Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 Lífið DV Daniel Craig hefur gengiö í gegnum margt á lífsleiðinni. Fátækt, skilnaður og eintóm- ir erfiðleikar hafa sett mark sitt á líf hans. Hann ákvaö þó snemma aö verða leikari og hann vilcti ieika fyrir alþýöuna en ekki . / A. . Daniel Wroughton Craig fædd- ist þann 11. nóvember árið 1968 í Chester. Faðir hans var stáliðnað- armaður en móðir hans grunn- skólakennari. Fjölskyldan var lítil, Daniel á bara eina systur, Leu, en hún er honum mjög mikilvæg. For- eldrar Daniels skildu þegar hann var aðeins fjögurra ára. Þá var mik- il stoð í systur hans en eftir skilnað- inn flutti móðir þeirra með þau til Liverpool, þar sem hún var leikkona við hið fræga Everyman Theatre. Krakkarnir þurftu oftast að dúsa heima en auðvitað komu það fyrir að þau fengju að fara með og það var þá sem Daniel ákvað að verða leikari, einungis sex ára gam- all. Hræðilegur nemandi en frábær leikari Daniel stóð sig illa í skóla og á endanum var hann sendur í skóla fyrir óknyttadrengi, enda var hann ekki aðeins slappur námsmaður heldur bölvaður níðingur. Daniel hafði þó áhuga á bókmenntum og las hvert meistarastykkið á fætur öðru upp til agna, þó svo að hann hafi aldrei náð að skilja mikilvægi Shakespeare. Hann vildi leika á sviði, í leikritum fyrir alþýðu- manninn en ekki fyrir menntaelít- una. Móðir Daniels var leið yfir að hann ætlaði ekki að feta mennta- veginn. Árið 1984, þegar hann var 16 ára, sótti móðir hans um fyrir hann í the National Youth Theatre og kom honum í áheyrnarprufu. Daniel sló í gegn og fékk fastráðn- ingu við leikhúsið og fluttist því einn síns liðs til London aðeins 16 ára. Fékk loksins menntun Daniel reyndi ítrekað að komast í leiklistarskóla en tóks ekki framan af. Það var ekki fyrr en árið 1988 sem hann komst í Guidhall School of Music and Drama, sem er mjög virtur skóli. Þar fékk hann bestu leiklistarkennslu sem völ er á. Bekkjarfélagar hans voru ekki af verri endanum en á meðal þeirra voru Rhys Ifanis, Ewan McGregor og Joseph Fiennes. Loks árið 1991 útskrifaðist hann og fékk hlutverk í kvikmyndinni Botha, sem tekin var upp í Afríku. FyrstTomb Raider svo James Bond Ferill Daniels fór hljóðlega af stað en vissulega fékk hann betri og veigameiri hlutverk með ári hverju. Hann fékk fyrsta stóra hlutverkið árið 2001 en þá lék hann á móti Angelinu Jolie í hasarmyndinni Tomb Raider. Næsta mynd var með stjörnunni Tom Hanks en það var kvikmyndin Road to Perdition. Daniel fór svo létt með kvikmyndir eins og Layer Cake og The Jacket og loks var honum boðið hlutverk of- urnjósarans James Bond. Daniel Craig, mömmustrákurinn frá Chester, er búinn að meika það. dori@dv.is Mömmustrákur og alþýðumaður Daniel Craig er bráð- myndarlegur djöfull i °g fyrsta blondlnan til að leika Bond. m Daniel Craig og Pierce Brosnan Nýi Bond og gamli Bond eru góðvinir. Þorsteinn Otti Jónsson opnar ljósmyndasýningu í galleríi Humar og frægð í dag I listum síðan ég lærði að teikna Óla prik „Sýningin heitir Börn Palest- ínu,“ segir Þorsteinn Otti Jónsson, nemi í Listaháskólanum, sem er að opna ljósmyndasýningu í galleríi Humar og frægð í kjallaranum á Laugavegi 59. Ljósmyndirnar á sýn- ingunni tók Þorsteinn þegar hann var í Palestínu í janúar árið 2004. „Ferðin gerði mikið fyrir mig, ég kom breyttur maður heim,“ segir Þorsteinn og bætir því við að svona ferðir veiti ætíð mikla lífsreynslu. Myndirnar hefur hann sýnt áður en það var í Galleríi Tukt í fyrra- sumar. „Fólk hefur haft samband MN við mig og beðið mig um að halda sýninguna aftur,“ segir Þorsteinn hógvær en fýrri sýningin var ákaf- lega vel sótt. Þorsteini finnst erfitt að svara til um hvenær hann hafi byrjað að hneigjast til lista en loks er hægt að kría út úr honum það svarið: „í raun fór ég að fikra mig áfram um leið og ég lærði að teikna Óla prik." Nú er hann í Listaháskólanun að læra grafíska hönnun en einnig sækir hann kúrsa í ljósmyndun. Sýningin verður opnuð í dag og mun standa næstu vikui nHWMWM Þorsteinn Otti Jónsson Opnar Ijósmyndasýningu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.