Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Blaðsíða 27
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 27 Um bachelorinn „Afhverju er verið að stelpurnar fá frítt make-up námskeið. Hey geggjað ég (afturhinn al- menmsjónvarpsá- horfandi) fær að sjá stelpurnar læra að meika sig. Skítt með það, við viljum sjá þær uppdressaðar að reyna eins og rjúpa við staur að næla sér i kallinn. Um það snýst þátturinn. Þetta er sleesy þáttur, þessvegna virkar hann. Afhverju fór bachelorinn til þeirra en ekki þær að hitta hann. Ég vil sjá stelpurnar í fyrsta skipti þegar þær stíga útúr limmanum að hitta mann drauma þeirra." Bergur Hallgrímsson - bergur.is Faraldur „Ég fékk ekki pilluáminningu í kvöld. Mérsýnist eitthvað í SMS-kerfi Og- Vodafone vera bilað. Konur eru því ekki að fá pilluáminn- ingarsínar og hætt við að þær verði allar ófrískar hið snarasta." Bjarni Rúnar Einarsson - bre.klaki.net/dagbok Ferskt loft í morgunsárið... „Ahh... hvað það er gott að setjast í ] vinnuna og vera bara með ] góðan verkefnalista og sjö tíma til að vinna hann. mmm...Ah hvað það er heitt hérna. Best að opna glugga... En hvað er þetta, þegar ég opna gluggann kemur ekki ferska loftið sem ég bjóst við, heldur köld sígar- ettustybban úr reykhorninu úti sem fólkið á auglýsingadeildinni nýtirsér, jafnvel í kaldasta gaddinum... Ahhh... Fríska sígarettustybban upp i óvið- búinn nebbann... mmm... Það er á svona dögum sem ég vildi óska að ég væri ekki svona mikill vinur reyk- ingafólks..." Svavar Knútur Kristinsson - simnet.is/muzak Frelsisstyttan afhjúpuð Á þessum degi árið 1886 var Frelsisstyttan afhjúpuð í New York- höfn af forseta Bandaríkjanna, Grover Cleveland. Styttan var vina- gjöf frá Frökkum. Hugmyndin að styttunni kom frá franska sagn- fræðingnum Edouard de Laboula- ye til að minnast bandalags Frakka og Bandaríkjamanna í Frelsisstríði Bandaríkjamanna. Einn af þeim sem komu að gerð styttunnar var Alexandre-Gustave Eiffel, sem síð- ar varð frægur fyrir að hanna Eiffel- turninn í París. í maí árið 1884 var lokið við gerð styttunnar en til þess að koma henni til Bandaríkjanna var hún tekin í sundur í yfir 200 hluta. Stytt- an kom til Bandaríkjanna í júní 1985 og var strax hafist handa við að koma henni saman. Á styttuna var grafin sonnetta eftir bandaríska skáldið Emmu Lazarus þar sem innflytjendur voru boðnir vel- komnir til landsins. Nokkrum árum síðan var ákveðið að allir inn- flytjendur til Bandaríkj- anna kæmu til Ellis- eyju, sem er við hlið Frelsisstyttan Var gjöf Frakka tii Banda- rlkjamanna. Hún var afhjúpuð á þessum degi fyrir 119 árum. Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Út með það gamla - inn með það nýja Hólmfríðw Guöjónsdóttir skrífar: Mér finnst eins og íslensk stjórn- völd og ráðafólk í landinu séu gjör- samlega heyrnalaus. Það er eins og stjórnvöld hlusti ekki á orð af því sem fólkið í landinu hefur að segja. Þetta segi ég út af því að sífellt koma sömu málin aftur og aftur inn í þjóð- félagsumræðuna og öll þjóðin stendur á gati, brjáluð yfir annað- hvort eigin glæpum eða sjálfra stjórnvalda. Hversu oft hefur þjóðin sett hnef- ann í borðið yfir bágum kjörum ör- yrkja eða aldraðra? Hafa hagir þessa hóps breyst til batnaðar? Hversu oft hefur þjóðin staðið á öndinni yfir viðbjóðslegum kynferðisglæpum og löggjöfin tekið slælega á þeim mál- um? Hversu oft hefur þjóðin farið illa út úr taumlausri hagvaxtarstefnu ríkisstjórnarinnar og hversu oft eig- um við að fá að þola niðursveiflu? Hve lengi eigum við að horfa upp á undirmannaða spítala þar sem sjúk- lingum er hrúgað í hvert horn og hversu lengi eiga börnin okkar að vera á biðlista eftir plássi á leikskól- um? Það er af mörgu að taka þegar horft er á mál sem sífellt koma aftur og aftur upp í þjóðfélagsumræðunni en ekkert breytist til batnaðar. Er ekki kominn tími til að gera gagn- gerar breytingar á stjórnarfari í land- inu? Ég legg til að Vinstri grænir fái meirihluta á þingi og sjálfstæðis- menn fái borgina og þá legg ég til að konum verið hleypt í flestar valda- stöður í landinu. Þetta er ein mögu- leg breyting en helst af öllu þarf að fá inn fólk sem kann að hlusta. Hinir dularfullu diplómatapassar Jóhann skrifar. Hef að undanfömu fylgst með fréttum um diplómatapassa. Það sem mér fannst alveg stórmerkilegt var að ekki er hægt að fá að vita hverj - ir em handhafar svona passa. Ég get ómögulega skilið hvers vegna ein- hver mystería þarf að hvfla yflr því. Þegar DV bað um þessar upplýsingar hjá utanríkisráðuneytinu var borið við persónuvernd! Alveg furðulegt að Lesendur opinber stofnun hagi sér svona. Hann Mörður Ámason þingmaður hefur þó samkvæmt nýjustu fréttum gengið í lið með DV í þessu máli. Hann ætlar að bera upp fyrirspurn á Alþingi um hverjir eigi slíka passa. Hann bendir á að alþingismenn eigi rétt á að fá að vita hluti sem þessa. Þess vegna segi ég húrra fyrir DV og húrra fyrir Merði. Við utaiiríkisráðu- neytið segi ég eitthvað allt annað. Spyr um diplómatapassa Mörður Árnason vill vita hver ir eru með diplómatapassa alvegeinsogDV. Eva Longoria Stefán segirað það séu meiri iíkur á að hún komi í heim- sókn en píparinn. Bedloe-eyju. Næstu 32 árin var Frelsisstyttan það fyrsta sem 12 milljónir innflytjenda sáu þegar þeir komu til Bandaríkjanna. Árið 1956 var nafni Bedloe-eyju breytt í Frelsiseyju. Styttan hefur verið eitt helsta tákn Bandaríkjanna í fjölda ára og er viðkomustaður milljóna ferða- manna á hverju ári. Svikulir iðnaðarmenn Stefin í Grafarholtinu hríngdi: Það er alveg ótrúlegt hvað það virðist vera erfitt að fá eitt stykki iðnaðarmann heim til sín. Ég er núna búinn að bíða í fimm vikur eftir pípara til að koma til mín og aldrei kemur hann. Ég er við það að gefast upp á þessu. Eins og staðan er í dag held ég að það séu meiri lflcur á því að ég fái Evu Longoria úr Desperate Housewi- ves heim til mín heldur en pípara. „Já, ég kem í hádeginu á morgun," segja þeir. Ég trúi þeim í einfeldni mimii og fæ að taka langan há- degismat í vinnunni. Mér finnst þetta ótrúlegt. Ég hef lfka heyrt sömu sögu ífá fleirum. Um pípara, smiði, rafvirkja. Það er nú eitt að vera svikinn um stefnumót, en að vera svikinn um stefhumót við pípara. Það er slæmt. í dag árið 1919 kom Alþýðu- blaðið út í fyrsta sinn undir ritstjórn Ólafs Friðrikssonar. Lengst af var blaðið gefið út af Al- þýðuflokknum. Eg fann á mér að eitthvað var að Vigfús Guðbrandsson er tryggur vinur. Hann bjargaði lífi vinar síns Indriða Péturssonar sem lá í fjóra sólarhringa með- vitundarlaus á gólfinu í herbergi sínu. Vigfús saknaði æskufélaga síns sem kom ekki í mat í matsal þjónustumiðstöðvar aldraðra við Lindargötu þar sem þeir eru vanir að hittast og borða saman. „Ég fann á mér að eitthvað var að því ég var búinn að hringja nokkrum sinnum í Indriða sem svaraði aldrei. Svo fór ég heim til hans með Valbirni, sameigin- legum vini okkar, og þegar eng- inn svaraði bjöllunni og við heyrðum að útvarpið var á þá hringdum við í lögregluna", segir Vigfús. Það var mesta mildi að Indriði skyldi enn vera á lífi eftir fjóra sólarhringa á gólfinu og hann var strax fluttur á sjúkrahús. Vigfús er frá Siglufirði en hef- ur gert ýmislegt um ævina. Hann stundaði fimleika, og fór til Danmerkur og Finnlands til að læra fimleikaþjálfun. Hann kenndi flmleika, vann hjá tollin- um og síðasta starf hans var hjá Flugumferðastjórn. Vigfús segir að ellilífeyrir og lífeyrissjóðs- greiðslur sem hann fær á mán- uði sé samanlagt tæpar 80 þús- und á mánuði. „Ég hef alltaf þurft að borga með mér, ég bý einn og rek bfl og ef ég ætti ekki sparifé í banka þá næði ég á engan hátt endum saman. Það er mörgu ábótavant í málefnum aldraðra og löngu tímabært að gera eitthvað í þeim málum. Skýrt dæmi um það er vinur minn Indriði sem hefur ekki efni á að búa í þjónustuíbúð," „Ég hef alltaf þurft að borga með mér, ég bý einn og rek bíl og efégætti ekki sparifé í banka þá næði ég á engan hátt end- um saman." segir Vigfús að lokum og er þakklátur fyrir þá umfjöllun sem hefur verið í DV um mál- efni eldri borgara. gfús Guðbrandsson bjargaði Iffi aeskufélaga síns Indriða Péturssonar n daoinn. Indriði lá meðvitundarlaus og ósjalfbjarga heima hja sér

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.