Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Röng synjun um gjafsókn Dómsmálaráðuneytið studdist ekki við lög þegar það neitaði félagi einu um gjafsókn í skaðabótamáli gegn ríkinu. Lögregla lagði hald á traktorsgröfu í eigu félagsins í máli sem var því óviðkomandi og vill félagið bætur. Dómsmálaráðu- neytið studdist við umsögn gjafsóknarnefndar sem tel- ur gjafsókn eingöngu hægt að veita einstaklingum. Fé- lagið kærði synjunina um að fá greiddan kostnað við rekstur skaðabótamálsins til Umboðsmanns Alþingis sem nú hefur sagt að synj- un ráðuneytisins hafi ekki lagastoð. Vilja völlinn kyrran Hagsmunastökin Áfram í Dalvíkurbyggð hafa nú hrundið af stað undir- skriftasöfnun um allt land til að mótmæla flutningi innanlandsflugs úr Vatns- mýrinni. Meðal annars benda þau á að vegna ná- lægðar Reykjavíkurflugvall- ar við stærstu sjúkrahús landsins sé það ómetanlegt öryggisatriði að flugvöllur- inn verði áfram staðsettur þar sem hann er. Auk þess benda þau á að ferðatími almennra farþega tvöfald- ast ef lent er á Keflavíkur- flugvelli. Undirskriftirnar verða afhentar samgöngu- ráðherra. Forseti íslands Ólafur Ragnar Grímsson er verndari átaks gegn fíkniefnum í tíu evrópskum borgum. Hann segir engan undanskilinn þegar fíkniefnavandinn er annars vegar. Sjálfur hefur hann horft á eftir ættingjum, vinum og kunningjum verða fíkniefnadjöflinum að bráð. Forseti íslands er áhyggjufullur. 21 vill átta efstu „Það getur enginn keypt sér tryggingu fyrir því að einhver úr hans fjölskyldu lendi ekki í þessum vanda sem fíkniefnin eru," segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti fslands, en í gær hófst for- varnaverkefni í tíu evrópskum borgum, sem stýrt er frá íslandi. Forsetinn er verndari verkefnisins og er það vel því Ólafur þekk- ir þær grimmu afleiðingar sem fíkniefnaneysla hefur í för með sér. Ekki bara fyrir þann sem ánetjast heldur fjölskylduna alla. „Það hefur fólk úr minni fjöl- skyldu glímt við þer.nan vanda og sumir eru enn að glíma við hann," segir Ólafur Ragnar og ítrekar að fíkniefnavandinn sé ekki einkamál fárra og tengist ekki fjárhag fólks eða stöðu þess í samfélaginu. Það getur hver sem er ánetjast fíkniefnum. „Fíkniefnaneytendur verða sífellt yngri,“ segir Ólafur. „Og það sem verra er að fólk sem á annað borð hefur neyslu fíkniefna lendir verr í því og hrapar fyrr niður á botninn en hér á árum áður. Vandinn er stór og meðferðarstofnanirnar fá sífellt yngri fíkniefnaneytendur inn á gólf til sín. Þeir koma ekki bara einu sinni, heldur aftur og aftur.“ Á sjálfur vini og kunningja í dópi „Eg hef líka fylgst með þessum vanda í gegnum ýmsa vini mína og kunningja, þannig að ég hef kynnst því af eigin raun hvað þetta er mikil þrautarganga. Ekki bara fyrir við- komandi einstakling heldur fjöl- skylduna alla. Fyrir foreldrana, fýrir systkinin, fyrir vinina. Fyrir hvern og einn sem lendir í þessum vanda eru tugir sem þjást með,“ segir Ólafur og greinilegt að málaflokkurinn stend- ur honum mjög nærri. Hefurðu átt ættingja eða vin sem hefur farið alla leið ígröfina? „Nei, sem betur fer hefur ekkert af því fólki sem ég þekki farið svo langt," svarar Ólafur en hann hefur meðal annars nýtt sér íslenskar bók- menntir, bæði skáldskap og ævisög- ur, til að kynna sér vandann betur. Fyrir hver jól kemur út fjöldi bóka sem lýsir hörðum fíkniefnaheimi ís- lands. „Það er merkilegt að fíknefna- vandinn skuli vera orðinn það djúp- stæður í samfélaginu okkar að það eru að skapast hér sérstakar bók- menntir - og það meira að segja vandaðar og góðar bókmenntir - sem spretta upp úr þessu þjóðfé- lagslega vandamáli," bendir Olafur á en það segir auðvitað sína sögu um hversu fíkniefnin eru samtvinnuð lífi íslendinga. „Ég hef kynnst því of eigin raun hvað þetta er mikil þrautarganga. f Ekki nóg að gert Ólafur hefur einnig áhyggjur af vexti glæpahringja í Evrópu. Island er þar engin undantekning. Eins og allir vita hefur dópið glæpavætt samfélagið okkar og grimmdin nær stundum út fyrir öll mörk. Ólafi finnst ekki nóg að gert. „Mér hefur fundist skorta á það að menn viðurkenni þennan vanda. Það þarf fjármuni og sameinaða krafta til þess að glíma við hann því að kostn- aðurinn síðar meir - ef ekki tekst að stemma stigu við vandamálinu - verður enn meiri,“ segir Ólafur Ragn- ar, vemdari átaksins gegn fíkniefnum sem hleypt var af stokkunum í tíu evrópskum borgum í gær. «• - Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands Vemdariátaks gegn fíkni- efnum i tíu evrópskum borgum sem hleypt var afstokkunum á Bessa- stöðum i gær. DV-mynd: Stefán 1 Ú Alls gaf 21 kost á sér í átta efstu sætin í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnar- firði. Samfylkingin hefur verið með hreinan meiri- hluta í bæjarstjóm á kjör- tímabilinu með sex bæjar- fulltrúa, en sjálfstæðismenn hafa verið einir í minnihluta með fimm fulltrúa. Allir nú- verandi bæjarfulltrúar list- ans sækjast eftir endurkjöri nema einn, en það er Jóna Dóra Karlsdóttir sem skip- aði íjórða sæti listans við síðustu kosningar. Hrafn Gunnlaugsson fær stuðning úr óvæntri átt Miðbæjarprinsinn vill byggja skýjakljúfa „Það er best að byggja upp í loft- ið. Þá nýtast lóðirnar best,“ segir Engilbert Runólfsson byggingaverk- taki sem skoðar nú möguleikann á að reisa skýjakljúfa á suðvestur- horninu. í gær var Engilbert í Reykjanesbæ þessara erinda. „En það er ekkert fast í hendi. Við emm bara að skoða möguleikana og þurf- um að sannfæra yfirvöld um að þetta sé skynsamlegt," segir Engil- bert sem gengur undir nafninu Miðbæjarprinsinn eftir að hann kynnti hugmyndir sínar um bygg- Hvað liggur á? ingu verslunarmiðstöðvar við Frakkastíg og niðurrif gamalla og úr- eltra húsa sem framkvæmdunum fylgir. „Það hlýtur að vera framtíðin að byggja upp í loft," segir Engilbert. Helst lítur Engilbert til háhýsa af stærðargráðunni 22 hæðir eða þar um bil: „Það er nú varla hægt að kalla þetta skýjakljúfa nema þá á ís- lenskan mælikvarða. Hér eru ekki svonaháhús." Hugmyndir Engilberts Runólfs- sonar falla vel að hugmyndum sem Hrafn Gunnlaugsson hefur kynnt myndrænt þar sem hann hefur meðal annars snúið öllum Súðar- ,,Það liggur á að undirbúa heljarinnar dansveislu, segir Arnviður Snorrason skífuþeytari, betur þekktur sem Exos.„Plötusnúðurinn Mistress Barbara kemur til landsins í fjórða sinn og spila á NASA ásamt mér og Richard Cuellar um næstu helgi. Barbara er einn afþekktari kvenplötusnúðum heimsins um þessar mundir og ferðast út um allt að spila á þekktum klúbbum." Manhattan Lögheimili skýjakljúfsins. . i ■■ ' ?víí*.~. ■ voginum upp á I kant og hækkað [ þannig að úr l hefur orðið stór- ' í í ji f ■* Hefur Hrafn fengið nokkurn stuðning við hugmyndir sínar en Engil- bert er fyrsti framkvæmd- araðilinn sem lýsir yfir vilja sínum til að taka slag- inn og byggja á nýjum nótum. Engilbert Run- ólfsson Bygg- ingaverktaki sem | hugsarhátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.