Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1941, Page 36

Símablaðið - 01.12.1941, Page 36
46 S 1 M A B L A Ð 1 Ð M O R S E 150 ara minning. S. F. B. Morse. Fæddur 1791. Dáinn 1872. Mynd þessi er uppruna- lega gerö eftir amerískri ljósmynd, sem mun vera með allra fyrstu ljósmynd- um, er teknar voru þar. Fyrsta Morsetækið. Áhald þetta útbjó Morse á árunum 1835—1837. Það var fyrst reynt 2. sept. 1837. Áhaldið var byggt á málaragrind, en rafsegullinn vóg næstum 80 kg. Mcrse er eitt þeirra fleygu orða, seni tæknin liefi smeygt inn í orðaforða allra menningarþjóða. Orðið er nú mjög hlut- kennt, þótt það sé upprunalega aðeins mannsnafn, og söguríkt, þótt það sé ungt að tiltölu við önnur orð. Fyrir eyrum símamanna, sem heyra orðið Morse, hljóma punktar og strik, þeir minnast görnlu tækjanna, eða myndar af grá- skeggjuðum góðlegum öldungi. í sögu tækninnar er Morse eitt af stóru nöfn- ulium og táknar aldahvörf á þýðingar- miklu sviði athafnalífsins. í sögu Ame- ríku er hann fyrstur þeirra „praktísku“ uppfindingamanna, sem gert Iiafa þann garð frægan, og í sögu símanna á hann' það tækið, sem langhfast mun reynast. * Morse varð á þessu ári hálfrar ann- arrar aldar. Hann er fæddur 27. apríl 1791 í Charlestown (Mass), en dó fyrir tæpum 70 árum, 2. apríl 1872. Samuel Finlaj'' Breese Morse var prestssonur. Hann menntaðist vel í æsku, hafði mikinn áhuga fyrir nývís- , indunum, efnafræði og eðlisfræði, en þó meiri fyrir listum. Hann lagði að loknu skólanámi út á listahrautina, menntaðist þar vel, varð forseti listamannafélags í New York og 1832 prófessor í listasögu við háskól- ann þar. En rétt áður en þetta skeði, hafði listamaðurinn Morse fengið símahakt- eríuna, sem liann svo losnaði aldrei við.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.