Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1941, Side 44

Símablaðið - 01.12.1941, Side 44
54 S í M A B L A Ð I Ð uð gamaldags? Hafi greinarhöf. rétt fyrir sér, er sannarlega kominn tími til að gera hann að útflutningsvöru svo fleiri njóti vizku hans í að skilja nýja tímann. En livað segir ekki heilög ritn- ing: „Sjáandi sjá þeir ekki, og heyrandi heyra þeir eigi né skilja!“ Niðurlagsorð. Eg gat þess í upphafi, að eg efaðist um ávinning greinarhöf. af skrifum sín- um. Sérstaklega dró eg í efa, að þau myndu gera gagn. En nú mun margur spyrja: Er engin leið til að koma nýj- ungum á framfæri innan Landssimans, nema farin sé leið greinarhöf.? í 25. gr. starfsmannareglnanna segir svo: „.... og' liver sá starfsmaður, sem hefir eitthvað fyrir stofnunina nytsam- legt fram að hera, getur komið á ráðs- fund að fengnu leyfi landssímastjóra, en áður skal hann þó hafa skriflega skýrt frá því í aðaldráttum, er liann Iief- ir fram að hera.“ Nú gefst greinarhöf. gullið tækifæri til að segja til um tilgang sinn. Hefir hann knúið á dyr símastjórnarinnar með tillögur lil úrbóta? Sú leið var hon- um opin. Eða var liann aðeins að þjóna lund sinni með því að óvirða og tor- tryggja þá stétt stofnunarinnar, sem ekki á fæsta svitadropana í samhandi við dagleg störf ? Nú gefst honum tækifæri til að hæta saltinu í súpuna. Gp. Sæsímaviðgerð við Vestmannaeyjar. í suðvestan ofsaveðrinu, sem geysaði hér við Evjar í október haustið 1939, slitnaði annar sæsímastrengurinn milli lands og Eyja. Afgreiðslustúlkurnar við Landssím- ann horfðu kvíðafullar fram í tímann. Þær höfðu aðeins eina línu til afnota, það m.yndi taka á taugarnar. En úr þessu rættist mjög fljótlega. Þegar harmafregnin harst til höfuð- staðarins, var Bjarni Forberg, verk- fræðingur Bæjarsímans, þegar sendur út af örkinni til að lagfæra þessi skemmdarverk Ægis. Frá Hóhnum i Landeyjum mældi hann og fann út hvar hilunin var. Reyndist hún vera nokkur liundruð metra norður af Vestmannaeyjum. Hélt hann síðan til Eyja, með liinu kunna hnefaleikameistara, Ludvig Nordgulen, sér til aðstoðar. M.s. Baldur, eitthvert glæsilegasta skip flotans í Eyjum, með úrvals áhöfn, Rúllu- og iilepagerð Reykjavíkur Klapparstíg 8. Reykjavík INNLENDUR IÐNAÐUR Sími 382°' Einkasími Fiosa Sigurðsscnar 3363. Avalt til sölu: botnvörpurúllur, allar stærðir, trollhlerar, bremsutré, lúku- fleygar, lestaborð, fiskihakar, flatningsborð, baujuspírur og fleira til- heyrandi viðhaldi á fiskiskipum. Stærri og smærri aðgerðir á skipum fljótt og vel af hendi leystar. —

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.