Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Blaðsíða 33
Menning DV
FÖSTUDAGUR 28. OKTÚBER 2005 33
Fágun danskra kvikmynda er orðin slík að að fátt verður að þeim fundið: pottþétt
plott, leikurinn fyrsta flokks, myndleg frásögn þaulhugsuð. Hvergi hefur þetta verið
skýrara en í þríleik Per Fly um stéttirnar þrjár: fólkið á bekknum í miðbænum, yf-
irstéttina sem á aflt og svo gráa miflistéttina. Opnunarmynd Októberfest á mið-
vikudag var Drápið sem sama dag hlaut Norrænu kvikmyndaverðlaunin.
Per Fly Slána-
legur náungi frá
Jótlandi.
Per Fly er ásamt von Trier og
Moodyson heitasti leikstjórinn í
vesturparti Norðurlandanna. Ef
Finnarnir eru teknir inn í púllj-
una skekkist allt. íslendingar
komast ekki áblað.
Per er slánalegur náungi, ber
sig ekki of vel, hann er einlægur í
samtali en ber fyrir sig frasa sem
maður hefur rekist á í viðtölum
við hann allt þetta ár. Hann er
fæddur 1960 en gekk í Danska
kvikmyndaskólann með þeim
Thomasi Vinterberg (Festen) og
Ole Christián Madsen 1989-1993
á leikstjórabraut.
Hann gerði stuttmyndir og
leikstýrði þremur þáttum af Taxa
áður en honum tókst að ná sam-
an kröftum í Bekkinn 2000. Síðan
kom Arfurinn (2003) og loks
Drápið í haust. Per er kvæntur
dönsku leikkonunni Charlotte
Fich.
Hann segir verðlaunin sem
hann fékk ásamt samstarfsmönn-
um sínum á miðvikudagskvöldið
örugglega breyta þvf að hann
þurfi ekki lengur að grátbiðja um
peninga í myndir sínar eins og
raunin var með Bekkinn.
Charlotte Fich og
Jesper Christiansen
Ekkjan og mennta-
skólakennarinn.
„Ég var orðinn örvæntingar-
fullur og sagði við framleiðand-
ann minn að ég yrði að fara að
gera eitthvað. Hvað viltu • gera,
spurði hann. Ég vil ijalla um þetta
fólk, fólkið á bekknum. Meira
vissi ég ekki. Hann sagði ókei, dró
fram dagatal, merkti við 1. apríl
árið eftir og sagði: Þennan dag
hefjurn við tökur þó við eigum
ekki krónu. Á endanum skrapaði
Kvikmyndamiðstöðin danska
saman þeim aurum sem hún átti
ónotaða í lok fjárhagsársins og
kom okkur af stað.“
Ég spyi hann um stéttasamfé-
lagið sem orðið sé hannorö a' okk-
artímum?
„Ég varð hissa þegar ég rakst á
það. Nú má ekki einu sinni tala
um ójöfnuð. Danskur þingmaður
hætti á það fyrir síðustu kosning-
ar og tapaði þingsæti.
Hvað er framundan?
„Ég er kominn af stað með
tökur á sex klukkustunda seríu
fyrir Danmarks Radio sem tekur
aðferðina úr Rashomon
Kurusawa: atburðir eru skoðaðir
frá sex ólíkum sjónarhólum. Ást í
einhverju formi liggur til grund-
vallar í öllum þáttunum: milli
karls og konu, föður og dóttur og
svo framvegis. En um leið er í
sögunum tekist á við annað því
rammi verksins er æfing á leikriti
sem við fylgjumst með frá sam-
lestri til frumsýningar."
Leikritið er ekki venjulegt
verk, heldur hið sígilda drarna
Pirandellos, Sex persónur leita
höfundar. Þar er æfing í gangi
þegar inn í leikhús ráðast persón-
ur af götunni sem vilja fá skýring-
ar á lífi sínu.
„Það sem vakti áhuga minn er
hvernig viö sjáum hlutina í ólíku
ljósi og hvernig mín sýn blandast
inn í upplifun þína af mér. Ég
varð að takast á við eitthvað allt
annað eftir þrfleikinn."
verið ónýtt. Ekkjan finnur sér leið úr
víli sínu. Karlarnir sitja eftir og tapa
af því þeir taka hlutverk sitt alvar-
lega.
Verðlaun
Fly hefur notið gríðarlegrar virð-
ingar fyrir þríleikinn sem hér hefur
ekki komið almennilega fyrir al-
menningssjónir. Hann er afbragðs-
dæmi um listamann sem vill skoða
samfélag sitt á vitrænan hátt. Hann
vinnur rannsóknarvinnu sína sjálf-
ur. Hann hefur nef fyrir tengslum
sem eru afhjúpandi og kalla eftir
hugsun um lífshætti okkar.
Þó furðulegt megi teljast þá er
ekki að finna neinn í röðum ís-
lenskra kvikmyndagerðarmanna
sem hefur lýst vilja sínum til að
skoða samfélagið í kvikmyndinni -
nema Hrafn Gunnlaugsson í upp-
hafi.
Páll Baldvin Baldvinsson
Drápiö er sýnt t Háskólabtó ídag kl. 18og20
og á morgun kl. 17.30. Sunnudag kl. 18og
22.30.
Drápið er afar vel gerð mynd:
bara leikur Jesper Christiansen einn
er þess virði að gera sér för í bíó, þó
stjömuleikur hans í Bekknum verði
ekki toppaður. Þá er hér afar glæsi-
legur leikur Charlotte Fich sem
margir þekkja sem yfirmanninn í
Rejseholdet. Sagan kann að vera
kunn: Carsten er fimmtíu og tveggja
ára menntaskólakennari f félags-
fræði með rætur í róttækum hreyf-
ingu, býr í stöðnuðu hjónabandi og
á uppvaxinn son. Hann heldur við
jafhöldru sonarins sem er aktífisti. í
innbroti í vopnafýrirtæki er hún
staðin að verki ásamt tveimur félög-
um sínum og keyrir niður lögreglu-
þjón og drepur hann. Carsten er
dreginn inn í málið og ákveður að
standa með ástkonu sinni, hann
fómar fjölskyldu og ferli fyrir hana.
En þau hjúin ásækir ekkjan og sekt-
arkenndin verður ekki flúin.
jú sammannlegt fyrirbæri. Carsten
lifir ömggu og tilbreytingarlitlu lífi.
Hann hefur snúið frá hugsjónum
æsku sinnar, samband hans við
yngri einstakling endurnýjar hann
og glæðir, en lífi hans er í raun lokið.
Eina athvarf hans er lífshættulegt
sport: flug á loftdrekum yfir kletta-
brún. Hann svífur eins og íkams og
í draumi brennir hann vængi sína
og fellur í hafið, eins og drengurinn
sem ofmetnaðist og fór of nærri sól-
inni.
sammerkt öllum flokkum að neita
stéttahugtakinu.
Sektarkenndin sem verður meg-
inefni myndarinnar og tortímir öllu
í lífi Carstens kemur til sökum þess
að hann telur sig geta ráðið örlögum
sínum. Stýrt atburðarás, hann af-
neitar þeim öflum sem hann gjör-
þekkir, hann viil ekki kannast við
sinn stað. Hann þykist vera meiri en
hann er.
Stétt með stétt
Hugmynd Flys um stéttimar ger-
ir ráð fyrir að þær séu læstar inn í ör-
lögum sínum; í myndvef Drápsins
er það margsýnt: fólk á bak við gler,
fólk á bak við rimla af ýmsu tagi, öll
skot em aðþrengd og læst.
Sú hugsun kann að vera okkur
fjarlæg, upprifjun Flys á stéttahug-
myndinni var ekki beint vel tekið.
Við emm jú öll svo jöfn. Norræn
samfélög em gegnumsýrð af þeirri
djúpstæðu lygi. Hér á landi er það
Karlmaðurinn
1 öllum myndum sínum í þrí-
leiknum hefur Fly kannað egó karl-
manna, hvemig þeir bregðast við
aðstæðum. Athyglisvert er að í
Drápinu em það konumar sem
bregðast svo við aðstæðum sínum
eða breytingum á þeim að þær
finna leið út: stúlkan við stýrið losar
sig við sektarkenndina, eiginkona
Carstens byrjar nýtt líf þegar hún
ioks viðurkennir að það gamla hafi
Flogið að sól
Spurt er hvernig þessi saga komi
millistéttinni við: sektarkenndin er
Fregnir af dauða Ijóðsins ýktar
bandaríska. Ljóð hans hafa ekki ver-
ið kynnt hér á landi en hann á að
baki sjötfu ára feril sem ijóðskáld.
Birgir Svan og Unnur Sólrún
kvöddu sér hljóðs á áttunda ára-
tugnum og eru enn að: Birgir sendi
frá sér Áningarstað augnabliksins og
er það sextanda bók skáldsins. Unn-
ur Sólrún hefur gefið út sex bækur,
en Sambúð er nýkomin út á forlagi
skáldkonunnar.
Þá eru krakkarnir í Nyhil stór-
tækir og hafa boðað að eftir mán-
aðamótin komi ekki færri en níu
(4 bækur) út í
nóvember
og seinni Á
pakkinn í 1
apríl (5 I
bækur).
Þær má ■
panta í ny-
hil@nyhii.is
bækur í seríu.
Serían samanstendur af níu
Ijóðabókum eftir skáldin Hauk Má
Helgason, Ófeig Sigurðsson,
Kristínu Eiríksdóttur, Þórdísi
Björnsdóttur, Vai Brynjar Antons-
son, Örvar Þóreyjarson Smárason,
Eirík Örn Norðdahl, Óttar Martin
Norðijörð og Steinar Braga Guð-
mundsson.
Ljóðaáhugamönnum gefst kost-
ur á að kaupa seríuna sem kallast
Norrænar bókmenntir í áskrift á að-
eins 6.750 kr. og kemur fyrri pakkinn
Það er stundum þusað um iangt
dauðastríð ljóðsins. Síðustu fregnir
benda til annars. Ýmis ljóðskáld
hafa á síðustu dögum sent frá sér
ljóðakver og ekki öll nýgræðingar á
ljóðakrinum: Þorsteinn frá Hamri er
þar aldursforsetinn, en fyrr á árinu
kom ný ljóðabók frá Gyrði Elíassyni.
Hallberg Hallmundsson hefur frá
1996 gefið út á forlagi sínu, Brú, kver
með þýddum ljóðum: síðast barst
hér inn níunda kverið í þeim flokki:
Báturinn langi og fleiri ljóð og geym-
ir kveðskap Stanley Kunitz hins
Birgir Svan Sendir
frá sér siglingaljós ort
handan Esjunnar og
hafsins.
Drápið
Leikstjori: Per Fly Danmörk 2005
Kvikmyndir