Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Blaðsíða 32
r«• -ir\r\r mniNTMn nr r>H'\»^uTiAi
32 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005
Menning DV
Magnús Ragnarsson
Mikið busl á markaði.
SJÓNVARPSSTÖÐVARNAR eru
farnar að massa upp tölur úr síð-
ustu Gallup-könnun til að
tryggja þessa skák í tekjunum
sem kemur úr auglýsingum.
Hvað ætli mikið þrek fari í um-
sýslu fyrir markaðinn? Hvenær
kemur að því
að áskrifendur
stöðvanna
verða spurðir
hvort þeir vilji
yfirleitt auglýs-
ingar í áskriftar-
sjónvarpi?
GALLUPer
helsti aðilinn
sem kannar áhorf með regluleg-
um dagbókarkönnunum. Vinnsla
á gögnunum
BjUMitiiJi leiðir margt
skemmtilegt í
Ijós. Fyrst er að merkja að Sýn er
ekki inni, ekki heldur Sýn plús.
Ekki heldur erlendu stöðvarnar
sem ættu þó að skekkja mynd-
ina verulega og segja mönnum
hvernig innlendir aðilar standa
sig í samanburði við erlenda. En
stjórnendur sjónvarpsstöðva
setja gjarna
lepp fyrir aug-
un með götum
á réttum stöð-
um þegar þeir
vilja horfa á
heiminn. Það
er þægilegra
að einblína á
hluta af
myndinni en
taka allt inn.
Ríkissjónvarpið Sterk-
ast meðai elstu hópanna.
j. Sigmundur Ernir
Stöð 2 er hálfandlits-
laus upp á slðkastiö.
BÆÐI Stöð 2 og Skjárinn sækja á
(samkeppni við RUV sem nýtur
enn mikils forskots hjá eldri hóp-
um. Stöð 2 hefur mest áhorf í
aldurshópnum 12-19 og hópn-
um 20-29. RÚV er með mest
áhorf hjá báðum kynjum í ald-
urshópum 30-49 en Stöðin er
háskalega nærri.
ÞAÐ ER aftur óþægileg stað-
reynd fyrir þúsundin sem sóttu
fund í miðborg Reykjavíkur á
mánudag að vinsælasti sjón-
varpsþáttur
meðal kvenna
hér á landi á
aldrinum 18 til
34 er Americas
Next Top
Model. Er það
af forvitni, fyr-
irlitningu á
gálunum sem
þar keppa eða
upphafinni að-
dáun? Spyr sá
sem ekki veit. En þær horfa í
þúsundum. Það er talsvert starf
fyrir höndum við að hrinda af sér
helsi hugmyndafræðinnar.
HELGARSPORT Ríkissjónvarpsins
er ekki eins vinsælt meðal
kvenna í þessum aldurshópi:
0.93% þeirra höfðu áhuga á
þessum bráðskemmtilega dag-
skrárlið. Hver ætli horfi annars á
það?
GÖGNIN sem opinber eru á vef
Gallup gefa ekki skýra mynd,
hún er bara fyrir hina innvígðu
sem kaupa sér þessa þjónustu.
Það væri skiljanleg afstaða ef
samkeppnisaðstaðan væri
þröng, en hér eru tveir markaðs-
ráðandi aðilar á markaði og ættu
báðir að sjá sér hag (að þessar
tölur væru í heild sinni opinber-
ar. Áskrifendum sínum til fróð-
leiks. Þeir borga jú brúsann á
endanum, bæði með áskrift og
álagningu fyrirtækja fyrir auglýs-
ingakostnaði.
Ævintýrið um næturgalann, vísur
hagyrðinga, djassperlur og sunn-
lensk alþýðulög eru meðal þess sem
boðið verður upp á í ölfusi um helg-
ina en þá verður í annað skipti efnt
til tónlistarhátíðarinnar Tónar við
hafið sem hóf göngu sfna á síðasta
ári.
Djassað í kvöld
Hátíðin er haldin á vegum menn-
ingamefhdar ölfuss en undirbún-
ingur og skipulag er í höndum Bar-
böru Guðnadóttur menningarfull-
trúa. Dagskráin verður einstaklega
fjölbreytt og er sérstaklega hugað að
því að höfða til allra aldurshópa. í
kvöld hefst hátíðin með djasstón-
leikum í Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn
kl. 21. Þar mun Jazzkvartett Kára
Ámasonar flytja bæði íslenskar og
erlendar djassperlur. Kvartettirm
skipa auk Kára sem spilar á trommur
þeir Sigurður Flosason á saxófón,
Agnar Már Magnússon á Hamm-
ond-orgel og Ómar Guðjónsson á
gítar.
Næturgalinn
Áfram heldur hátíðin á laugar-
deginum með bama- og fjölskyldu-
tónleikum kl. 15 í Versölum, ráðhúsi
Ölfuss. Það er tónlistarhópurinn
Caput sem hefur sína dagskrá að
vetri með því að flytja Næturgalann
eftir Hoflendinginn Theo Loevendie.
Theo Loevendie starfaði sem
djasstónlistarmaður, saxófónieikari
og stórsveitarstjómandi í 15 ár áður
en hann helgaði sig tónsmíðum á
síðari hluta sjöunda áratugarins og
em áhrif djassins oft greinileg í verk-
um hans. Næturgalinn er sennilega
frægasta verk Loevendie en það
byggir á samnefiidu ævintýri H.C.
Andersen um næturgaiann sem varð
hirðsöngvari keisarans í Kína, um
þrá hans eftir frelsinu og um vél-
knúna næturgalann sem veitti hon-
um harða samkeppni. Sverrir Guð-
jónsson er sögumaður en Guðni
Franzson stjómandi.
Hagyrðingar og Hundur í
óskiíum
Á laugardagskvöldinu verður svo
hagyrðingakvöld í Básnum í Ölfusi.
Hagyrðingakvöldið, sem hefst klukk-
an 21, er skipulagt í samvinnu við
Vísnavinafélag Suðurlands. Þar
munu öflugir hagyrðingar kveðja sér
hijóðs, þau Hákon Aðalsteinsson
sem kemur fljúgandi ffá Egilsstöð-
um, Einar Kolbeinsson úr Svartadal,
Þórdís Sigurbjömsdóttir ffá Hrísum,
Siguijón Jónsson frá Selfossi og Dag-
bjartur Dagbjartsson ffá Refsstöð-
um.
Bjami Áskelsson úr Þorlákshöfn
verður kynnir kvöidsins en tónlistar-
flutningur verður í höndum hins
norðlenska tvíeykis Hunds í óskilum
group. Hljómsveitin, sem skipuð er
þeim Hjörleifi Hjartarsyni og Eiríki
G. Stephensen, hefur haft nóg að
gera síðan hún var fengin til að hita
upp fyrir Stuðmenn í Royal Albert
Hall fyrr á árinu. Síðast sást til þeirra
á Suðurlandi þar sem þeir léku á als
oddi og ýmis hljóðfæri á tónleikum í
Kerinu.
Hátíðinni lýkur svo á sunnudags-
kvöldinu með tónleikum Kam-
merkórs Suðurlands. Kórinn flytur
undir stjóm Hilmars Amars Agnars-
sonar verk eftir sunnlensk alþýðu-
tónskáld, en undanfarið hefur kór-
inn verið að taka upp lög á hljómdisk
eftir alþýðutónskáldið og Ölfusing-
inn Guðmund Gottskálsson. Tón-
leikamir em í Versölum, ráðhúsi ölf-
uss og hefjast klukkan 20.
Blóðlítið kver um voðaverk
Snjaflar viðskiptahugmyndir
leiða ekki alltaf af sér góðar bók-
menntir. Skoskur útgefandi kallar
til ellefu höfunda og felur þeim að
skrifa sína versjón af pörtum
Ódysseifskviðu sem hefur reyndar
gengið ljósum logum um texta-
heim veraldar frá ómunatíð.
Ein hinna tilkvöddu er Margar-
et Atwood. Hún viðurkenndi í
grein í Times um helgina að Pen-
elópa kona Ódysseifs hafi ætíð ver-
ið sér hugstæð en sér hafi gengið
hægt að koma henni í sitt form í
Penelópukviðu sem kom út hjá
Bjarti í vikunni.
Magga leitar í aðrar heimildir
en kviðuna og nýtir best Róbert
i gamla Graves. Hún lætur Pen-
j I /hífí^llAilh L' Margaret Atwood: Penelópukviða Þýðing: Ingunn Ásdísardóttir Bjartur 2005 Verð 3.280 kr.
> * V Bókmenntir
elópu gera
grein fyrir 1
sínu máli úr
Hel þar sem
hún reikar
um í skugga-
veröld. Þetta
er lestur sem
gerir grein fyr-
ir hefðbundu
og sögulega
skýrðu hlut-
verki kvenna
við Eyjahaf, en
oft hæðnislega,
einkum í palla-
dómum um guði og hetjur forn-
aldar.
Meginþungi verksins liggur í
tesunni um meykonunga
sem töpuði veldi sínu til
karla. Því til marks dregur
hún fremst í söguna örlög tólf
þema, þeirra yngstu og fallegustu
sem spiluðu með Penelópu til biðl-
anna, lágu þá og lokkuðu meðan
beðið var Ódysseifs. Þær ásamt
drottningu sinni verða mánameyj-
arnar, hofmeyjar i hverfandi dýrk-
un sem lét undan stríði og ofbeldi
karlaveldisins. Ódysseifur tók
þessar tólf og hengdi þær þegar
heim kom.
Þetta er snotur útlegging en
ekki veigamikil. Texti Margaretar
er gáskafullur og alvömlítill. Inn-
skot ljóðakafla sem em sístir í
snoturri þýðingu gefa verkinu svip
en auka ekki áhrif þess.
PáJl Baldvin Baldvinsson