðuna af Philip Bardsley sem hefur staðið vaktina þar í fjarveru Browns og Garys Neville. Brown á að baki leiki með enska landsliðinu og hefur leikið með United alla sína hunds og kattar tíð. 20.00 pumingaþáttur- o inn Spark á Skjá ein- um. 20.30 Fréttaþáttur um , Meistaradeild Evrópu á Sýn. íslenskar konur þurfa ekki að kvarta þegar kemur að völdum í knattspyrnuheim- inum. í íslenskri kvennaknattspyrnu eru það leikmennirnir sem hafa völdin en ekki forráðamenn eða þjálfarar félaga. Leikmenn geta eyðilagt heilu liðin með ákvörðunum sínum og fengið þjálfara rekna eins og hendi sé veifað. íslenskar knattspyrnukonur eru valdamiklar, sérstaklega þær sem kunna eitthvað fyrir sér í íþróttinni. Það sem íslenskar knattspymukonur hafa fram yflr karlkyns kollega slna er að þær geta ráðið örlögum þjálfara, félagsliða og jafnvel landsliða ef því er að skipta. Vægi einstaklinganna, sem skara fram úr, er mikið og eins gott fyrir þjálfara að koma sér í mjúkinn hjá þeim og forráðamenn félaga að koma vel fr am þær. Dæmin em mörg en það nýjasta birtist í gervi Guðrúnar Sóleyjar Gunnarsdóttur, vamarmanns í KR, sem íhugar að skipta um lið og ganga til liðs við Islandsmeistara Breiða- bliks. Það væri svo sem ekkert að því að Guðrún Sóley myndi skipta um lið en áhrifin sem hugsanleg félagskipti hennar hafa em ótrúleg. Ef Guðrún Sóley fer í Breiðablik tekur hún með sér vinkonu sína úr KR, Elínu Jónu Þorsteinsdóttur, aukþess sem marka- hrókurinn Olga Færseth hefur áhuga á því að spila með sama liði og Guð- rún Sóley á komandi tímabili. Til að bæta gráu ofan á svart hefur Helena Ólafsdóttir, fyrrverandi landsliðs- þjálfari og núverandi þjálfari KR, lít- inn áhuga á því að þjálfa liðið ef allir bestu leikmennirnir fara. Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir, sem er gengin til liðs við KR á nýjan leik eftir eitt ár í Vest- mannaeyjum, orðar þetta ágætlega í viðtali við DV í dag þar sem hún biðl- Íþróttaljós ar til Guðrúnar Sóleyjar að vera áfram í KR. „Ég vona að hún verði áfram í KR því annars verður þetta ekkert skemmtileg deUd. Það er enginn tU- gangur í að spUa ef aUir fara í sama liðið," sagði Hólmfríður. Það er líka eins gott fyrir þjálfara kvennaliða að koma sér í mjúkinn hjá leUonönnum sínum. Það geta Elísa- bet Gunnarsdóttir, sem var rekin frá ÍBV vegna óánægðra leikmanna, og Þórður Lámsson, sem var rekinn sem þjálfari kvennalandsliðsins, vottað um. Þórður var klassískt dæmi um völd leikmanna en landsliðskonurnar neyddu stjórn KSÍ tU að reka Þórð þar sem þær vom ósáttar við frammi- stöðu hans sem þjálfara. Það er orðið áhyggjuefni þegar lið í kvennaknattspymunni standa og faUa, blómstra og deyja með einum leikmanni. Það hlýtur að vera erfitt að halda úti liðum í deUdnini þegar heUu vinkonuhópamir taka sig tU og skipta um Uð. Ég vorkenni í það minnsta for- ráðamönnum félaga sem lifa og deyja eftir duttlungum bestu knattspymu- kvenna landsins og vinkvenna þeirra. Slíkt getur varla verið skemmtUegt og er fráleitt íþróttinni tU framdráttar. Hólmfríður Magn- úsdóttir Gengurtil liðs við KR á nýjan leik ifyrirnæstatimabil. Tilgangurinn enginn ef allir flykkjast í sama liðið Kvennalið Breiðabliks virðist ætla að hirða alla stærstu / bitana fyrir komandi tímabil íslands- og bikarmeistarar Breiðabliks hafa verið að blása tU stórsóknar í íslenskri kvennaknatt- spyrnu. Liðið hefur þegar tryggt sér tvo sterka leikmenn, þær Elínu Önnu Steinarsdóttur frá ÍBV og Vönju Stefanovic frá KR. Fleiri góðir leikmenn hafa verið sterklega orð- aðir við félagið og stefnir í að Blikar muni áfram bera höfuð og herðar yfir önnur lið á fslandsmótinu en liðið missti aðeins einn leUc í jafntefli í sumar, hina vann liðið. Staðan í íslenskum kvennabolta er einfaldlega þannig að sterkir leik- menn em ekki á hverju strái og því óumflýjanlegt að ef þeir flykkjast flestir í eitt eða tvö lið munu önnur lið líða fyrir það. Þegar er ljóst að lið ÍBV mun aðaUega geta teflt fram ungum leikmönnum og raunar með öllu óvíst hvort liðið verði með á fs- landsmótinu næsta sumar. Þá er framtíð gamla stórveldisins í Vestur- bænum, KR, í verulegri hættu en einn besti leikmaður liðsins, Guð- rún Sóley Gunnarsdóttir, hefur verið sterklega orðuð við Blika. „Ég vona að hún verði áfram í KR því annars verður þetta ekkert skemmtUeg deild," sagði Hólmfríður Magnúsdóttir sem lék með ÍBV síð- astliðið sumar en' hefur ákveðið að ganga til liðs við KR, sitt gamla félag. „Það er enginn tilgangur í að spUa ef J allir fara í sama liðið," sagði1 Hólmfrfður. Annar KR-ingur, Hrefna Huld1 Jóhannesdóttir, tók í sama streng. „Það virðast allir vera að hópast meistaraliðið. Það er ekki góð þróun því deildin hefur verið að jafnast út. Ef þetta fer sem horfir þá verður það stórt skref tU baka." eirikurst@dv.is Hrefna Huld Jóhann- esdóttir Segirþróun máia í kvennaknattspyrn unni ekki vera góða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.