Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 Fréttir 23V Gísli er drífandi frumkvöðull og einstaklega skemmtilegur. Gfsli er ofvirkur sveitavarg- ur sem ætlar sér of mikið i einu. „Gísli hefur eina virkustu frum- kvöðlahugsun sem ég hef kynnst hjá nokkrum einstak- lingi. Gífurlegur eldmóður ein- kennirhann og nýtur hann sín bestþegar verkefnin eru mörg og strembin. Sköpunar- kraftur, afburða leikni með /slenskt mál og næmi hans við að sjá spaugi- legar hliðar mannlífsins gera Gisla að því„idoli" sem hann verðskuldar að vera. Hann tekur þó stundum ofmikið að sér og þarfoftar að geta sagt nei.“ Magnús Magnússon, ritstjóri Skessu- horns. „Hann er mesti sveitamaður sem ég þekki og myndi ganga I gúmmiskóm við smókinginn, ef hann vissi hvað það væri. Hann er lika sannfærður urh að Borg- arnes sé miðdepill Islands efekki alheimsins. En Gísli er mjög fyndinn og skemmtilegur og það er gaman að vera I kringum hann.Svo erhann fínn frétta- maður." Logi Bergmann Eiðsson fréttamaður. „Gísli er drífandi og óþrjótandi brunnur skemmtilegra hug- mynda. Hann er ferlega skemmtilegur, fyndinn og greiðvikinn. Hann er reyndar svo greiðvikinn að það kemur honum stundum í koll. Hann er einnig mjög drlfandi og óhræddur við að hrinda hlutun- um i framkvæmd, sama hvernig þeir svo enda." Guörún Björk Friðriksdóttir, vinkona og bóndi í Lundareykjadal Glsli Einarsson starfarnú sem fréttamaöur á RÚV en hefur áður komiö aÖ frétta- mennsku á landsbyggðarblaöinu Skessu- hornisem hann stofnaöi ásamtMagnúsi félaga sínum 1998. Hann hefur vakiö at- hygli fyrir athyglisveröan fréttaflutning og talanda. Hann stýrirþættinum Út og suöur sem sýndur er á RÚV. mesturá íslandi í vefriti fjármálaráðu- neytisins kemur fram að framvinda efnahagsmála á Norðurlöndum hefur að undanförnu einkennst af hagvexti, minnkandi at- vinnuleysi, lágri verð- bólgu og afgangi opin- berra fjármála. Reiknað er með að hagvöxtur á ís- landi verði mestur af öll- um Norðurlöndunum á þessu ári, eða um sex pró- sent. Á næsta ári er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði að meðaltali svipað- ur og í ár, eða um þrjú prósent, og ísland verði áfram hæst með 4,6 pró- senta hagvöxt. Alþingismenn úr öllum flokkum vilja láta kaupa 80 milljóna króna gegnumlýsingar- tæki sem leitar aö fikniefnum í vörugámum á aðeins þremur mínútum. í dag þarf að tæma alla gáma til að skoða innihaldið og aðeins er skoðað í einn gám af hverjum hundrað. Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður segir ekki hægt að sitja með hendur í skauti. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segist bíða úttektar tollstjóra. Árni Mathiesen fjármálaráðherra vill ekki kveða upp úr með það að fengið verði til landsins gegnumlýsingartæki sem leitað getur að fíkniefnum og öðrum smyglvarningi í gámum á þremur mín- útum. í umræðum á Alþingi var bent á að tíu tollverði þyrfti nú til að losa einn gám og skoða hann. Tækið kostar 80 milljónir króna. „Ég trúi því ekki að það geti nokk- ur maður verið á móti þessu tæki," segir Svavar Sigurðsson, baráttu- maður gegn fíkniefnum, sem er einn þeirra sem beita sér fyrir því að flutt verði til landsins sérstakt gegnumlýs- ingartæki til að leita að fíkniefnum í vörugámum. Tækið sem um ræðir mun kosta um 80 milljónir króna. Því fylgir bíll svo hægt væri flytja það í allar hafnir landsins. Gammageislar Að sögn Svavars eru slflc gegnum- lýsingartæki bygð á gammageislum. Svavar segir slflc tæki nú þegar í notk- un á öllum Norðurlöndunum utan íslands. „Þetta kostar peninga en það er ekkert miðað við gagnið sem tækið gerir," segir Svavar sem í meira en áratug hefur verið gríðarlegur bar- áttumaður fýrir eflingu toligæslu og sjáifur lagt henni til búnað fyrir 5,7 miiijónir króna. Tækið Kostar80 miiijónir og gegnum- lýsir vörugáma í heilu lagi á þremur mínút- um. Allt sést, hvort sem það er vopn eða fíkniefni. Svavar Sigurðsson „Þetta kostar peninga en það er ekkert miðað við gagnið sem tækið gerir," segir Svavar Sigurðsson sem berst nú fyrirað fá afkastamikið gegnumlýs- ingartæki til fslands. Gegnum- lýst á 3 mínút- um Gegn- umlýsing- artækið var rætt á Alþingi á miðviku- dag í síð- ustu viku eft- ir að Guð- mundur Guðmundur Hall- varðsson „Við liggur að fslensk æska geti labbað út og keyptsér eiturlyf og jafnvel á auðveldari hátt en að fá sér karamellur," segir alþingismaður- inn og vill aðgerðir. Hallvarðs- son lagði fram fyrirspum til Árna Mathiesen fjármálaráðherra. „Bifreiðin sem við emm að tala um og sem hugsanlega væri hægt að taka á leigu er svo afkastamikil að ekki tekur nema þrjár mínútur að skoða 40 feta gám. Við sjáum hag- ræðinguna í því miðað við að þurfa tíu tollverði í að losa einn gám til að geta skoðað hann," sagði Guðmund- ur á Alþingi. Lítil tæki eru til Við DV sagði Guðmundur að af- kastageta tollgæslunnar myndi auk- ast gríðarlega fengist gegn- umlýsingartækið keypt eða leigt til lands- ins. Um 170 þús- und gámaeiningar yrðu fluttar til ♦- landsins á þessu ári þannig að verk- efnið væri risa- vaxið. Eins og staðan sé í dag hafi tollurinn tvo -evls; Árni Mathiesen Fjármala- ráðherra segir Tollstjórann I Reykjavik skoða hvort kaupa eigi gegnumlýsingartæki fyrir gáma eða ekki. A meðan geti hann ekki tekið ákvörðun. sendibfla með gegnumlýs- ingartækjum. „Litlu tækin í sendibfl- unum hafa þegar sannað gildi sitt við að finna fíkni- efni en til þess að nota þau þarf að tæma gámana og renna einstökum hlutum í gegn. Það er auðvitað afar tímaffekt miðað við að geta gegnumlýst gámana í heilu lagi," sagði Guðmundur. Auðveldara en karamellur Guðmundur sagði á Alþingi að ís- lendingar yrðu að gæta sína á að dragast ekfd aftur úr í óprúttnu eitur- lyfjaumhverfi: „Það er orðið svo ósvífið að við getum ekki setið með hendur í skauti og látið þetta fara fram hjá okkur og standa svo frammi fyrir því að við liggur að íslensk æska geti labbað út og keypt sér eiturlyf og jafnvel á auð- veldari hátt en að fá sér karamellur." Ekki metið til fjár Fleiri tóku þátt í umræðunni um gegnumlýsingartækið á Alþingi. Guðjón Hjörleifsson, sjálfstæðismað- ur úr Vestmannaeyjum, sagðist hafa séð búnaðinn í notkun og að hann ætti að geta margborgað sig fýrir tofl- inn. „Held ég að toflurinn mundi fá margfaldar tekjur fyrir þessum kostnaði," sagði þingmaðurinn. „Við metum það ekki til fjár þegar hægt er að fara í aðgerðir eins og þær að kaupa gegnumlýsingartæki til að fylgjast með vörusendingum í gám- um," sagði Jón Gunnarsson, alþingis- maður Samfylkingar. Bara 1 prósent skoðað „Aðeins 1 prósent af gámunum sem fluttir eru inn er skoðað. Það er algerlega óviðunandi þannig að ég hvet hæstvirtan ráðherra til að drífa í að kaupa svona tæki. Sú fjárfesting mundi fljótt skila sér," sagði Ásta R. Jóhannesdóttir úr Samfylkingu. Fjármálaráðherra fékk einnig hvatningu frá ísólfi Gylfa Pálmasyni úr Framsóknarflokki. „Við þurfum að að leggja pening í að kaupa öll þau bestu tæki sem hugsanleg eru til að herða það eftirlit því það er hræðilegt að sjá eftir ungu efnilegu fólki verða eiturlyfjum að bráð," sagði ísólfur Gylfi. Ráðherra bendir á tollstjóra Þrátt fyrir hvatningu á Alþingi vildi Ámi fjármálaráðherra ekki lofa að gegnumlýsingartækið yrði fengið til landsins. Um mikla fjárfestingu væri að ræða. Tollstjórinn í Reykjavík hefði verið að kanna hver væri heppi- legasta lausnin. „Ég held að við verðum að láta þeirri athugun ljúka áður en við get- um tekið ákvarðanir," sagði ráðherr- ann. gar@dv.is mm, ;'"91T„T.Úr-ÖIIU7’ flo_kkum Guðión Hjörleifssonjón Gunnars son, Jon Bjarnason, Asta R. Jóhannesdóttir og Isólfur 'cylfi Pálma on eru meðal þingmanna sem hvetja til kaupa á gegnumlýsingartæki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.