Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Blaðsíða 11
1>V Fréttir FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 11 Kfink & Bank Húsinu verður lokað fyrir fullt og allt um helgina og við það hverfur mikilvægur vettvangur fyrir fjöl- breytta liststarfsemi. íslenskt menningarlíf mun bíða mikinn skaða um helgina þegar listamiðstöðinni Klink & Bank verður lokað fyrir fuULt og allt. Klink & Bank var sett á laggirnar að undirlagi Landsbankans fyrir tveimur árum og hefur hýst vinnustofur fjölda listamanna af ýmsu tagi. Undanfarin þrjú ár hefur íslenskt menningarlíf blómstrað í Klink & Bank í Brautarholti. Starfsemi hússins hefur lyft íslenskri menningu á æðra plan og orðsporið borist víða um heim. Um helgina verður húsinu lokað og við það missir borgin mikilvæg- an vettvang fyrir sýningarhald verður á götunni. „Það hefur ótrúlega margt sprott- ið upp úr tilvist þessa húss. Þama hefur verið gríðarlegur samgangur á milli ólíkra listgreina. f húsinu hafa hópar sem ekki hafa haft í önnur hús að venda unnið saman og sýnt af- urðir sínar undanfarin tvö ár. Ótelj- andi innlendir og erlendir gestir hafa borið hróður hússins um víðan völl og Reykjavíkurborg hefur notið góðs af því," segir Erling Klingen- berg, forsvarsmaður Klink & Bank. Hann hefur ásamt öðmm unnið að lausn á húsnæðisvanda Klink & auk þess sem fjöldi listamanna Bank, án árangurs. Erling er mjög hissa á því hvað Reykjavíkurborg er áhugalaus um að halda starfsemi hússins gangandi. Mikil vinna mun glatast „Það er búið að vinna gríðarlega mikla forvinnu við að skapa íslenskri listastarfsemi betri grundvöll og nú þegar allt þetta fólk tvístrast mun sú vinna að einhverju leyti glatast. Fólk mun fara aftur í kjaUaraholumar sem það kom úr og því er þetta stórt skref aftur á bak," segir Hekla Dögg Urgur í hjúkrunarfræðingum Landspítala Uppsagnirá nýrnadeild „Þetta fer ekki vel í fólk," segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir á nýrnadeild Landspftalans, en öllum hjúkmnarfræðingum á skilunar- deild nýrnasviðs sjúkrahússins hef- ur verið sagt upp störfum. Þeim hefur þó verið boðið áframhaldandi starf en þá á nýjum og öðmm kjömm. „Það er verið að endurskipuleggja vinnuskipulagið," segir yfirlæknirinn. Uppsagnimar snerta á annan tug hjúkrunarfræðinga á nýrnadeildinni og em þeir ekki par hrifnir af þessum Runólfur Pálsson Yfir- læknirinn á nýrnadeildinni sáttur við sitt þrátt fyrir upp- sagnir hjúkrun- arfræðinganna. Landspítal- inn Áannan tug hjúkrun- arfræðinga sagt upp vegna end- urskipuiagn- ingar á vinnuskipu- lagi. ráðagerðum. Sérstaklega vegna þess að í raun er ekki verið að segja þeim upp heldur breyta vinnufýrirkomu- lagi og það gert með uppsagnarbréf- um: „Nei, mér var ekki sagt upp og ég er ekkert á leiðinni að segja upp sjálfur. Ég er ágætlega ánægður með mín mál hér," segir Runólfur Páls- son, yfirlæknir á nýrnadeild Land- spítalans. Byggingaverktakar súrir út í borgaryfirvöld Strætólóð á silfurfati Byggingaverktakar í Reykjavík em súrir út í borgaryfirvöld sem þeir segja vera að færa byggingafyrirtækinu Klasa einhverja dýrmætustu lóð á höfuðborgarsvæðinu á silfurfati. Um er að ræða lóðina við Borgartún 41 þar sem Strætó hefur haft aðsetur íyr- ir bíla sína og eftirlit. Sjálfir vilja bygg- ingaverktakamir ekki koma fram og gagnrýna borgaryfirvöld af ótta við af- greiðslu mála þegar þeir næst þurfa að sækjaumlóð. Fyrirbijóstþeirrafer helst að viðræður við Klasa hófust án þess að útboð færi fram. Klasi gengur til samninga við borgina um þessa dýrmætu lóð fyrir hönd íslandsbanka sem er með höf- uðstöðvar á Kirkjusandi en lóðirnar ná saman. Er hugmyndin sú að Is- landsbanki byggi þama framhald af höfuðstöðvum sínum. Strætólóðin £ Bórgartúni er um þrír hektarar og býður upp á mikla Strætólóðin Gullmoli á besta stað ihöfuð- borginni með útsýni yfir Akrafjall og Skarðs- heiði sem oft eru eins og fjólubláir draumar. möguleika. Af staðnum er eitthvert besta útsýni á Reykjavíkursvæðinu þar sem Akrafjall og Skarðsheiði blasa við svo ekki sé minnst á Esjuna. í því liggja verðmætin ekki síst: „Við emm í viðræðum við Reykja- víkurborg og meira getum við ekki sagt," segir Ingvi Jónasson, fjármála- stjóri Klasa. Erling Klingenberg Undrast áhugaleysi borgarinnar. Stefán Jón Hafstein Hefur ekkert hús upp á að bjóða og vill einbeita sér að öðru. „Þetta er stórt skref afturábak." Jónsdóttir myndlistarmaður Hún minnist á alla þá ólíku hópa sem notið hafa góðs af húsinu und- anfarin ár. „Húsið er búið að vera opið fyrir alls kyns starfsemi sem á í engin önnur hús að venda og Borgin ætti að sjá hag sinn í því að styðja við bakið á því," segir Hekla. Bankinn sá það sem borgin sér ekki Daníel Björnsson er stjórnar- meðlimur í Klink & Bank. Honum finnst undarlegt að borgin vilji ekki taka við húsinu og þeirri miklu grósku sem þar á sér stað. „Lands- bankinn reiknaði út að þeir gætu grætt á að styðja við hús eins og þetta enda er tilkostnaðurinn eng- inn meðan menningarlegi ávöxtur- inn er stórkostlegur. Borgin hins vegar getur ekki reiknað út neinn beinan fjárhagslegan ávinning af húsinu og vill þess vegna ekkert með það hafa," segir Daníel. Eigum ekkert hús „Við höfuð vitað frá upp- hafi að þetta var tímabundið verk- efni og vissum að það kæmi að því að húsinu yrði lokað segir Stefán Jón Hafstein borgarfull- trúi. Hann segir að borgin hafi ekki hús upp á að bjóða. „Við emm að vinna að öðrum hugmyndum eins og Korpúlfsstöð- um sem er náttúrulega annars eðlis og höfum ekki í hyggju að leggja þessari starfsemi frekari lið enda hefur ekki verið leit- að eftir því," segir Stefán. svavar@dv.is O L I V G R BAR CAFÉ GRILL Ooskar eftir glaðlyndu starfsfólki í fulla vinnu og hlutastarf. Dag-, kvöld og helgarvinna. Mikil vinna í boði fyrir rétta fólkið. •r í Umsóknir berist á arnar@cafeoliver. is í síma 821 8500 (Arnar)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.