Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Vörubíll valt Vörubíll með tengivagn valt á hringtorgi við Reykja- veg í Mosfellsbæ um há- degið í gær. Ökumaður bflsins slasaðist nokkuð, er óbrotinn en marinn og lemstraður. Brjóta varð framrúðu bflsins til að ná bflstjóranum út og var hann síðan fluttúr á slysa- deild. Ekki er vitað hvað varð til þess að bfllinn fór á hliðina þar sem ekki var ekið of hratt og engin hálka var á veginum. Vörubflinn var að flytja sorpbagga úr Gufunesi út í Álfsnes þegar slysið varð. HÍfékkjafn- réttisverðlaun í gær veitti Jafiiréttisráð hina árlegu jafnréttisviður- kenningu. í ár var það Háskóli íslands sem hlaut viður- kenningu ráðsins og segir í rökstuðn- ingi þeirrar ákvörð- unar að á þessu ári hafi þau tímamót órðið í sögu skólans að kona, Kristín Ingólfsdótt- ir, var kjörin rektor. Með kjöri hennar hafi konum fjölgað um eina í hópi æðstu embættismanna landsins og segir Jafnréttisráð að ekki veiti af að fjölga þar fyrir- myndum fýrir stelpur og konur þessa lands. Borgin í rusli Rusl og sóðaskapur var til umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag og skilaði starfshópur um umgeng- nismál niðurstöðu sinni. Þar kemur meðal annars fram að bæta þarf um- gengni almennings í borginni auk þess sem Reykjavíkur- borg þarf að endur- skoða vinnubrögð sín í þessum mála- flokki. Stefnt er að því að á hverju götuhorni verði ruslatunna og kvartanir um rusl verði teknar fyrir um leið og þær berast. Ákveðið var að ganga enn frekar fram í því umhverfisátaki sem nú þegar er í gangi. Aukið brenni- vínshjal Á síðasta áratug hafa prentmiðlar stóraukið um- fjallanir þar sem áfengi ber á góma án þess að fjöldi blaðsíðna hafi aukist. í skýrslu Birgis Guðmunds- sonar við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Ak- ureyri kemur fram að efni tengt áfengi hefur meira en þrefaldast í prentmiðlum þennan tíma. Umfjöllunin hefur aldrei verið meiri en í ár. Fréttablaðið er dugleg- ast allra íslenskra prent- miðla að birta fréttir og annað efni þar sem fjallað er um áfengi. Á íslandi eru rúmlega 33 þúsund ellilífeyrisþegar. Margrét Margeirsdóttir, formað- ur Félags eldri borgara, segir að helmingur þeirra búi við bág kjör. Segir Margrét að það sé skortur á mannréttindum að svipta fólk á hjúkrunarheimilum íjárræði með því að taka af því ellilífeyrinn og beinlínis niðurlægjandi að fá vasapening eins og um ölmusu sé að ræða. Margrét Margeirs- dóttir, formaður Félags eldri borg- ara Segir marga elli- lífeyrisþega búa við niðurlægjandi kjör. Ellilífeyrisþegar sem dvelja á hjúkrunarheimilum fá engan ellilíf- eyri, hann er tekinn af þeim. Einstaklingur sem ekki er ellilífeyr- isþegi fær sjúkravist ókeypis. Engu að síður eru dvalarheimili og hjúkrunarheimili samkvæmt lögum flokkuð sem sjúkrahús. Eru ellilífeyrisþegar annars flokks þegnar þjóðfélagsins? „Ég tel það skerðingu á mannrétt- indum hvernig farið er með eldri borgara á fslandi. Á landinu eru rúm- lega 33 þúsund ellilífeyrisþegar og helmingurinn af þeim hefur það ekki gott“, segir Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara. Hún segir að þegar ellilífeyrisþegi er lagður inn á hjúkrunarheimili missi hann ellilífeyri sinn og fái bara 21 þúsund í vasapeninga sem einnig skerðast ef viðkomandi er með greiðslur úr líf- eyrissjóði. Margrét segir að sá ellilíf- eyrisþegi sé orðinn ölmusumaður. „Flestir sem vistast á stofiiun missa að einhverju eða öllu leyti ijárhagslegt sjálfstæði sitt. Þetta fyrirkomulag stangast á við hugmyndafræði um sjálfræði og sjálfstæði. Þetta er niður- lægjandi fyrir viðkomandi einstak- ling“, segir Margrét. manns í Reykjavík á biðlista og heimaþjónustu við þetta fólk þyrfti að stórefla, hún er engan veginn nægjanleg," segir Margrét. Hún segir að hvorki Reykjavíkurborg né heilbrigðisráðuneytið vilji taka ábyrgð á þeim skorti sem er á þjónustuíbúðum, hjúkrunaríbúðum og sam- býlum fýrir aldraða, þeir varpi ábyrgðinni hver á annan. „Einstaklingur sem er bara með ellilífeyri þarf að lifa á rúmum 80 þúsundum á mánuði á meðan eitt pláss á hjúkrunarheimili kostar 6 milljónir á ári. Væri ekki nær að vera með hjúkrunaríbúðir eða sambýli fyr- ir þetta fólk og spara ríkinu stórar ijár- hæðir?" Þau bera ábyrqð á slæmum aðbúnaði gamla fólksins r - Steinunn Vaidís Ósk arsdóttir borgarstjóri Hvar er ábyrgð borgarinnar í málefnum aldraðra? Jón Kristjánsson, heil- Árni Magnússon félags- brigðis -og trygginga- málaráðherra Margrét vill málaráðherra. Margrét að Árni taki við öllum málefn segir hann ekki hlusta á sig. um aldraðra. 300 á biðlista „Það kostar ríkið um sex milljónir á ári að vista einn einstakling á hjúkr- unarheimili og ekkert er gert í þvl að finna fleiri húsnæðisúrræði fyrir elli- lífeyrisþega. Nú þegar eru um 300 Heilbrigðisráðherra hlustar ekki „Félag eldri borgara hefur farið tvisvar á fund Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra til að biðja um að settur verði á fót starfshópur til að endurskoða lög um aldraða sem eru orðin úrelt en hann hefur hvorki haft samband við okkur né gert eitt eða neitt 1 málunum," segir Margrét. Hún segir að ráðamenn í landinu skorti metnað og vilja til þess að sinna þess- um málaflokki aldraðra af reisn. „Það er skammarlegt að hugsa til þess hversu langt við erum á eftir Norður- löndunum í þessum málum," segir Margrét og bætir við að hún vilji gjaman sjá málefrii aldraðra flytjast frá heilbrigðisráðuneytinu yfir til fé- lagsmálaráðuneytisins. jakobina@dv.is Andrés Már fékk fimm mánuði Hæstiréttur sendir SMS-perra í fangelsi Hæstiréttur staðfesti í gær fimm mánaða fangelsisdóm yfir Andrési Má Heiðarssyni fyrir að senda á fjórða þúsund SMS-skilaboða, sem innihéldu kynferðislegt efni, til tveggja 15 ára stúlkna í grunnskól- anum 1 Stykkishólmi. Hæstiréttur hnekkti hins vegar dómi Héraðs- dóms Vestfjarða sem hafði dæmt Andrés fyrir að reyna að fá aðra stúlkuna til kynlífsathafna með sér. Upphaflega rannsakaði lögregla ásakanir sex stúlkna á grunn- og framhaldsskólaaldri á hendur Andr- ési vegna ósæmilegra skilaboða sem þær kváðu hann hafa sent sér. Sam- kvæmt heimildum DV var alls um að ræða á tíunda þúsund skilaboða sem Andrés átti að hafa sent stúlk- unum sex. Rannsóknin leiddi til þess að rík- issaksóknari ákærði Andrés fyrir áreiti gegn tveimur stúlknanna, nemendum 1 grunnskóla Stykkis- hólms þar sem hann kenndi sjálfur. Samkvæmt útskrift frá Símanum, sem lögð var fyrir dóminn, voru skilaboðin sem Andrés sendi stúlk- unum tveimur samanlagt á fjórða þúsund. Stúlkurnar sögðu báðar hve illa þeim hafi liðið vegna áreitis Andrésar, ekki síst vegna þess að hann var kennari þeirra og spilaði körfubolta með Snæfelli. Hæstiréttur dæmdi þeim fjögur hundruð þúsund krónur hvorri í miskabætur. andri@dv.is Andrés Már Heið- arsson Hæstiréttur staðfesti fangelsis- dómþrátt fyrir sýkn- un á einum ákærulið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.