Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1941, Page 43

Símablaðið - 01.12.1941, Page 43
S í M A fí L A Ð l Ð 53 Sjáandi sjá þeir eigi. Þá fá umdæmisstjórarnir sitt, og virð- ist þó hafa verið nægilega að þeim veitzt i hugleiði-ngunum um gömlu mennina. Væri synd að segja, að greinarhöf. sé nokkuð að spara veitingarnar. Farast honum nú orð á þessa leið: „Nú eru tímarnir breyttir. Áður fyrr tíðkuðust hin svokölluðu símritara- skipti, svo hægt var að flytja milli nýj- ungar í starfinu, en eftir að þau hættu, virðist þróunin hafa staðið í stað. Svo föst virðist sú stöðvun vera, að sjálfsagð- ar nýjungar við afgreiðslustiirf eru ekki teknar upp og ekki laust við, að þær mæti andúð þeirra, sem sízt skyldi.“ Samkvæmt orðanna hljóðan eru um- dæmisstjórarnir bornir æði þungum sökum, og svo náin er samvinna verk- fræðinganna og umdæmisstjóranna, að Iiinir fyrrnefndu fá sinn bróðurpart af hrósinu. Skv. ummælum greinarhöf- undar hafa ekki orðið neinar framfarir á ritsímastöðvum landsins í a. m. k. sið- astliðin 10 ár. Hvað er nú satt í ádeilu greinarhöf. ? A hverju einasta ári síðan 1930 hefir átt sér stað ör framför í nýjungum á ritsímatækjum, og sannleikurinn er sá, að hefðu framfarirnar verið látnar und- ir liöfuð leggjast og sömu tækjum liefði verið á að skipa og 1930, hefði verið ómögulegt með öllu að anna þeirri miklu afgreiðsluaukningu, sem orðið hefir í sambandi við núverandi styrj- öld og sem óx stórum við hernám lands- ins, eða með öðrum orðum hefir af- greiðsla símskeyta við útlönd aukizt um 100% síðan 1938, miðað við orðafjölda,* Greinarhöf. virðist ekki vita, að sið- an 1930 hefir ritsímastöðin í Reykja- vík fengið eftirtalin afgreiðslutæki: Nokkra vélgata, endurgata, prentvélar, tvær gerðir af fjarritum og útbúnað til að taka loftskeyti sjálfvirkt niður á rit- símatæki i sæsímabilunum. Hinar um- dæmisstöðvarnar liafa fengið meira og minna af samskonar tækjum, nokkuð eftir þörfum hverrar fyrir sig. Hér i Revkjavík hafa hinsvegar horfið: göm- ul gerð af handgötum (voru síðast not- aðir um 1930), gömid gerð af morse- tækjum og notkun ritvéla stórnm minnkað við komu prentvéla, sem prenta slipp frá endurgata. Um margt af þessum nýju tækjum er það að segja, að vegna hinna tíðu sæsímabil- ana, var óhjákvæmilegt að riota sams- konar áhöld og þau lönd, Danmörk, England og U.S.A., sem unnið var við. Teljist ritsíminn hér á eftir tímanum livað símatæki snertir, hvað mun þá um framantalin lönd. Ern þau ekki nokk- * Aukningin er raunverulega meiri en 100%, sé tekið tillit til þess, að öll stjórnar- og herstjórnarskeyti eru end- urtekin til samanburðar. ck>ímamenn og mei/Jar. MUNIÐ, að BEZTU KVÖLDSKEMMTUNINA fáið þið í NÝJA BÍÓ9 Sími 1544.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.